Pistillinn: Að skora á sjálfan sig Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 16. apríl 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona. Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt! Innlendar Pistillinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira