Íslenski boltinn

Skúli Jón: Við Hannes áttum góða stund saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson leikmaður KR var í skýjunum með sigurinn á FH.

„Þetta var ógeðslega gott. Hvernig þetta gerðist. Uppbyggin á leiknum. Við verjum víti, erum lélegir en það kviknar neisti með vítinu. Þá byrjum að spila bolta, fáum flottar sóknir og eigum þetta skilið þegar upp er staðið.“

SKúli Jón var á því að það var kominn tími á að eitthvað myndi falla með KR í Frostaskjólinu gegn FH.

„Mér hefur fundist undanfarin tvö ár að við höfum verið ívið betri í leikjunum. Höfum fengið á okkur ódýr mörk, vítið hefði til dæmis farið inn en þetta er að detta með okkur þessa dagana. Það er gott.“

Skúli Jón átti í mikilli baráttu við Hannes Þ. Sigurðsson framherja FH í leiknum.

„Það var fínt. Hann er auðvitað sterkur og vill vera í baráttunni. Við áttum góða stund. Vorum ekki sáttir við hvor annan.“

Flestir leikmenn KR eru á leiðinni í gott frí. Það sama gildir ekki um Skúla Jón.

„Nei, ég er á leiðinni upp í vél í fyrramálið og vonandi að fá að spila nóg. Það er hrikalega spennandi verkefni og ég hlakka virkilega til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×