Jón Margeir Sverrisson setti heimsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug á bikarkeppni Íþróttafélags fatlaðra um síðustu helgi. Jón Margeir synt á tímanum 2:00,74 og bætti heimsmetið um tæpa sekúndu.
Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Jón Margeir setur heimsmet. Fyrir skemmstu sló hann heimsmetið í 800 metra skriðsundi í 50 metra laug.
Sundfélagið Fjörður stóð uppi sem sigurvegari í bikarkeppninni fjórða árið í röð. Auk Fjarðar tóku ÍFR, Óðinn og Ösp þátt í keppninni. Keppnin var mjög spennandi og munaði aðeins 60 stigum á Firði og Ösp.
1. Fjörður 11.773 stig
2. Ösp 11.713 stig
3. Ífr 10.842 stig
4. Óðinn 7.898 stig.
Auk heimsmets Jóns Margeirs voru átta Íslandsmet sett á mótinu. Nánar er fjallað um mótið á heimasíðu Fjarðar.
Jón Margeir setti aftur heimsmet

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti



