Innlendar

Fréttamynd

Stúka mun rísa á Ísafirði

Fulltrúar eignarhaldsfélagsins ST2012, Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar hafa skrifað undir samning um eignarhald á fyrirhugaðri stúkubyggingu við Torfnesvöll, knattspyrnuvöll Ísafjarðarbæjar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.

Sport
Fréttamynd

Landsliðið heldur til Hollands

Sex íslenskir frjálsíþróttamenn halda á morgun til Stadskanaal í Hollandi þar sem Evrópumót fatlaðra fer fram. Mótið hefst næstkomandi sunnudag og ríður langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson á vaðið fyrir fyrir hönd Íslands.

Sport
Fréttamynd

Góð þátttaka í fyrsta Mikka maraþoninu

Tæplega 1000 hlauparar tóku þátt í Mikka maraþoninu sem fram fór í fyrsta skipti í Laugardal í morgun. Hlaupnir voru 4,2 kílómetrar eða um einn tíundi af vegalengd hefðbundins maraþonhlaups.

Sport
Fréttamynd

Rassskellingar hafa tíðkast lengi

Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga.

Sport
Fréttamynd

Júlían Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt.

Sport
Fréttamynd

Skyndiákvörðun að koma heim

„Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét segir skilið við Agne Bergvall

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vésteini Hafsteinssyni umboðsmanni hennar.

Sport
Fréttamynd

Íslenska liðið vann Sundmót Smáþjóða

Íslenskt sundfólk stóð sig með sóma á Sundmóti Smáþjóða sem lauk í Andorra í gær. Ísland vann til gullverðlauna og Orri Freyr Guðmundsson vann besta afrek mótsins.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur komst í úrslit á EM

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir í dag og komst í úrslit í 200 metra bringusundi á EM sem fram fer í Ungverjalandi.

Sport
Fréttamynd

Óðinn og Ásdís verða með í Dalnum í kvöld

Ólympíufararnir Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni verða bæði með á JJ móti Ármanns fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld, Óðinn í kúluvarpi karla og Ásdís í spjótkasti kvenna.

Sport
Fréttamynd

Ásdís, Ásgeir, Eygló, Ragna og Þorbjörg fengu öll flottan styrk

Tólf framúrskarandi íþróttamenn fengu í gær úthlutað afreksstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fimm fá styrk að upphæð 400.000 krónur, en þeir eru allir í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíðarinnar, hver að upphæð 200.000 krónur.

Sport
Fréttamynd

Auðunn nældi í silfur og setti heimsmet

Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson vann í dag silfurverðlaun í réttstöðulyftu á Evrópumótinu í kraftlyftingum. Hann setti einnig heimsmet í samanlögðu í flokki öldunga.

Sport
Fréttamynd

Norðurlandamótið í boccia hafið

Norðurlandamót fatlaðra í boccia var sett í Laugardalshöll í morgun. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra, bauð gesti velkomna og þá tók Ólafur Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til máls.

Sport
Fréttamynd

Biðin loks á enda

Bestu boccia-spilarar landsins verða á meðal þátttakenda á Norðurlandamótinu sem fer fram í Laugardalshöll um helgina. Mótið fer fram á tveggja ára fresti en íslensku keppendurnir komust ekki á mótið í Danmörku 2010 vegna öskufalls úr gosinu í Eyjafjallajökli.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði keppir í tugþraut á Ítalíu um helgina

Einar Daði Lárusson, tugþrautarkappi úr ÍR, er á leiðinni til Ítalíu þar sem hann keppnir á stigamóti IAAF í tugþraut um helgina. Einar Daði mun þar reyna við lágmörkin inn á Ólympíuleikana í London og EM í Finnlandi.

Sport
Fréttamynd

Ásgeir og Jórunn Íslandsmeistarar í loftskammbyssu

Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur, urðu um helgina Íslandsmeistarar í loftskammbyssu. Þetta var sjötta árið í röð sem Ásgeir verður Íslandsmeistari en Jórunn varð einnig Íslandsmeistari kvenna í loftriffli.

Sport
Fréttamynd

Sigurjón elsti ofurhlauparinn og stóð sig vel

Sigurjón Sigurbjörnsson, Íslandsmeistari í 100 kílómetra hlaupi, stóð sig með ágætum í Evrópu- og heimsmeistarakeppni ofurhlaupara sem fram fór í Seregno á Ítalíu um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Afturelding komin í úrslit í blaki kvenna í fyrsta sinn

Afturelding tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna eftir sigur á Þróttur Reykjavík í oddaleik að Varmá í kvöld. Fyrir leikinn hafði hvort lið sigrað einn leik og því var þetta hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti núverandi Íslandsmeisturum í Þrótti Neskaupsstað.

Sport
Fréttamynd

Flottur sigur hjá hokkýstrákunum

Íslenska karlalandsliðið í íshokký heldur áfram að gera það gott í A-riðli 2. deildar HM en Ísland vann í kvöld sinn annan leik í röð í keppninni. Að þessu sinni vann liðið flottan sigur á liði Serba, 5-3.

Sport