Sport

Helga Margrét segir skilið við Agne Bergvall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Margrét ásamt Agne Bergvall.
Helga Margrét ásamt Agne Bergvall. Mynd / Fésbókarsíða Helgu Margrétar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vésteini Hafsteinssyni umboðsmanni hennar.

„Ástæðan fyrir þessu er sú að samstarfið hefur ekki skilað þeim árangri/framförum/bætingum sem Helga Margrét hafði væntingar til," segir í fréttatilkynningunni.

Helga Margrét er kominn til Íslands þar sem hún mun æfa undir handleiðslu hennar fyrsta þjálfara, Guðmundar Hólmars Jónssonar. Þá verður Vésteinn Hafsteinsson áfram í samvinnnu við Helgu Margréti.

Helsta markmið Helgu Margrétar þessa dagana er að ná lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið í Helsinki og Ólympíuleikana í London í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×