Ásdís, Ásgeir, Eygló, Ragna og Þorbjörg fengu öll flottan styrk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2012 13:00 Allir styrkþegarnir samankomnir. Mynd/Landsbanki Íslands Tólf framúrskarandi íþróttamenn fengu í gær úthlutað afreksstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fimm fá styrk að upphæð 400.000 krónur, en þeir eru allir í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíðarinnar, hver að upphæð 200.000 krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn veitir afreksstyrki með þessum hætti en þeir verða veittir árlega hér eftir. Samtals námu afreksstyrkir Landsbankans í ár 3,4 milljónum króna og bárust alls 120 umsóknir um þá. Markmið með styrkveitingunni er að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklings- eða paraíþróttir. Allir styrkþegar hafa náð langt hver á sínu sviði og geta státað af framúrskarandi árangri bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Í hópi styrkþega eru þrír frjálsíþróttamenn, þrír sundmenn, tveir skíðamenn og einn úr badminton, skák, skotfimi og skylmingum.Eftirtaldir hlutu afreksstyrki að upphæð 400.000 kr. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona í Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimimaður í Skotfimifélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona í Sundfélaginu Ægi Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona í TBR Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona í Skylmingafélagi ReykjavíkurEftirtaldir hlutu afreksstyrki framtíðarinnar að upphæð 200.000 kr. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona í ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður í Sundfélaginu Ægi Freydís Halla Einarsdóttir, skíðakona í Ármanni Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttamaður í ÍR Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður í Taflfélaginu Helli Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni og Landssambandi fatlaðra María Guðmundsdóttir, skíðakona úr Skíðafélagi AkureyrarÍ dómnefnd afreksstyrkja sátu Þórdís Lilja Gísladóttir lektor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður dómnefndar, Ómar Bragi Stefánsson verkefnastjóri hjá UMFÍ og Atli Hilmarsson, handknattleiksþjálfari og starfsmaður Landsbankans. Skipan dómnefndar er í samræmi við þá stefnu bankans að fagfólk utan hans myndi jafnan meirihluta í dómnefnd. Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Tólf framúrskarandi íþróttamenn fengu í gær úthlutað afreksstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fimm fá styrk að upphæð 400.000 krónur, en þeir eru allir í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíðarinnar, hver að upphæð 200.000 krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn veitir afreksstyrki með þessum hætti en þeir verða veittir árlega hér eftir. Samtals námu afreksstyrkir Landsbankans í ár 3,4 milljónum króna og bárust alls 120 umsóknir um þá. Markmið með styrkveitingunni er að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklings- eða paraíþróttir. Allir styrkþegar hafa náð langt hver á sínu sviði og geta státað af framúrskarandi árangri bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Í hópi styrkþega eru þrír frjálsíþróttamenn, þrír sundmenn, tveir skíðamenn og einn úr badminton, skák, skotfimi og skylmingum.Eftirtaldir hlutu afreksstyrki að upphæð 400.000 kr. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona í Ármanni Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimimaður í Skotfimifélagi Reykjavíkur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona í Sundfélaginu Ægi Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona í TBR Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona í Skylmingafélagi ReykjavíkurEftirtaldir hlutu afreksstyrki framtíðarinnar að upphæð 200.000 kr. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona í ÍR Anton Sveinn McKee, sundmaður í Sundfélaginu Ægi Freydís Halla Einarsdóttir, skíðakona í Ármanni Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttamaður í ÍR Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður í Taflfélaginu Helli Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni og Landssambandi fatlaðra María Guðmundsdóttir, skíðakona úr Skíðafélagi AkureyrarÍ dómnefnd afreksstyrkja sátu Þórdís Lilja Gísladóttir lektor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formaður dómnefndar, Ómar Bragi Stefánsson verkefnastjóri hjá UMFÍ og Atli Hilmarsson, handknattleiksþjálfari og starfsmaður Landsbankans. Skipan dómnefndar er í samræmi við þá stefnu bankans að fagfólk utan hans myndi jafnan meirihluta í dómnefnd.
Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira