Skyndiákvörðun að koma heim Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. júní 2012 08:00 Helga fær eitt eða tvö tækifæri í viðbót til þess að komast á Ólympíuleikana og hún ætlar að nýta þau tækifæri vel.fréttablaðið/vilhelm „Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi." Innlendar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira
„Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira