Íþróttir Safina brjálaðist eftir tap í úrslitunum Svetlana Kuznetsova vann opna franska meistaramótið í tennis á Roland Garros í dag. Hún lagði löndu sína frá Rússlandi, Dinöru Safinu 2-0, en Safina er í efsta sæti heimslistans. Sport 6.6.2009 16:05 Svíi í úrslitin á opna franska Svíinn Robin Soderling er kominn í úrslit á opna franska meistaramótinu á Roland Garros í tennis. Soderling vann Fernando Gonzales í æsispennandi og skemmtilegum maraþonleik. Sport 5.6.2009 14:46 Ísland með næstflest gullverðlaun eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi er lokið á Smáþjóðaleikunum í Kýpur og hafa íslensku keppendurnir farið vel af stað og eru nítján sinnum búnir að ná verðlaunapalli. Heimamenn í Kýpur hafa oftast verið á verðlaunapalli eða þrjátíu og þrisvar og þar af talið eru tólf gullverðlaun. Sport 2.6.2009 20:24 Draumur Federer um sigur á Opna franska enn á lífi Tenniskappinn Roger Federer hélt draumi sínum á floti um að vinna sinn fyrsta sigur á Opna franska mótinu með því að bera sigurorð af Tommy Haas í fimm hrinu rimmu í dag. Haas vann fyrstu tvær hrinurnar en Federer kom sterkur til baka og tók þrjár næstu, 6-4, 6-0 og 6-2, og komst áfram í átta-manna úrslit. Sport 1.6.2009 14:42 Serena Williams komst áfram á Opna franska Hin bandaríska Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér farseðilinn í átta-manna úrslitum á Opna franska mótinu í tennis í dag en það gerði hún eftir öruggan sigur gegn Aleksöndru Woniak í tveimur settum, 6-1 og 6-2. Sport 1.6.2009 12:13 Smáþjóðaleikarnir settir í dag - Keppni hefst á morgun Smáþjóðaleikarnir verða settir á Kýpur í dag og standa þeir til 6. júní en þetta er í 13. sinn sem leikarnir eru haldnir. Íslendingar eiga 126 fulltrúa á leikunum að þessu sinni sem munu keppa í tíu keppnisgreinum. Sport 1.6.2009 11:09 Ragnheiður setti Íslandsmet Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, bætti í kvöld eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi í 25 metra laug. Sport 22.5.2009 23:09 Orlando lagði Cleveland á útivelli Orlando Magic vann óvæntan útisigur, 107-106, á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þetta var fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni. Körfubolti 21.5.2009 09:10 Töframarkið klárlega bleiku skónum að þakka Andri Fannar Stefánsson skoraði stórbrotið mark í sigri KA á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í kvöld. Hann smellhitti boltann þegar hann kom svífandi úr loftinu, þrumaði honum með ristinni í stöngina og inn, fjær. Andri er fæddur árið 1991 og er mikið efni. Hann var maður leiksins á vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 15.5.2009 21:49 Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Íslenski boltinn 10.5.2009 16:14 King handtekinn vegna árásar í næturklúbbi Enski landsliðsmaðurinn Ledley King, sem er fyrirliði Tottenham, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í London í nótt vegna gruns um líkamsárás. King hefur þegar verið yfirheyrður vegna kæru sem kom frá manni á þrítugsaldri. Enski boltinn 10.5.2009 09:23 Ásdís kastaði yfir 60 metrana Ásdís Hjálmsdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í spjótkasti þegar hún kastaði 60,42 metra á níunda Vetrarkastmóti Frjálsíþróttasambands Evrópu sem fram fór á Tenerife á Kanaríeyjum. Sport 15.3.2009 12:43 Viktor og Fríða Rún Íslandsmeistarar í fjölþraut Viktor Kristmannsson og Fríða Rún Einarsdóttir, bæði úr Gerplu urðu í kvöld Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum. Viktor varð meistari sjöunda árið í röð en Fríða Rún var að vinna í fyrsta sinn. Sport 14.3.2009 19:44 Blanka er best í heimi - nema á stóru mótunum Blanka Vlasic er að flestra mati besti hástökkvari heims í kvennaflokki eða þar til kemur að stórmótunum. Sport 9.3.2009 09:36 SÍ lýsir yfir áhyggjum af uppsögnum Samtök íþróttafréttamanna samþykktu á félagsfundi sínum í dag ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af uppsögnum íþróttafréttamanna sem hafa átt sér stað að undanförnu. Sport 11.12.2008 17:06 Utan vallar í kvöld Þátturinn Utan vallar verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem afreksstefna íþróttafélaganna í landinu verður til umfjöllunar. Sport 20.11.2008 12:24 Rússar rúlluðu yfir Kóreumenn Rússar fóru létt með Suður Kóreu, 29-22, í lokaumferð B-riðils í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking í nótt. Rússar höfðu yfirburði allan leikinn og leiddu í hálfleik, 17-12. Handbolti 18.8.2008 08:31 Þórey Edda í stangarstökki í Peking - myndir Þórey Edda Elísdóttir keppti í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Henni tókst ekki að komast í úrslit. Hún reyndi þrívegis að stökkva yfir 4,30 metra án árangurs eftir að hafa stokkið auðveldlega yfir 4,15 metra. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók þessar myndir af Þóreyju Eddu í nótt. Sport 16.8.2008 08:50 Þórey Edda komst ekki áfram Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir komst ekki áfram í úrslit stangarstökkskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Hún stökk yfir 4,15 metra en felldi síðan 4,30 metra í þrígang. Sport 16.8.2008 08:46 Sigrún Brá bætti eigið Íslandsmet Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni, bætti í dag Íslandsmet sitt í 200 metra skriðsundi á aldursflokkameistaramóti Íslands í Reykjanesbæ. Sport 22.6.2008 20:54 Rúnar Kristinsson Var valinn efnilegastur á Íslandsmótinu 1987 en fór ekki atvinnumennsku fyrr en 1994 eftir að hafa orðið bikarmeistari með KR. Átti langan og gæfusaman atvinnumannaferil þar sem hann lék í Svíþjóð, Noregi og Belgíu. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:54 Sigurður Jónsson Varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1984, átján ára gamall, og gekk í kjölfarið til liðs við Sheffield Wednesday. Þar lék hann í fjögur ár og var svo keyptur til Englandsmeistara Arsenal þar sem hann var í tvö ár. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:51 Helgi og Tinna áfram Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir komust í morgun áfram í aðra umferð í tvenndarleik á Evrópumótinu í badminton sem fer fram í Danmörku. Sport 16.4.2008 10:26 Atli Eðvaldsson Er enn þekktur í Þýskalandi fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í leik árið 1983. Það gerðist á laugardegi og sólarhring síðar var hann mættur á Laugardalsvöll þar sem hann tryggði Íslandi 1-0 sigur á Möltu. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:48 Guðni Bergsson Valsari í húð og hár en hann hóf ferilinn þar árið 1983 og varð Íslandsmeistari með liðinu í tvígang, árin 1985 og 1987, áður en hann gekk til liðs við Tottenham í upphafi árs 1989. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:45 Ásgeir Sigurvinsson Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:43 Eiður Smári Guðjohnsen Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins. Íslenski boltinn 11.4.2008 08:52 Albert Guðmundsson Brautryðjandi í íslenskri knattspyrnu. Fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum. Íslenski boltinn 10.4.2008 08:58 Byrjunarlið kvöldsins í Meistaradeildinni Átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld og eru Manchester United og Barcelona í vænlegri stöðu. Búið er að tilkynna byrjunarliðin. Fótbolti 9.4.2008 17:45 Ríkharður Jónsson Var í fyrsta landsliðshópi Íslands sem mætti Dönum árið 1946, þá sextán ára gamall. Hann kom ekki við sögu í leiknum en lék alla landsleiki Íslands næstu þrettán árin og skoraði í þeim sautján mörk. Íslenski boltinn 9.4.2008 09:27 « ‹ 54 55 56 57 58 59 60 61 62 … 334 ›
Safina brjálaðist eftir tap í úrslitunum Svetlana Kuznetsova vann opna franska meistaramótið í tennis á Roland Garros í dag. Hún lagði löndu sína frá Rússlandi, Dinöru Safinu 2-0, en Safina er í efsta sæti heimslistans. Sport 6.6.2009 16:05
Svíi í úrslitin á opna franska Svíinn Robin Soderling er kominn í úrslit á opna franska meistaramótinu á Roland Garros í tennis. Soderling vann Fernando Gonzales í æsispennandi og skemmtilegum maraþonleik. Sport 5.6.2009 14:46
Ísland með næstflest gullverðlaun eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi er lokið á Smáþjóðaleikunum í Kýpur og hafa íslensku keppendurnir farið vel af stað og eru nítján sinnum búnir að ná verðlaunapalli. Heimamenn í Kýpur hafa oftast verið á verðlaunapalli eða þrjátíu og þrisvar og þar af talið eru tólf gullverðlaun. Sport 2.6.2009 20:24
Draumur Federer um sigur á Opna franska enn á lífi Tenniskappinn Roger Federer hélt draumi sínum á floti um að vinna sinn fyrsta sigur á Opna franska mótinu með því að bera sigurorð af Tommy Haas í fimm hrinu rimmu í dag. Haas vann fyrstu tvær hrinurnar en Federer kom sterkur til baka og tók þrjár næstu, 6-4, 6-0 og 6-2, og komst áfram í átta-manna úrslit. Sport 1.6.2009 14:42
Serena Williams komst áfram á Opna franska Hin bandaríska Serena Williams átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér farseðilinn í átta-manna úrslitum á Opna franska mótinu í tennis í dag en það gerði hún eftir öruggan sigur gegn Aleksöndru Woniak í tveimur settum, 6-1 og 6-2. Sport 1.6.2009 12:13
Smáþjóðaleikarnir settir í dag - Keppni hefst á morgun Smáþjóðaleikarnir verða settir á Kýpur í dag og standa þeir til 6. júní en þetta er í 13. sinn sem leikarnir eru haldnir. Íslendingar eiga 126 fulltrúa á leikunum að þessu sinni sem munu keppa í tíu keppnisgreinum. Sport 1.6.2009 11:09
Ragnheiður setti Íslandsmet Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, bætti í kvöld eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi í 25 metra laug. Sport 22.5.2009 23:09
Orlando lagði Cleveland á útivelli Orlando Magic vann óvæntan útisigur, 107-106, á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þetta var fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni. Körfubolti 21.5.2009 09:10
Töframarkið klárlega bleiku skónum að þakka Andri Fannar Stefánsson skoraði stórbrotið mark í sigri KA á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í kvöld. Hann smellhitti boltann þegar hann kom svífandi úr loftinu, þrumaði honum með ristinni í stöngina og inn, fjær. Andri er fæddur árið 1991 og er mikið efni. Hann var maður leiksins á vellinum í kvöld. Íslenski boltinn 15.5.2009 21:49
Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Íslenski boltinn 10.5.2009 16:14
King handtekinn vegna árásar í næturklúbbi Enski landsliðsmaðurinn Ledley King, sem er fyrirliði Tottenham, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í London í nótt vegna gruns um líkamsárás. King hefur þegar verið yfirheyrður vegna kæru sem kom frá manni á þrítugsaldri. Enski boltinn 10.5.2009 09:23
Ásdís kastaði yfir 60 metrana Ásdís Hjálmsdóttir bætti í morgun eigið Íslandsmet í spjótkasti þegar hún kastaði 60,42 metra á níunda Vetrarkastmóti Frjálsíþróttasambands Evrópu sem fram fór á Tenerife á Kanaríeyjum. Sport 15.3.2009 12:43
Viktor og Fríða Rún Íslandsmeistarar í fjölþraut Viktor Kristmannsson og Fríða Rún Einarsdóttir, bæði úr Gerplu urðu í kvöld Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum. Viktor varð meistari sjöunda árið í röð en Fríða Rún var að vinna í fyrsta sinn. Sport 14.3.2009 19:44
Blanka er best í heimi - nema á stóru mótunum Blanka Vlasic er að flestra mati besti hástökkvari heims í kvennaflokki eða þar til kemur að stórmótunum. Sport 9.3.2009 09:36
SÍ lýsir yfir áhyggjum af uppsögnum Samtök íþróttafréttamanna samþykktu á félagsfundi sínum í dag ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af uppsögnum íþróttafréttamanna sem hafa átt sér stað að undanförnu. Sport 11.12.2008 17:06
Utan vallar í kvöld Þátturinn Utan vallar verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem afreksstefna íþróttafélaganna í landinu verður til umfjöllunar. Sport 20.11.2008 12:24
Rússar rúlluðu yfir Kóreumenn Rússar fóru létt með Suður Kóreu, 29-22, í lokaumferð B-riðils í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking í nótt. Rússar höfðu yfirburði allan leikinn og leiddu í hálfleik, 17-12. Handbolti 18.8.2008 08:31
Þórey Edda í stangarstökki í Peking - myndir Þórey Edda Elísdóttir keppti í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Henni tókst ekki að komast í úrslit. Hún reyndi þrívegis að stökkva yfir 4,30 metra án árangurs eftir að hafa stokkið auðveldlega yfir 4,15 metra. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók þessar myndir af Þóreyju Eddu í nótt. Sport 16.8.2008 08:50
Þórey Edda komst ekki áfram Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir komst ekki áfram í úrslit stangarstökkskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í nótt. Hún stökk yfir 4,15 metra en felldi síðan 4,30 metra í þrígang. Sport 16.8.2008 08:46
Sigrún Brá bætti eigið Íslandsmet Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni, bætti í dag Íslandsmet sitt í 200 metra skriðsundi á aldursflokkameistaramóti Íslands í Reykjanesbæ. Sport 22.6.2008 20:54
Rúnar Kristinsson Var valinn efnilegastur á Íslandsmótinu 1987 en fór ekki atvinnumennsku fyrr en 1994 eftir að hafa orðið bikarmeistari með KR. Átti langan og gæfusaman atvinnumannaferil þar sem hann lék í Svíþjóð, Noregi og Belgíu. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:54
Sigurður Jónsson Varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1984, átján ára gamall, og gekk í kjölfarið til liðs við Sheffield Wednesday. Þar lék hann í fjögur ár og var svo keyptur til Englandsmeistara Arsenal þar sem hann var í tvö ár. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:51
Helgi og Tinna áfram Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir komust í morgun áfram í aðra umferð í tvenndarleik á Evrópumótinu í badminton sem fer fram í Danmörku. Sport 16.4.2008 10:26
Atli Eðvaldsson Er enn þekktur í Þýskalandi fyrir mörkin fimm sem hann skoraði fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Eintracht Frankfurt í leik árið 1983. Það gerðist á laugardegi og sólarhring síðar var hann mættur á Laugardalsvöll þar sem hann tryggði Íslandi 1-0 sigur á Möltu. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:48
Guðni Bergsson Valsari í húð og hár en hann hóf ferilinn þar árið 1983 og varð Íslandsmeistari með liðinu í tvígang, árin 1985 og 1987, áður en hann gekk til liðs við Tottenham í upphafi árs 1989. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:45
Ásgeir Sigurvinsson Varð á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er hann lék með landsliðinu árið 1972, sautján ára gamall. Lék í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til Bayern München árið 1981 og ári síðar til Stuttgart þar sem hann lék þar til hann hætti árið 1990. Íslenski boltinn 11.4.2008 23:43
Eiður Smári Guðjohnsen Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins. Íslenski boltinn 11.4.2008 08:52
Albert Guðmundsson Brautryðjandi í íslenskri knattspyrnu. Fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum. Íslenski boltinn 10.4.2008 08:58
Byrjunarlið kvöldsins í Meistaradeildinni Átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld og eru Manchester United og Barcelona í vænlegri stöðu. Búið er að tilkynna byrjunarliðin. Fótbolti 9.4.2008 17:45
Ríkharður Jónsson Var í fyrsta landsliðshópi Íslands sem mætti Dönum árið 1946, þá sextán ára gamall. Hann kom ekki við sögu í leiknum en lék alla landsleiki Íslands næstu þrettán árin og skoraði í þeim sautján mörk. Íslenski boltinn 9.4.2008 09:27