Valsari í húð og hár en hann hóf ferilinn þar árið 1983 og varð Íslandsmeistari með liðinu í tvígang, árin 1985 og 1987, áður en hann gekk til liðs við Tottenham í upphafi árs 1989. Þar fór hann beint í aðalliðið og lék alls 71 leik á þeim fjórum árum sem hann var hjá félaginu. Hann gerði stutt stopp hjá Val sumarið 1994 en gekk svo til liðs við Bolton um haustið þar sem hann lék í níu ár, lék 270 leiki og skoraði 23 mörk. Enn í dag er hann talinn einn allra besti leikmaður sem hefur leikið með Bolton frá stofnun félagsins. Hann var á sínum tíma leikjahæsti leikmaður landsliðsins þrátt fyrir fimm ára fjarveru. Hann var landsliðsfyrirliði í 30 leikjum.
Landsleikir: 80/1
Guðni Bergsson
Mest lesið
„Förum ekki fram úr okkur“
Enski boltinn
Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953
Enski boltinn
Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni
Íslenski boltinn