Íþróttir Tap fyrir Tékkum og HM-draumurinn úti Íslenska kvennalandsliðið tapaði 4-2 fyrir Tékkum á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM í knattspyrnu og því ljóst að liðið kemst ekki á HM. Tékkar komust yfir strax í upphafi leiks, en eftir að íslenska liðið náði að komast yfir 2-1, hrundi leikur þess í síðari hálfleik. Sport 19.8.2006 17:59 Grönholm leiðir enn Heimamaðurinn Marcus Grönholm hefur góða forystu þegar öðrum keppnisdeginum í Finnlandsrallinu er lokið. Grönholm, sem ekur á Ford, hefur rúma mínútu í forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb sem ekur á Citroen, en landi Grönholm Mikko Hirvonen á Ford er enn í þriðja sætinu. Sport 19.8.2006 17:07 Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu. Golf 19.8.2006 17:04 Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Nú er kominn hálfleikur í leik Íslendinga og Tékka í undankeppni HM í knattspyrnu og er staðan jöfn 2-2. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Sport 19.8.2006 16:59 Bolton í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í lokaviðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bolton hefur yfir 2-0 gegn Tottenham á heimavelli sínum. Kevin Davies skoraði fyrra mark Bolton með skalla eftir hornspyrnu eftir auman varnarleik gestanna og síðara markið var þrumufleygur Ivan Campo af meira en 30 metra færi. Sport 19.8.2006 16:47 Hannover steinlá Hannover 96 tapaði í dag 4-0 fyrir Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er liðið því neðst í deildinni án stiga eftir tvær umferðir. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover í dag, frekar en í fyrsta leik liðsins á dögunum. Fótbolti 19.8.2006 16:41 Frábær byrjun hjá Reading Nýliðar Reading byrjuðu vel í opnunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar liðið vann frábæran 3-2 sigur á Middlesbrough á heimavelli sínum eftir að hafa lent undir 2-0. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og lagði upp jöfnunarmark liðsins, en það var Leroy Lita sem skoraði sigurmark nýliðanna í upphafi síðari hálfleiks. Sport 19.8.2006 15:55 Enska úrvalsdeildin er maraþonhlaup Rafa Benitez hafði ekki miklar áhyggjur af því að hafa tapað tveimur stigum í fyrsta leik sínum með Liverpool á leiktíðinni í dag og líkti keppni í ensku úrvalsdeildinni við maraþonhlaup, aðeins væri búinn kílómeter af hlaupinu og því engin ástæða til að örvænta. Hann hefur þó meiri áhyggjur af þeim leikmönnum sem hann missti í meiðsli í leiknum gegn Sheffield United í dag. Sport 19.8.2006 15:33 Liverpool átti aldrei að fá víti Neil Warnock var afar ósáttur við ákvörðun Rob Styles dómara í dag þegar hann dæmdi Liverpool vítaspyrnu sem Robbie Fowler skoraði úr og tryggði Liverpool stig gegn nýliðum Sheffield United. Warnock sagði dómarann hafa átt ágætan leik fyrir utan þessi afdrifaríku mistök, en var að öðru leiti sáttur við stigið. Styles dómari ver ákvörðun sína og segist viss um að Steven Gerrard hafi verið brugðið innan teigs. Sport 19.8.2006 15:20 Frábær endurkoma hjá Reading Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mesta fjörið er án efa á leik Reading og Middlesbrough á Majeski vellinum í Reading, þar sem heimamenn skoruðu tvö mörk undir lok hálfleiksins og jöfnuðu eftir að hafa lent undir 2-0. Sport 19.8.2006 14:51 Tefli Malbranque ekki fram þó það kosti mig starfið Chris Coleman segir það ekki koma til greina að tefla franska miðjumanninum Steed Malbranque fram með liði Fulham í vetur, jafnvel þó það kosti sig starfið. Malbranque hefur verið til sífelldra vandræða hjá félaginu í sumar og er Coleman algjörlega búinn að missa alla þolinmæði gagnvart honum. Sport 19.8.2006 14:18 Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Middlesbrough í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í sögu félagsins. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk liðsins. Leikurinn hefst nú klukkan 14 eins og fimm aðrir leikir, en síðasti leikur dagsins er svo viðureign Bolton og Tottenham klukkan 16:15. Sport 19.8.2006 14:01 Liverpool náði aðeins jafntefli við nýliðana Leikmenn Liverpool naga sig eflaust í handabökin í dag eftir að hafa aðeins náð jafntefli við nýliða Sheffield United í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United komst yfir eftir 52 sekúndur í síðari hálfleik með marki frá Rob Hulse, en Robbie Fowler jafnaði úr víti fyrir Liverpool eftir að Steven Gerrard var brugðið innan teigs. Sport 19.8.2006 13:43 Jones sögð hafa fallið á lyfjaprófi Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur enn á ný verið borin þungum sökum um lyfjamisnotkun, nú síðast eftir að hún dró sig úr keppni á Gullmótinu í Zurich sem stendur nú yfir í Sviss. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum tala nú um að komið sé í ljós að hún hafi fallið á lyfjaprófi á móti í heimalandi sínu í sumar. Sport 19.8.2006 13:31 Lyon samþykkir að selja Diarra Frönsku meistararnir í Lyon hafa loks gefið eftir og hafa samþykkt að selja Malímanninn Mahamadou Diarra til Real Madrid. Talið er að kaupverðið sé um 17 milljónir punda, en Diarra hafði krafist þess að fá að fara til Spánar og hótaði að fara í verkfall ef forráðamenn franska félagsins yrðu ekki að kröfum hans. Fótbolti 19.8.2006 13:27 Vel heppnuð endurkoma hjá Holyfield Gamla brýnið Evander Holyfield átti vel heppnaða endurkomu í hnefaleikahringinn í Dallas í nótt þegar hann sigraði Jeremy Bates á tæknilegu rothöggi í annari lotu. Holyfield hafði ekki riðið feitum hesti fyrir bardagann og var sigur hans sá fyrsti síðan árið 2002. Hann stefnir á að koma sér aftur á toppinn á næsta ári og verða heimsmeistri í þungavigt í fimmta sinn á ferlinum. Sport 19.8.2006 13:09 Sigur í fyrsta leik hjá Bandaríkjamönnum Lið Bandaríkjanna vann sinn fyrsta leik á HM í körfubolta þegar það lagði lið Portó Ríkó 111-100. Bandaríkjamennirnir voru í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik og lentu þá undir í leiknum, en sigur þeirra var nokkuð öruggur þegar upp var staðið. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði BNA með 21 stig og þeir LeBron James og Kirk Hinrich skoruðu 15 stig hvor. Chris Paul skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum. Körfubolti 19.8.2006 12:56 Jafnt í hálfleik á Bramall Lane Keppni í ensku úrvalsdeildinni er nú formlega hafin og flautað hefur verið til hálfleiks í fyrsta leik dagsins sem er viðureign nýliða Sheffield United og Liverpool á Bramall Lane. Staðan er enn 0-0, en þar ber hæst að norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise var borinn meiddur af velli um miðbik hálfleiksins og félagi hans Jamie Carragher er sömuleiðis farinn meiddur af velli. Sport 19.8.2006 12:48 Óvíst hvað tekur við í haust Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. Fótbolti 18.8.2006 21:16 Fram í Landsbankadeild Fram tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt að velli 1-0 á Valbjarnarvelli. Það var Chris Vorenkamp sem skoraði sigurmark Fram um miðbik síðari hálfleiksins. Tap Þróttar gæti átt eftir að reynast liðinu afar dýrt, því liðið er nú fimm stigum á eftir HK sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.8.2006 21:02 FIFA rannsakar nasistakveðjur Króata Króatíska knattspyrnusambandið hefur þurft að svara til saka fyrir hönd stuðningsmanna landsliðsins sem voru með nasistaáróður á vináttuleik Króata og Ítala á dögunum. Hegðun stuðningsmannanna er litin mjög alvarlegum augum hjá FIFA og gætu króatar átt yfir höfði sér harðar refsingar vegna þessa. Sport 18.8.2006 20:14 Grönholm með forystu Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford hefur 12 sekúndna forystu á Sebastien Loeb á Citroen eftir fyrsta keppnisdaginn í Finnlandsrallinu. Grönholm byrjaði vel í dag og vann þrjár af fyrstu fjórum sérleiðunum við erfiðar aðstæður. Finninn hefur unnið keppni þessa fimm sinnum á síðustu sex árum, en heimsmeistarinn Loeb hefur enn ekki náð að sigra í þessari keppni. Hann hefur þó enn þægilegt 33 stiga forskot í stigakeppninni til heimsmeistara. Sport 18.8.2006 20:06 Powell jafnar heimsmetið aftur Spretthlauparinn Asafa Powell jafnaði heimsmet sitt og Justin Gatlin í 100 metra hlaupi karla í kvöld þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 9,77 sekúndum á Gullmótinu í Zurich. Þetta er í þriðja sinn sem Powell hleypur á heimsmetstímanum, en Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay varð annar í kvöld á persónulegu meti, 9,84 sekúndum. Sport 18.8.2006 19:44 Mannætan á leið til Chelsea Englandsmeistarar Chelsea hafa fengið tilboð sitt í hollenska landsliðsvarnarmanninn Khalid Boulahrouz hjá HSV í Þýskalandi samþykkt og því á leikmaðurinn aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá enska félaginu. Boulahrouz var áberandi með hollenska landsliðinu á HM og er sagður geta spilað allar fjórar varnarstöðurnar. Sport 18.8.2006 18:35 Stenson tekur forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins höggs forystu eftir tvær umferðir á USPGA mótinu sem nú stendur yfir á Medinah vellinum í Chicago. Stenson lék annan hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari og er því einu höggi á undan Davis Lowe III sem vann sigur á mótinu árið 1997. Bein útsending verður frá mótinu á Sýn í kvöld. Golf 18.8.2006 18:27 Forráðamenn Espanyol kæra Barcelona Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Espanyol sendu spænska knattspyrnusambandinu kærubréf skömmu fyrir fyrri leik liðsins gegn Barcelona í meistarakeppninni í gær, því þeir segja granna sína hafa brotið reglur FIFA þegar þeir tefldu þeim Xavi og Carles Puyol fram í leiknum. Fótbolti 18.8.2006 16:51 Ósáttur við vinnubrögð Real Madrid Arsene Wenger er lítt hrifinn af vinnubrögðum stjórnar spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid og segir endalausar yfirlýsingar félagsins um leikmannakaup koma sér afar illa fyrir leikmenn annara liða. Fótbolti 18.8.2006 16:43 Tony Parker fingurbrotinn og missir af HM Leikstjórnandinn Tony Parker getur ekki leikið með Frökkum á HM í körfubolta sem hefst í Japan á morgun eftir að í ljós kom að hann er fingurbrotinn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir franska landsliðið sem mætir gríðarlega sterku liði Argentínu strax í fyrsta leik sínum á morgun. Parker hefur þegar verið beðinn um að snúa aftur í herbúðir San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, þar sem hann mun fá læknismeðferð. Körfubolti 18.8.2006 16:23 Beiðni Juventus vísað frá Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafði ekki erindi sem erfiði í dag þegar forráðamenn þess áttu lokafund með ítalska knattspyrnusambandinu þar sem þeir reyndu að fá dóm félagsins mildaðan. Juventus þarf því að hefja leik í B-deildinni þar í landi með 17 sig í mínus eins og staðfest var fyrir dómi á dögunum. Fótbolti 18.8.2006 16:37 James, Wade og Anthony fyrirliðar Mike Krzyzewski, þjálfari körfuboltalandsliðs Bandaríkjanna, hefur útnefnt þá LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony sem fyrirliða liðsins á HM sem hefst í Japan á morgun. Þremenningarnir komu allir inn í NBA deildina árið 2003 og eru stigahæstu leikmenn bandaríska liðsins í þeim fimm undirbúningsleikjum sem það hefur spilað að undanförnu. Körfubolti 18.8.2006 16:18 « ‹ 161 162 163 164 165 166 167 168 169 … 334 ›
Tap fyrir Tékkum og HM-draumurinn úti Íslenska kvennalandsliðið tapaði 4-2 fyrir Tékkum á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM í knattspyrnu og því ljóst að liðið kemst ekki á HM. Tékkar komust yfir strax í upphafi leiks, en eftir að íslenska liðið náði að komast yfir 2-1, hrundi leikur þess í síðari hálfleik. Sport 19.8.2006 17:59
Grönholm leiðir enn Heimamaðurinn Marcus Grönholm hefur góða forystu þegar öðrum keppnisdeginum í Finnlandsrallinu er lokið. Grönholm, sem ekur á Ford, hefur rúma mínútu í forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb sem ekur á Citroen, en landi Grönholm Mikko Hirvonen á Ford er enn í þriðja sætinu. Sport 19.8.2006 17:07
Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu. Golf 19.8.2006 17:04
Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Nú er kominn hálfleikur í leik Íslendinga og Tékka í undankeppni HM í knattspyrnu og er staðan jöfn 2-2. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Sport 19.8.2006 16:59
Bolton í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í lokaviðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bolton hefur yfir 2-0 gegn Tottenham á heimavelli sínum. Kevin Davies skoraði fyrra mark Bolton með skalla eftir hornspyrnu eftir auman varnarleik gestanna og síðara markið var þrumufleygur Ivan Campo af meira en 30 metra færi. Sport 19.8.2006 16:47
Hannover steinlá Hannover 96 tapaði í dag 4-0 fyrir Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er liðið því neðst í deildinni án stiga eftir tvær umferðir. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover í dag, frekar en í fyrsta leik liðsins á dögunum. Fótbolti 19.8.2006 16:41
Frábær byrjun hjá Reading Nýliðar Reading byrjuðu vel í opnunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar liðið vann frábæran 3-2 sigur á Middlesbrough á heimavelli sínum eftir að hafa lent undir 2-0. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og lagði upp jöfnunarmark liðsins, en það var Leroy Lita sem skoraði sigurmark nýliðanna í upphafi síðari hálfleiks. Sport 19.8.2006 15:55
Enska úrvalsdeildin er maraþonhlaup Rafa Benitez hafði ekki miklar áhyggjur af því að hafa tapað tveimur stigum í fyrsta leik sínum með Liverpool á leiktíðinni í dag og líkti keppni í ensku úrvalsdeildinni við maraþonhlaup, aðeins væri búinn kílómeter af hlaupinu og því engin ástæða til að örvænta. Hann hefur þó meiri áhyggjur af þeim leikmönnum sem hann missti í meiðsli í leiknum gegn Sheffield United í dag. Sport 19.8.2006 15:33
Liverpool átti aldrei að fá víti Neil Warnock var afar ósáttur við ákvörðun Rob Styles dómara í dag þegar hann dæmdi Liverpool vítaspyrnu sem Robbie Fowler skoraði úr og tryggði Liverpool stig gegn nýliðum Sheffield United. Warnock sagði dómarann hafa átt ágætan leik fyrir utan þessi afdrifaríku mistök, en var að öðru leiti sáttur við stigið. Styles dómari ver ákvörðun sína og segist viss um að Steven Gerrard hafi verið brugðið innan teigs. Sport 19.8.2006 15:20
Frábær endurkoma hjá Reading Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mesta fjörið er án efa á leik Reading og Middlesbrough á Majeski vellinum í Reading, þar sem heimamenn skoruðu tvö mörk undir lok hálfleiksins og jöfnuðu eftir að hafa lent undir 2-0. Sport 19.8.2006 14:51
Tefli Malbranque ekki fram þó það kosti mig starfið Chris Coleman segir það ekki koma til greina að tefla franska miðjumanninum Steed Malbranque fram með liði Fulham í vetur, jafnvel þó það kosti sig starfið. Malbranque hefur verið til sífelldra vandræða hjá félaginu í sumar og er Coleman algjörlega búinn að missa alla þolinmæði gagnvart honum. Sport 19.8.2006 14:18
Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Middlesbrough í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í sögu félagsins. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk liðsins. Leikurinn hefst nú klukkan 14 eins og fimm aðrir leikir, en síðasti leikur dagsins er svo viðureign Bolton og Tottenham klukkan 16:15. Sport 19.8.2006 14:01
Liverpool náði aðeins jafntefli við nýliðana Leikmenn Liverpool naga sig eflaust í handabökin í dag eftir að hafa aðeins náð jafntefli við nýliða Sheffield United í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United komst yfir eftir 52 sekúndur í síðari hálfleik með marki frá Rob Hulse, en Robbie Fowler jafnaði úr víti fyrir Liverpool eftir að Steven Gerrard var brugðið innan teigs. Sport 19.8.2006 13:43
Jones sögð hafa fallið á lyfjaprófi Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur enn á ný verið borin þungum sökum um lyfjamisnotkun, nú síðast eftir að hún dró sig úr keppni á Gullmótinu í Zurich sem stendur nú yfir í Sviss. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum tala nú um að komið sé í ljós að hún hafi fallið á lyfjaprófi á móti í heimalandi sínu í sumar. Sport 19.8.2006 13:31
Lyon samþykkir að selja Diarra Frönsku meistararnir í Lyon hafa loks gefið eftir og hafa samþykkt að selja Malímanninn Mahamadou Diarra til Real Madrid. Talið er að kaupverðið sé um 17 milljónir punda, en Diarra hafði krafist þess að fá að fara til Spánar og hótaði að fara í verkfall ef forráðamenn franska félagsins yrðu ekki að kröfum hans. Fótbolti 19.8.2006 13:27
Vel heppnuð endurkoma hjá Holyfield Gamla brýnið Evander Holyfield átti vel heppnaða endurkomu í hnefaleikahringinn í Dallas í nótt þegar hann sigraði Jeremy Bates á tæknilegu rothöggi í annari lotu. Holyfield hafði ekki riðið feitum hesti fyrir bardagann og var sigur hans sá fyrsti síðan árið 2002. Hann stefnir á að koma sér aftur á toppinn á næsta ári og verða heimsmeistri í þungavigt í fimmta sinn á ferlinum. Sport 19.8.2006 13:09
Sigur í fyrsta leik hjá Bandaríkjamönnum Lið Bandaríkjanna vann sinn fyrsta leik á HM í körfubolta þegar það lagði lið Portó Ríkó 111-100. Bandaríkjamennirnir voru í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik og lentu þá undir í leiknum, en sigur þeirra var nokkuð öruggur þegar upp var staðið. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði BNA með 21 stig og þeir LeBron James og Kirk Hinrich skoruðu 15 stig hvor. Chris Paul skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum. Körfubolti 19.8.2006 12:56
Jafnt í hálfleik á Bramall Lane Keppni í ensku úrvalsdeildinni er nú formlega hafin og flautað hefur verið til hálfleiks í fyrsta leik dagsins sem er viðureign nýliða Sheffield United og Liverpool á Bramall Lane. Staðan er enn 0-0, en þar ber hæst að norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise var borinn meiddur af velli um miðbik hálfleiksins og félagi hans Jamie Carragher er sömuleiðis farinn meiddur af velli. Sport 19.8.2006 12:48
Óvíst hvað tekur við í haust Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. Fótbolti 18.8.2006 21:16
Fram í Landsbankadeild Fram tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt að velli 1-0 á Valbjarnarvelli. Það var Chris Vorenkamp sem skoraði sigurmark Fram um miðbik síðari hálfleiksins. Tap Þróttar gæti átt eftir að reynast liðinu afar dýrt, því liðið er nú fimm stigum á eftir HK sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.8.2006 21:02
FIFA rannsakar nasistakveðjur Króata Króatíska knattspyrnusambandið hefur þurft að svara til saka fyrir hönd stuðningsmanna landsliðsins sem voru með nasistaáróður á vináttuleik Króata og Ítala á dögunum. Hegðun stuðningsmannanna er litin mjög alvarlegum augum hjá FIFA og gætu króatar átt yfir höfði sér harðar refsingar vegna þessa. Sport 18.8.2006 20:14
Grönholm með forystu Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford hefur 12 sekúndna forystu á Sebastien Loeb á Citroen eftir fyrsta keppnisdaginn í Finnlandsrallinu. Grönholm byrjaði vel í dag og vann þrjár af fyrstu fjórum sérleiðunum við erfiðar aðstæður. Finninn hefur unnið keppni þessa fimm sinnum á síðustu sex árum, en heimsmeistarinn Loeb hefur enn ekki náð að sigra í þessari keppni. Hann hefur þó enn þægilegt 33 stiga forskot í stigakeppninni til heimsmeistara. Sport 18.8.2006 20:06
Powell jafnar heimsmetið aftur Spretthlauparinn Asafa Powell jafnaði heimsmet sitt og Justin Gatlin í 100 metra hlaupi karla í kvöld þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 9,77 sekúndum á Gullmótinu í Zurich. Þetta er í þriðja sinn sem Powell hleypur á heimsmetstímanum, en Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay varð annar í kvöld á persónulegu meti, 9,84 sekúndum. Sport 18.8.2006 19:44
Mannætan á leið til Chelsea Englandsmeistarar Chelsea hafa fengið tilboð sitt í hollenska landsliðsvarnarmanninn Khalid Boulahrouz hjá HSV í Þýskalandi samþykkt og því á leikmaðurinn aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá enska félaginu. Boulahrouz var áberandi með hollenska landsliðinu á HM og er sagður geta spilað allar fjórar varnarstöðurnar. Sport 18.8.2006 18:35
Stenson tekur forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins höggs forystu eftir tvær umferðir á USPGA mótinu sem nú stendur yfir á Medinah vellinum í Chicago. Stenson lék annan hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari og er því einu höggi á undan Davis Lowe III sem vann sigur á mótinu árið 1997. Bein útsending verður frá mótinu á Sýn í kvöld. Golf 18.8.2006 18:27
Forráðamenn Espanyol kæra Barcelona Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Espanyol sendu spænska knattspyrnusambandinu kærubréf skömmu fyrir fyrri leik liðsins gegn Barcelona í meistarakeppninni í gær, því þeir segja granna sína hafa brotið reglur FIFA þegar þeir tefldu þeim Xavi og Carles Puyol fram í leiknum. Fótbolti 18.8.2006 16:51
Ósáttur við vinnubrögð Real Madrid Arsene Wenger er lítt hrifinn af vinnubrögðum stjórnar spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid og segir endalausar yfirlýsingar félagsins um leikmannakaup koma sér afar illa fyrir leikmenn annara liða. Fótbolti 18.8.2006 16:43
Tony Parker fingurbrotinn og missir af HM Leikstjórnandinn Tony Parker getur ekki leikið með Frökkum á HM í körfubolta sem hefst í Japan á morgun eftir að í ljós kom að hann er fingurbrotinn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir franska landsliðið sem mætir gríðarlega sterku liði Argentínu strax í fyrsta leik sínum á morgun. Parker hefur þegar verið beðinn um að snúa aftur í herbúðir San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, þar sem hann mun fá læknismeðferð. Körfubolti 18.8.2006 16:23
Beiðni Juventus vísað frá Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafði ekki erindi sem erfiði í dag þegar forráðamenn þess áttu lokafund með ítalska knattspyrnusambandinu þar sem þeir reyndu að fá dóm félagsins mildaðan. Juventus þarf því að hefja leik í B-deildinni þar í landi með 17 sig í mínus eins og staðfest var fyrir dómi á dögunum. Fótbolti 18.8.2006 16:37
James, Wade og Anthony fyrirliðar Mike Krzyzewski, þjálfari körfuboltalandsliðs Bandaríkjanna, hefur útnefnt þá LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony sem fyrirliða liðsins á HM sem hefst í Japan á morgun. Þremenningarnir komu allir inn í NBA deildina árið 2003 og eru stigahæstu leikmenn bandaríska liðsins í þeim fimm undirbúningsleikjum sem það hefur spilað að undanförnu. Körfubolti 18.8.2006 16:18