Sport
Vel heppnuð endurkoma hjá Holyfield
Gamla brýnið Evander Holyfield átti vel heppnaða endurkomu í hnefaleikahringinn í Dallas í nótt þegar hann sigraði Jeremy Bates á tæknilegu rothöggi í annari lotu. Holyfield hafði ekki riðið feitum hesti fyrir bardagann og var sigur hans sá fyrsti síðan árið 2002. Hann stefnir á að koma sér aftur á toppinn á næsta ári og verða heimsmeistri í þungavigt í fimmta sinn á ferlinum.