Sport

Liverpool átti aldrei að fá víti

Neil Warnock var óhress með Rob Styles dómara í dag.
Neil Warnock var óhress með Rob Styles dómara í dag. NordicPhotos/GettyImages

Neil Warnock var afar ósáttur við ákvörðun Rob Styles dómara í dag þegar hann dæmdi Liverpool vítaspyrnu sem Robbie Fowler skoraði úr og tryggði Liverpool stig gegn nýliðum Sheffield United. Warnock sagði dómarann hafa átt ágætan leik fyrir utan þessi afdrifaríku mistök, en var að öðru leiti sáttur við stigið. Styles dómari ver ákvörðun sína og segist viss um að Steven Gerrard hafi verið brugðið innan teigs.

"Dómarinn átti að flauta strax og gefa vítaspyrnu í stað þess að leyfa leikmanninum að halda áfram og skjóta á markið," sagði Warnock. "Ég beið viljandi í eina eða tvær sekúndur og beitti hagnaðarreglunni. Þegar ég svo sá að leikmaðurinn náði ekki að gera sér mat úr færinu, ákvað ég að dæma víti, því ég sá sannarlega að varnarmaðurinn snerti Gerrard í hlaupinu," sagði Styles dómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×