Fótbolti

Ósáttur við vinnubrögð Real Madrid

Arsene Wenger er afar óhress með vinnubrögð Real Madrid
Arsene Wenger er afar óhress með vinnubrögð Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger er lítt hrifinn af vinnubrögðum stjórnar spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid og segir endalausar yfirlýsingar félagsins um leikmannakaup koma sér afar illa fyrir leikmenn annara liða.

Real hefur lengi verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Jose Antonio Reyes hjá Arsenal og var hann fyrir vikið ekki í liði Arsenal þegar það tók þátt í forkeppni meistaradeildar Evrópu á dögunum. Nú virðist hinsvegar ekkert ætla að verða af fyrirhuguðum kaupum Real á Reyes.

"Real Madrid skapar óróa um víðan völl og þetta er ekki ósvipað því sem gerist með lið Lyon í Frakklandi. Þeir koma leikmönnunum úr jafnvægi og þegar upp er staðið verður ekki neitt úr neinu. Við erum því mjög óhressir með vinnubrögð þeirra," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×