Íþróttir

Fréttamynd

Skallagrímur enn í forystu

Borgnesingar hafa sex stiga forystu 66-60 eftir þrjá leikhluta í viðureign sinni við Keflvíkinga í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta en leikið er í Laugardalshöll. Klukkan 21 hefst síðari undanúrslitaleikurinn á sama stað og þar eigast við Njarðvík og KR.

Körfubolti
Fréttamynd

Carlisle fær nýjan samning og stöðuhækkun

Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers í NBA deildinni, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið og hefur þar að auki fengið stöðu í stjórninni. Carlisle hefur þjálfað Pacers í þrjú ár og var meðal annars kjörinn þjálfari ársins í deildinni árið 2002 þegar hann stýrði liði Detroit Pistons.

Körfubolti
Fréttamynd

Skallagrímur yfir í hálfleik

Skallagrímur hefur náð undirtökunum í undanúrslitaleik sínum við Keflavík í Powerade bikarnum í karlaflokki í kvöld. Borgnesingar hafa yfir 45-40 þegar flautað hefur verið til leikhlés í Laugardalshöllinni, en góður lokasprettur liðsins í öðrum leikhluta tryggði liðinu 5 stiga forystu í hálfleik. Síðar í kvöld mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR.

Körfubolti
Fréttamynd

Barthez að hætta

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hefur tilkynnt að hann ætli að leggja skóna á hilluna. Barthez hefur verið með lausa samninga síðan hann var látinn fara frá Marseille á síðustu leiktíð, en þessi 35 ára gamli markvörður á að baki 87 landsleiki fyrir Frakklands hönd.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

Keflvíkingar hafa yfir 28-27 gegn Skallagrímsmönnum eftir fyrsta leikhlutann í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta, en leikið er í Laugardalshöll. Leikurinn fer afar fjörlega af stað eins og stigaskorið ber með sér.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikur Keflavíkur og Skallagríms að hefjast

Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta hefst nú klukkan 19 í laugardalshöll en hér er um að ræða viðureign Skallagríms og Keflavíkur. Síðar í kvöld mætast svo Njarðvík og KR.

Körfubolti
Fréttamynd

Birgir á tveimur undir pari í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG spilaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á áskorendamóti í Frakklandi í dag og lauk keppni á 70 höggum, eða 2 höggum undir pari. Birgir þarf nauðsynlega að ná góðum árangri á mótinu til að styrkja stöðu sína á styrkleikalistanum, svo hann eigi möguleika á að komast á annað stig mótaraðarinnar.

Golf
Fréttamynd

Ívar á von á nýjum samningi

Enska úrvalsdeildarfélagið Reading reiknar með að gera nýja og endurbætta samninga við nokkra af lykilmönnum félagsins í kjölfar þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni og hefur þar slegið í gegn í upphafi leiktíðar. Ívar Ingimarsson er einn þeirra sem Sky segir að gæti átt von á að fá nýjan og betri samning í framtíðinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bikarmeistararnir í Digranesið

Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum. Í karlaflokki ber hæst að þar fá bikarmeistarar Stjörnunnar það erfiða verkefni að mæta HK mönnum, en Kópavogsliðið vann góðan sigur á bikarmeisturunum í deildinni í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Luol Deng löglegur með enska landsliðinu

Körfuboltamaðurinn Luol Deng sem spilar með Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur nú fengið grænt ljós á að spila með landsliði Englendinga í körfubolta. Deng kemur upphaflega frá Súdan í Afríku, en bjó í London á unglingsárum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kærður af knattspyrnusambandinu

Joey Barton er ekki alveg sloppinn fyrir horn eftir að hafa berað á sér bossann eftir leik City og Everton á dögunum, því þó kappinn hafi sloppið við lögregluákæru í gær, hefur hann nú verið kallaður inn á teppi hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins og kærður fyrir hegðun sína. Hann hefur frest fram á þriðjudag til að svara fyrir gjörðir sínar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Atletico ætlar alls ekki að selja Torres

Einhver þrálátasti orðrómur í knattspyrnuheiminum á liðnum áratug fór enn á ný á fullt í dag þegar breskir fjölmiðlar fullyrtu að Manchester United væri á höttunum eftir framherjanum Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Forseti spænska félagsins er orðinn mjög þreyttur á að svara spurningum þessu tengt.

Fótbolti
Fréttamynd

Hraunar yfir enska landsliðið

Slaven Bilic hefur nú skvett olíu á eldinn fyrir leik Króata og Englendinga í undankeppni EM á miðvikudaginn, en í samtali við breska blaðið The Sun segir Bilic að enska landsliðið hafi verið varnarsinnað og hundleiðinlegt á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Blæs í herlúðra

Lawrie Sanchez hefur lýst því yfir að hann ætli sér að krækja í fjögur stig út úr viðureignum Norður-Íra við Dani og Letta á næstu viku. Norður-Írar hafa fengið þrjú stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í F-riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Anelka í landsliðið

Vandræðagemlingurinn Nicolas Anelka hjá Bolton hefur verið kallaður inn í franska landsliðshópinn á ný, en hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan í mars. Anelka er ætlað að fylla skarð þeirra Louis Saha og Sidney Govou sem eru meiddir. Anelka á að baki 31 landsleik og hefur skoraði í þeim 7 mörk.

Sport
Fréttamynd

Beljanski til Njarðvíkur

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en félagið hefur gert eins ár samning við miðherjann Igor Beljanski sem lék með Snæfelli á síðustu leiktíð. Lið Njarðvíkur er því komið með þrjá sterka miðherja og veitir ekki af, enda er liðið að taka þátt í Evrópukeppninni í ár. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Slasaði þjálfara sinn með troðslu

Nýliðinn Ryan Hollins hjá Charlotte Bobcats á ef til vill ekki eftir að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar í NBA deildinni í vetur en í dag tryggði hann að aðstoðarþjálfari liðsins á ekki eftir að gleyma honum í bráð.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar skelltu Íslandsmeisturunum

Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Framara að velli 30-29 í dhl deild karla í handbolta í kvöld. Andri Stefan skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Guðmundur Pedersen 6 og þeir Gísli Þórisson, Árni Sigtryggsson og Freyr Brynjarsson 4 hver. Þorri Gunnarsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Fram og Sergey Serenko skoraði 6 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Viggó og félögum

Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg unnu öruggan 37-26 útisigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, en bæði lið voru án lykilmanna vegna meiðsla. Þá skoraði Gylfi Gylfason tvö mörk fyrir lið sitt Wilhelmshavener sem tapaði 29-22 fyrir Hamburg á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur HK í Ásgarði

Lið Stjörnunnar í Garðabæ er enn án sigurs í DHL deild karla í handknattleik eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir HK í kvöld 28-23. Þetta var annar sigur HK í deildinni og tölfræði úr leiknum má lesa hér fyrir neðan.

Handbolti
Fréttamynd

Grótta lagði Íslandsmeistarana

Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Meiðsli í herbúðum Svía

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari á nú fullt í fangið með að stilla upp sterku liði í stórleiknum gegn Spánverjum á laugardaginn eftir að Olof Mellberg frá Aston Villa bættist í hóp þeirra sem fyrir voru á sjúkralista sænska liðins.

Sport
Fréttamynd

Hópur Letta klár

Landsliðsþjálfari Letta hefur nú valið leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Íslendingum á laugardaginn og Norður-Írum á miðvikudaginn eftir viku. Íslendingar og Lettar leika í F-riðli undankeppninnar og verður viðureign liðanna í Riga á laugardaginn sýnd beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fagnar endurkomu Wayne Rooney

Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool segist fagna því að vera búinn að endurheimta félaga sinn Wayne Rooney inn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Makedóníu og Króatíu á næstu dögum og vonast til að fá tækifæri til að leika við hlið hans.

Sport
Fréttamynd

Hættur í ruglinu og ætlar að snúa aftur í úrvalsdeildina

Knattspyrnumaðurinn Stan Collymore hugar nú að endurkomu fyrir alvöru og hefur lýst því yfir að hann ætli að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni innan skamms. Collymore hefur ekki spilað fótbolta í nokkur ár en hefur verið iðinn við áfengisneyslu og kvikmyndaleik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Við verðum að vinna Svía

Luis Aragones hefur látið í veðri vaka að hann ætli að gera breytingar á leikstíl spænska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í F-riðli undankeppni EM á laugardaginn, en þessar þjóðir leika í riðli með okkur Íslendingum.

Sport
Fréttamynd

Aaron Lennon á undan áætlun

Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham hefur náð skjótari bata en vonir stóðu til um í upphafi og að sögn Martin Jol þjálfara gæti verið að hann yrði klár í slaginn eftir um tvær vikur. Lennon hefur verið sárt saknað í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins að undanförnu, en liðið hefur aðeins unnið tvo leiki í deildinni til þessa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Undanúrslitin hefjast annað kvöld

Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna undanúrslitaleikjanna í karla- og kvennaflokki í fyrirtækjabikar KKÍ sem nefnist Powerade bikarinn að þessu sinni. Keppni þessi hefur verið árviss viðburður í tíu ár og ráðast úrslitin um næstu helgi í Laugardalshöllinni.

Körfubolti