Íþróttir Romanov hótar að selja leikmenn ef þeir tapa Mikil ólga ríkir nú í herbúðum skoska liðsins Hearts eftir að meirihlutaeigandi félagsins, Vladimir Romanov, hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir vinna ekki sigur á Dunfermilne um helgina. Þessi skilaboð hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð leikmanna, sem segja upplausnarástand í herbúðum liðsins. Enski boltinn 27.10.2006 16:15 Kirkland semur við Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur nú formlega fest kaup á markverðinum Chris Kirkland frá Liverpool, en leikmaðurinn gekk í raðir Wigan sem lánsmaður í sumar. Þessi 25 ára gamli markvörður hefur staðið sig vel með Wigan það sem af er leiktíðinni og hefur átt fast sæti í liðinu. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning. Enski boltinn 27.10.2006 15:31 George Byrd í Hamar Miðherjinn George Byrd sem lék við góðan orðstír með Skallagrími í Borgarnesi á síðustu leiktíð, gengur í raðir Hamars/Selfoss um helgina. Þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is í gærkvöld. Byrd verður Hamarsmönnum eflaust mikill styrkur, en hann fær það hlutverk að fylla skarð Lewis Monroe sem var látinn fara frá liðinu á dögunum. Körfubolti 27.10.2006 15:20 Denver skellti LA Lakers Denver lagði LA Lakers örugglega 126-108 í æfingaleik liðanna í nótt sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Carmelo Anthony skoraði 32 stig á aðeins 31 mínútu fyrir Denver og Andre Miller skoraði 14 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, en Andrew Bynum skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant var ekki með liði Lakers og er enn tæpur að ná fyrsta deildarleik liðsins eftir helgina. Körfubolti 27.10.2006 14:58 Titilvonir Grönholm úr sögunni? Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á nú litlar vonir um að ná heimsmeistaranum Sebastien Loeb að stigum á heimsmeistaramótinu í rallakstri eftir að Finninn velti bíl sínum í dag. Sport 27.10.2006 14:44 Mutombo ósáttur við kynþáttafordóma Miðherjinn Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets lenti í orðaskaki við einn stuðningsmanna Orlando Magic í æfingaleik liðanna í NBA í fyrrakvöld eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníð í lok þriðja leikhlutans. Körfubolti 27.10.2006 03:18 Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. Fótbolti 26.10.2006 21:40 LA Lakers - Denver í beinni í nótt Leikur LA Lakers og Denver Nuggets á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan tvö eftir miðnætti í nótt. Kobe Bryant á enn við meiðsli að stríða og óljóst er hvort hann verður klár í byrjun tímabils eftir helgina. Sport 26.10.2006 21:13 Skallagrímur lagði KR Skallagrímur úr Borgarnesi gerði góða ferð í höfuðborgina í kvöld þegar liðið færði KR fyrsta tap sitt í úrvalsdeildinni með 88-81 sigri. Gestirnir höfðu undirtökin lengst af leik og unnu verðskuldaðan sigur. Körfubolti 26.10.2006 20:43 Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna. Enski boltinn 26.10.2006 20:30 Enn leiðir Skallagrímur Skallagrímur úr Borgarnesi hefur enn forystu gegn KR þegar þremur leikhlutum er lokið í aðalleik kvöldsins í úrvalsdeild karla. KR-ingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum, en góð rispa Borgnesinga tryggði þeim 63-55 forystu fyrir lokaleikhlutann. Körfubolti 26.10.2006 20:21 Skallagrímur yfir í hálfleik Skallagrímsmenn hafa yfir 44-35 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í DHL höllinni. Gestirnir hafa verið með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og þar er Darryl Flake atkvæðamestur með 14 stig. Körfubolti 26.10.2006 19:51 Skallagrímur leiðir Skallagrímur hefur yfir 20-13 gegn KR að loknum fyrsta leikhluta í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikið er í vesturbænum. Gestirnir hafa verið mun betri framan af leik og ætla greinilega að velgja KR-ingum undir uggum. Körfubolti 26.10.2006 19:31 Fylkir fær góðan liðsstyrk Fylkismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar en í dag gekk félagið frá samningi við þrjá nýja leikmenn, þá David Hannah, Kristján Valdimarsson og Frey Guðlaugsson. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 26.10.2006 17:19 Pressan er öll á Milan Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar. Fótbolti 26.10.2006 17:56 Stern vill að leikmenn gangi um óvopnaðir David Stern, forseti NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú farið þess á leit við leikmenn í deildinni að þeir skilji skotvopn sín eftir heima hjá sér og gangi ekki með þau á sér úti á götu og á keppnisferðalögum. Körfubolti 26.10.2006 18:11 Steven Thomas leikmaður 2. umferðar Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas var besti leikmaður 2. umferðar úrvalsdeildar karla í körfubolta samkvæmt töfræðigrunni KKÍ. Thomas fór mikinn í leik gegn Haukum á dögunum, skoraði 24 stig, hirti 23 fráköst og varði 4 skot - en þessi tölfræði skilaði honum 43 stigum fyrir frammistöðuna á leikvarpinu hjá KKÍ. Körfubolti 26.10.2006 17:14 Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 26.10.2006 17:27 Stórleikur í vesturbænum í kvöld Í kvöld hefst þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfubolta með fjórum leikjum. Stórleikur kvöldsins verður án efa viðureign KR og Skallagríms í DHL höllinni. Njarðvík tekur á móti Hamri í Njarðvík, Haukar mæta Snæfelli og Þór Þorlákshöfn fær Grindavík í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Körfubolti 26.10.2006 17:07 Ánægður með Eið Smára Frank Rijkaard var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í gær þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á smáliði Badalona í fyrri viðueign liðanna í spænska bikarnum. Evrópumeistararnir þóttu ekki sýna nein glæsitilþrif í leiknum, en það var Eiður Smári sem gerði gæfumuninn með mörkum sínum. Fótbolti 26.10.2006 16:42 George Best á peningaseðil Knattspyrnugoðið George Best hefur nú fengið þann mikla heiður að vera prentaður á peningaseðla á Norður-Írlandi sem gefnir verða út þegar eitt ár verður liðið frá andláti hans. Hér verður um að ræða takmarkað upplag af fimm punda seðlum þar sem mynd verður af honum í búningi Manchester United og Norður-Írlands. Enski boltinn 26.10.2006 16:38 Honduras vill ráða Maradona Knattspyrnusambandið í Honduras átti fund með argentínska knattspyrnugoðinu Diego Maradona í gær þar sem þess var farið á leit við kappann að gerast landsliðsþjálfari. Maradona hefur ekki riðið feitum hesti frá þjálfarastörfum til þessa, en talsmaður knattspyrnusambandsins í Honduras telur að það myndi auka veg og virðingu landsins að fá jafn þekktan landsliðsþjálfara. Fótbolti 26.10.2006 16:31 Southend - Man Utd verður í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn verður áfram með beinar útsendingar frá leikjum í ensku deildarbikarkeppninni og næsti leikur á dagskrá verður viðureign Southend og Manchester United þriðjudaginn 7. nóvember og daginn eftir verður leikur Birmingham og Liverpool sýndur beint. Enski boltinn 26.10.2006 16:25 Mikil spenna í fyrstu umferðunum Það er óhætt að segja að fyrstu tvær umferðirnar í úrvalsdeild karla í körfubolta lofi góðu um framhaldið í vetur, því aldrei áður hefur verið eins mikil spenna á jafnmörgum vígstöðvum eftir tvær umferðir á miðað við núverandi keppnisfyrirkomulag. Körfubolti 26.10.2006 15:58 Segir leikmönnum að sýna meiri hörku Harðjaxlinn Dennis Wise er nú þegar farinn að setja svip sinn á lið Leeds United og er farinn að taka til í herbúðum liðsins, sem hefur gengið afleitlega í deildinni að undanförnu. Wise er búinn að skipta um fyrirliða og óskar eftir því við leikmann að þeir sýni sömu hörku og leikmenn liðsins voru þekktir fyrir hér áður fyrr. Enski boltinn 26.10.2006 15:49 Houston burstaði Miami Átta leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en nú er smátt og smátt að færast meiri alvara í æfingaleikina þar sem deildarkeppnin byrjar eftir helgina. Houston Rockets burstaði meistara Miami Heat á útivelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Körfubolti 26.10.2006 15:32 Kewell spilar ekki á árinu Meiðslaharmsaga miðjumannsins Harry Kewell hjá Liverpool virðist ekki ætla að taka enda, en þessi 28 ára gamli ástralski landsliðsmaður hefur sagt að hann reikni ekki með því að geta spilað á ný fyrr en snemma á næsta ári eftir að hafa gengist undir aðgerð á fæti og nára. Enski boltinn 26.10.2006 15:27 Er ekki að taka við West Ham Umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Sven-Göran Eriksson segir ekkert hæft í þeim fréttum að Sven-Göran Eriksson verði næsti knattspyrnustjóri West Ham ef íranski milljarðamæringurinn Kia Joorabchian kaupi félagið á næstunni. Enski boltinn 26.10.2006 15:21 Chelsea og Aston Villa mætast í 4. umferð Í gærkvöld var dregið í 4. umferð enska deildarbikarsins, þar sem næstu leikir fara fram 7.-8. nóvember nk. Englandsmeistarar Chelsea fengu heimaleik gegn Aston Villa og núverandi bikarmeistarar Manchester United sækja Southend heim. Enski boltinn 26.10.2006 15:15 Tímabilið hugsanlega búið Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða en hann meiddist í landsleik Lettlands og Íslands fyrr í mánuðinum. Hann hefur ekkert leikið með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni síðan þá og missti af leik liðsins gegn Örgryte í gær. Fótbolti 25.10.2006 19:29 « ‹ 114 115 116 117 118 119 120 121 122 … 334 ›
Romanov hótar að selja leikmenn ef þeir tapa Mikil ólga ríkir nú í herbúðum skoska liðsins Hearts eftir að meirihlutaeigandi félagsins, Vladimir Romanov, hótaði að setja alla leikmenn liðsins á sölulista ef þeir vinna ekki sigur á Dunfermilne um helgina. Þessi skilaboð hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð leikmanna, sem segja upplausnarástand í herbúðum liðsins. Enski boltinn 27.10.2006 16:15
Kirkland semur við Wigan Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur nú formlega fest kaup á markverðinum Chris Kirkland frá Liverpool, en leikmaðurinn gekk í raðir Wigan sem lánsmaður í sumar. Þessi 25 ára gamli markvörður hefur staðið sig vel með Wigan það sem af er leiktíðinni og hefur átt fast sæti í liðinu. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning. Enski boltinn 27.10.2006 15:31
George Byrd í Hamar Miðherjinn George Byrd sem lék við góðan orðstír með Skallagrími í Borgarnesi á síðustu leiktíð, gengur í raðir Hamars/Selfoss um helgina. Þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is í gærkvöld. Byrd verður Hamarsmönnum eflaust mikill styrkur, en hann fær það hlutverk að fylla skarð Lewis Monroe sem var látinn fara frá liðinu á dögunum. Körfubolti 27.10.2006 15:20
Denver skellti LA Lakers Denver lagði LA Lakers örugglega 126-108 í æfingaleik liðanna í nótt sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Carmelo Anthony skoraði 32 stig á aðeins 31 mínútu fyrir Denver og Andre Miller skoraði 14 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, en Andrew Bynum skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant var ekki með liði Lakers og er enn tæpur að ná fyrsta deildarleik liðsins eftir helgina. Körfubolti 27.10.2006 14:58
Titilvonir Grönholm úr sögunni? Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á nú litlar vonir um að ná heimsmeistaranum Sebastien Loeb að stigum á heimsmeistaramótinu í rallakstri eftir að Finninn velti bíl sínum í dag. Sport 27.10.2006 14:44
Mutombo ósáttur við kynþáttafordóma Miðherjinn Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets lenti í orðaskaki við einn stuðningsmanna Orlando Magic í æfingaleik liðanna í NBA í fyrrakvöld eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníð í lok þriðja leikhlutans. Körfubolti 27.10.2006 03:18
Silkeborg rekur þjálfarann Viggo Jensen hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg. Með liðinu leika þrír Íslendingar; þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson. Fótbolti 26.10.2006 21:40
LA Lakers - Denver í beinni í nótt Leikur LA Lakers og Denver Nuggets á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan tvö eftir miðnætti í nótt. Kobe Bryant á enn við meiðsli að stríða og óljóst er hvort hann verður klár í byrjun tímabils eftir helgina. Sport 26.10.2006 21:13
Skallagrímur lagði KR Skallagrímur úr Borgarnesi gerði góða ferð í höfuðborgina í kvöld þegar liðið færði KR fyrsta tap sitt í úrvalsdeildinni með 88-81 sigri. Gestirnir höfðu undirtökin lengst af leik og unnu verðskuldaðan sigur. Körfubolti 26.10.2006 20:43
Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna. Enski boltinn 26.10.2006 20:30
Enn leiðir Skallagrímur Skallagrímur úr Borgarnesi hefur enn forystu gegn KR þegar þremur leikhlutum er lokið í aðalleik kvöldsins í úrvalsdeild karla. KR-ingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum, en góð rispa Borgnesinga tryggði þeim 63-55 forystu fyrir lokaleikhlutann. Körfubolti 26.10.2006 20:21
Skallagrímur yfir í hálfleik Skallagrímsmenn hafa yfir 44-35 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í DHL höllinni. Gestirnir hafa verið með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og þar er Darryl Flake atkvæðamestur með 14 stig. Körfubolti 26.10.2006 19:51
Skallagrímur leiðir Skallagrímur hefur yfir 20-13 gegn KR að loknum fyrsta leikhluta í viðureign liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikið er í vesturbænum. Gestirnir hafa verið mun betri framan af leik og ætla greinilega að velgja KR-ingum undir uggum. Körfubolti 26.10.2006 19:31
Fylkir fær góðan liðsstyrk Fylkismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar en í dag gekk félagið frá samningi við þrjá nýja leikmenn, þá David Hannah, Kristján Valdimarsson og Frey Guðlaugsson. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 26.10.2006 17:19
Pressan er öll á Milan Framherjinn Hernan Crespo segir að pressan sé öll á liði AC Milan fyrir risaslag grannliðanna AC og Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Inter er á toppi deildarinnar með 18 stig úr 8 leikjum, en AC er þar 11 stigum á eftir í 12. sæti og þá á eftir að reikna með stigarefsinguna úr skandalnum í sumar. Fótbolti 26.10.2006 17:56
Stern vill að leikmenn gangi um óvopnaðir David Stern, forseti NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú farið þess á leit við leikmenn í deildinni að þeir skilji skotvopn sín eftir heima hjá sér og gangi ekki með þau á sér úti á götu og á keppnisferðalögum. Körfubolti 26.10.2006 18:11
Steven Thomas leikmaður 2. umferðar Bandaríkjamaðurinn Steven Thomas var besti leikmaður 2. umferðar úrvalsdeildar karla í körfubolta samkvæmt töfræðigrunni KKÍ. Thomas fór mikinn í leik gegn Haukum á dögunum, skoraði 24 stig, hirti 23 fráköst og varði 4 skot - en þessi tölfræði skilaði honum 43 stigum fyrir frammistöðuna á leikvarpinu hjá KKÍ. Körfubolti 26.10.2006 17:14
Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 26.10.2006 17:27
Stórleikur í vesturbænum í kvöld Í kvöld hefst þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfubolta með fjórum leikjum. Stórleikur kvöldsins verður án efa viðureign KR og Skallagríms í DHL höllinni. Njarðvík tekur á móti Hamri í Njarðvík, Haukar mæta Snæfelli og Þór Þorlákshöfn fær Grindavík í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Körfubolti 26.10.2006 17:07
Ánægður með Eið Smára Frank Rijkaard var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í gær þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á smáliði Badalona í fyrri viðueign liðanna í spænska bikarnum. Evrópumeistararnir þóttu ekki sýna nein glæsitilþrif í leiknum, en það var Eiður Smári sem gerði gæfumuninn með mörkum sínum. Fótbolti 26.10.2006 16:42
George Best á peningaseðil Knattspyrnugoðið George Best hefur nú fengið þann mikla heiður að vera prentaður á peningaseðla á Norður-Írlandi sem gefnir verða út þegar eitt ár verður liðið frá andláti hans. Hér verður um að ræða takmarkað upplag af fimm punda seðlum þar sem mynd verður af honum í búningi Manchester United og Norður-Írlands. Enski boltinn 26.10.2006 16:38
Honduras vill ráða Maradona Knattspyrnusambandið í Honduras átti fund með argentínska knattspyrnugoðinu Diego Maradona í gær þar sem þess var farið á leit við kappann að gerast landsliðsþjálfari. Maradona hefur ekki riðið feitum hesti frá þjálfarastörfum til þessa, en talsmaður knattspyrnusambandsins í Honduras telur að það myndi auka veg og virðingu landsins að fá jafn þekktan landsliðsþjálfara. Fótbolti 26.10.2006 16:31
Southend - Man Utd verður í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn verður áfram með beinar útsendingar frá leikjum í ensku deildarbikarkeppninni og næsti leikur á dagskrá verður viðureign Southend og Manchester United þriðjudaginn 7. nóvember og daginn eftir verður leikur Birmingham og Liverpool sýndur beint. Enski boltinn 26.10.2006 16:25
Mikil spenna í fyrstu umferðunum Það er óhætt að segja að fyrstu tvær umferðirnar í úrvalsdeild karla í körfubolta lofi góðu um framhaldið í vetur, því aldrei áður hefur verið eins mikil spenna á jafnmörgum vígstöðvum eftir tvær umferðir á miðað við núverandi keppnisfyrirkomulag. Körfubolti 26.10.2006 15:58
Segir leikmönnum að sýna meiri hörku Harðjaxlinn Dennis Wise er nú þegar farinn að setja svip sinn á lið Leeds United og er farinn að taka til í herbúðum liðsins, sem hefur gengið afleitlega í deildinni að undanförnu. Wise er búinn að skipta um fyrirliða og óskar eftir því við leikmann að þeir sýni sömu hörku og leikmenn liðsins voru þekktir fyrir hér áður fyrr. Enski boltinn 26.10.2006 15:49
Houston burstaði Miami Átta leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en nú er smátt og smátt að færast meiri alvara í æfingaleikina þar sem deildarkeppnin byrjar eftir helgina. Houston Rockets burstaði meistara Miami Heat á útivelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Körfubolti 26.10.2006 15:32
Kewell spilar ekki á árinu Meiðslaharmsaga miðjumannsins Harry Kewell hjá Liverpool virðist ekki ætla að taka enda, en þessi 28 ára gamli ástralski landsliðsmaður hefur sagt að hann reikni ekki með því að geta spilað á ný fyrr en snemma á næsta ári eftir að hafa gengist undir aðgerð á fæti og nára. Enski boltinn 26.10.2006 15:27
Er ekki að taka við West Ham Umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Sven-Göran Eriksson segir ekkert hæft í þeim fréttum að Sven-Göran Eriksson verði næsti knattspyrnustjóri West Ham ef íranski milljarðamæringurinn Kia Joorabchian kaupi félagið á næstunni. Enski boltinn 26.10.2006 15:21
Chelsea og Aston Villa mætast í 4. umferð Í gærkvöld var dregið í 4. umferð enska deildarbikarsins, þar sem næstu leikir fara fram 7.-8. nóvember nk. Englandsmeistarar Chelsea fengu heimaleik gegn Aston Villa og núverandi bikarmeistarar Manchester United sækja Southend heim. Enski boltinn 26.10.2006 15:15
Tímabilið hugsanlega búið Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða en hann meiddist í landsleik Lettlands og Íslands fyrr í mánuðinum. Hann hefur ekkert leikið með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni síðan þá og missti af leik liðsins gegn Örgryte í gær. Fótbolti 25.10.2006 19:29