Enski boltinn

Lerner hafði ekki áhuga á Newcastle eða Everton

Doug Ellis er ánægður með störf eftirmanns síns hjá Villa
Doug Ellis er ánægður með störf eftirmanns síns hjá Villa NordicPhotos/GettyImages

Doug Ellis, fyrrum aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að eftirmanni sínum, ameríska milljarðamæringnum Randy Lerner, hafi verið gert tilboð um að kaupa hlut í Everton og Newcastle. Ellis segir Lerner hafa hafnað þessum tilboðum vegna skulda félaganna.

Ellis segist ekki vera í nokkrum vafa um að hafa selt rétta manninum hlut sinn í Aston Villa, þar sem hann hefur nýlokið 35 ára starfi. "Ég er maður sem leggur mikið upp úr fyrstu kynnum og ég sé það betur og betur að fyrstu kynni mín af Randy Lerner reyndust rétt. Hann er á mjög svipaðri bylgjulengd og ég að mörgu leyti - og er mikill áhugamaður um fótbolta," sagði Ellis gamli ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×