Íþróttir Shevchenko vill koma aftur til Milan Silvio Berlusconi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, segir að framherjinn Andriy Shevchenko vilji snúa aftur í raðir liðsins, en hann gekk sem kunnugt er í raðir Englandsmeistara Chelsea í sumar og hefur ekki náð að stimpla sig inn þar á bæ. Enski boltinn 12.11.2006 15:30 Auðveldur sigur Reading á Tottenham Íslendingalið Reading sýndi enn og aftur að liðið er komið til að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti Tottenham 3-1 á heimavelli sínum. Reading situr nú í 11. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Lundúnaliðið með sigrinum í dag. Enski boltinn 12.11.2006 15:22 Klitschko rotaði Brock Wladimir Klitschko varði í nótt IBF heimsmeistaratitil sinn í þungavigt þegar hann rotaði Bandaríkjamanninn Calvin Brock í sjöundu lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 12.11.2006 15:07 57 stig Michael Redd dugðu skammt Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Körfubolti 12.11.2006 14:33 Neville dregur sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla Bakvörðurinn Gary Neville getur ekki spilað með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Hollendingum á miðvikudaginn eftir að þrálát kálfameiðsli hans tóku sig upp að nýju í leik Manchester United og Blackburn í kvöld. Þetta þykir ýta undir það að nýliðinn Micah Richards hjá Manchester City gæti fengið sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. Fótbolti 11.11.2006 22:55 Totti tryggði Roma sigur á Milan Francesco Totti var hetja Roma í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Roma í dramatískum 2-1 útisigri liðsins á AC Milan. Fyrir vikið er Roma aðeins einu stigi á eftir toppliðunum Inter og Palermo. Á sama tíma vann Fiorentina 3-1 sigur á Atalanta. Fótbolti 11.11.2006 22:06 Valencia byggir nýjan leikvang Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur nú kynnt formlega áform sín um að reisa nýjan knattspyrnuleikvang í borginni sem ætlað verður að leysa gamla Mestalla leikvanginn af hólmi. Fótbolti 11.11.2006 19:44 Chicago - Indiana í beinni Það má búast við hörkuleik í nótt þegar Chicago Bulls og Indiana Pacers eigast við í NBA deildinni í leik sem sýndur verður beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni klukkan 1:30. Chicago hefur ekki náð að fylgja eftir stórsigri sínum á Miami í fyrsta leik tímabilsins og þarf að eiga góðan leik til að leggja Indiana sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum. Körfubolti 11.11.2006 21:55 Held að United verði við toppinn Mark Hughes sagðist ekki hafa neitt upp á leik sinna manna að klaga eftir 1-0 ósigur gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United í dag. Hann segir lið United mjög líklegt til afreka í vetur. Enski boltinn 11.11.2006 21:36 Tap hjá Alfreð og Viggó Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar töpuðu leikjum sínum í Meistaradeildinni í handbolta í dag, en það kom ekki að sök því Flensburg og Gummersbach eru bæði komin áfram í riðlum sínum í keppninni. Handbolti 11.11.2006 21:22 Bayern lagði Leverkusen í æsilegum leik Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen voru hætt komnir í viðureign sinni við Leverkusen í úrvalsdeildinni í dag, en eftir að hafa lent undir 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks, náðu meistararnir að snúa leiknum sér í hag og vinna 3-2 á útivelli. Fótbolti 11.11.2006 21:07 Klitschko mætir Calvin Brock Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá bardaga Wladimir Klitschko og Calvin Brock, þar sem Úkraínumaðurinn ver heimsmeistaratitil sinn hjá IBF sambandinu. Bardaginn fer fram í Madison Square Garden í New York og auk þungavigtarbardagans verður m.a. Laila Ali í sviðsljósinu, en hún er dóttir Muhammad Ali. Sport 11.11.2006 20:59 Sjötti sigur Man Utd í röð Manchester United endurheimti þriggja stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum 1-0 útisigri á Blackburn í lokaleik dagsins. Louis Saha skoraði sigurmark United um miðjan síðari hálfleikinn eftir góða sendingu frá Ryan Giggs, en þetta var fyrsti sigur United á Ewood Park í átta ár. Enski boltinn 11.11.2006 19:10 Drogba er besti framherji í heimi Jose Mourinho hrósaði framherja sínum Didier Drogba í hástert í dag þegar hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 4-0 sigri Chelsea á Watford í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho segir engan framherja í heiminum vera að spila betur en Drogba þessa dagana. Enski boltinn 11.11.2006 18:43 Fram lá fyrir Sandefjord Framarar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 31-28 tap fyrir norsku meisturunum í Sandefjord á heimavelli sínum í dag. Jóhann Gunnar Einarsson og Sigfús Sigfússon skoruðu 5 mörk hvor fyrir Fram, sem þýðir að Fram vermir botnsætið í riðli sínum án sigurs. Handbolti 11.11.2006 18:18 Valsmenn aftur á toppinn Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Valsmenn skelltu sér aftur á topp deildarinnar með 31-25 sigri á ÍR. Markús Máni Michaelsson var markahæstur hjá Val með 7 mörk en Davíð Georgsson skoraði 8 fyrir botnlið ÍR. Handbolti 11.11.2006 17:51 Jafnt í hálfleik Staðan í leik Fram og Sandefjord í Meistaradeildinni í handbolta er jöfn 12-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Markvörður norska liðsins hefur reynst Frömurum erfiður í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Handbolti 11.11.2006 17:34 Drogba með þrennu í sigri Chelsea Englandsmeistarar Chelsea tóku Watford í bakaríið 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem framherjinn Didier Drogba fór á kostum og skoraði þrennu. Enski boltinn 11.11.2006 17:02 Tveir leikir í beinni í kvöld Tveir leikir verða sýndir beint úr spænska boltanum á Sýn í kvöld, en sjónvarpsstöðin er með sannkallaða íþróttaveislu í beinum útsendingum í dag og nótt. Leikur Atletico Madrid og Villarreal verður sýndur klukkan 18:50 og klukkan 20:50 tekur Valencia á móti Atletico Bilbao. Fótbolti 11.11.2006 16:40 Fram - Sandefjord í beinni á Sýn Síðari leikur Fram og Sandefjord í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 16:50 í dag. Fram bíður erfitt verkefni því norska liðið vann fyrri leikinn með tíu mörkum og leikurinn í dag ræður úrslitum um það hvort liðið kemst áfram upp úr riðlinum. Handbolti 11.11.2006 16:36 Valsstúlkur á toppnum Kvennalið Vals hefur náð þriggja stiga forystu á toppi DHL deildarinnar eftir öruggan 28-20 sigur á Fram í Laugardalshöllinni í dag. Haukar lögðu Akureyri á útivelli 27-21. Valur hefur þriggja stiga forskot á Gróttu á toppi deildarinnar. Handbolti 11.11.2006 16:31 Drogba í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba er búinn að skora bæði mörk Chelsea sem hefur yfir 2-0 gegn Watford á heimavelli. Wigan hefur yfir gegn Charlton 2-0 og Aston Villa er yfir 1-0 á Goodison Park gegn Everton. Markaskorara í dag má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni. Enski boltinn 11.11.2006 15:52 Portland og Atlanta koma á óvart Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og ekki er hægt að segja annað en að deildarkeppnin fari forvitnilega af stað, því á meðan nokkur af bestu liðum deildarinnar hafa átt erfitt uppdráttar í byrjun - eru minni spámenn á borð við Portland og Atlanta að koma á óvart. Körfubolti 11.11.2006 15:14 Liverpool mætir Arsenal Í dag var dregið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þar ber hæst að Liverpool fékk heimaleik gegn Arsenal, Newcastle mætir Chelsea, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Wycombe og þá tekur Tottenham á móti liði Southend í 1. deildinni sem óvænt sló Manchester United úr keppni á dögunum. Enski boltinn 11.11.2006 15:08 Auðunn Jónsson heimsmeistari Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð í dag heimsmeistari í kraftlyftingum í 125 kg flokki þegar hann lyfti samanlagt 1040 kg á heimsmeistaramótinu í Stavangri í Noregi. Auðunn lyfti 20 kg meira en næsti maður í samanlögðu og tók hann 395 kg á hnébeygju, 280 á bekknum og 365 kg í réttstöðulyftu. Sport 11.11.2006 15:00 Jafnt hjá City og Newcastle Manchester City og Newcastle skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en gestirnir frá Newcastle sýndu ekki lífsmark fyrr en á lokamínutum leiksins, þar sem þeir voru klaufar að tryggja sér ekki sigurinn. Enski boltinn 11.11.2006 14:49 Páll Axel stigahæsti Íslendingurinn Tim Ellis hjá Keflavík er stigahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar leiknar hafa verið sex umferðir, en hann skorar að meðaltali 29,3 stig í leik. Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 21,7 stig í leik. Körfubolti 10.11.2006 19:29 Scholes og Ferguson bestir í október Sir Alex Ferguson og Paul Scholes hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum og hefur þriggja stiga forskot á Chelsea á toppnum. Þetta er í 18 skipti sem Ferguson fær þessi verðlaun á ferlinum. Enski boltinn 10.11.2006 19:10 New Jersey - Miami í beinni á Sýn í kvöld Sjónvarpsstöðin Sýn heldur í kvöld áfram að sýna beint frá NBA körfuboltanum en klukkan eitt eftir miðnætti verður á dagskrá leikur New Jersey Nets og meistara Miami Heat. Körfubolti 10.11.2006 18:45 Vill verða alvöru heimsmeistari Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko segir að enn sé nokkuð í það að hann geti kallað sig alvöru heimsmeistara í þungavigt, en hann mætir Bandaríkjamanninum Calvin Brock í beinni útsendingu á Sýn annað kvöld. Sport 10.11.2006 18:26 « ‹ 105 106 107 108 109 110 111 112 113 … 334 ›
Shevchenko vill koma aftur til Milan Silvio Berlusconi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, segir að framherjinn Andriy Shevchenko vilji snúa aftur í raðir liðsins, en hann gekk sem kunnugt er í raðir Englandsmeistara Chelsea í sumar og hefur ekki náð að stimpla sig inn þar á bæ. Enski boltinn 12.11.2006 15:30
Auðveldur sigur Reading á Tottenham Íslendingalið Reading sýndi enn og aftur að liðið er komið til að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti Tottenham 3-1 á heimavelli sínum. Reading situr nú í 11. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Lundúnaliðið með sigrinum í dag. Enski boltinn 12.11.2006 15:22
Klitschko rotaði Brock Wladimir Klitschko varði í nótt IBF heimsmeistaratitil sinn í þungavigt þegar hann rotaði Bandaríkjamanninn Calvin Brock í sjöundu lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. Sport 12.11.2006 15:07
57 stig Michael Redd dugðu skammt Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Körfubolti 12.11.2006 14:33
Neville dregur sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla Bakvörðurinn Gary Neville getur ekki spilað með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Hollendingum á miðvikudaginn eftir að þrálát kálfameiðsli hans tóku sig upp að nýju í leik Manchester United og Blackburn í kvöld. Þetta þykir ýta undir það að nýliðinn Micah Richards hjá Manchester City gæti fengið sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. Fótbolti 11.11.2006 22:55
Totti tryggði Roma sigur á Milan Francesco Totti var hetja Roma í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Roma í dramatískum 2-1 útisigri liðsins á AC Milan. Fyrir vikið er Roma aðeins einu stigi á eftir toppliðunum Inter og Palermo. Á sama tíma vann Fiorentina 3-1 sigur á Atalanta. Fótbolti 11.11.2006 22:06
Valencia byggir nýjan leikvang Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur nú kynnt formlega áform sín um að reisa nýjan knattspyrnuleikvang í borginni sem ætlað verður að leysa gamla Mestalla leikvanginn af hólmi. Fótbolti 11.11.2006 19:44
Chicago - Indiana í beinni Það má búast við hörkuleik í nótt þegar Chicago Bulls og Indiana Pacers eigast við í NBA deildinni í leik sem sýndur verður beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni klukkan 1:30. Chicago hefur ekki náð að fylgja eftir stórsigri sínum á Miami í fyrsta leik tímabilsins og þarf að eiga góðan leik til að leggja Indiana sem hefur unnið þrjá af fjórum síðustu leikjum sínum. Körfubolti 11.11.2006 21:55
Held að United verði við toppinn Mark Hughes sagðist ekki hafa neitt upp á leik sinna manna að klaga eftir 1-0 ósigur gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United í dag. Hann segir lið United mjög líklegt til afreka í vetur. Enski boltinn 11.11.2006 21:36
Tap hjá Alfreð og Viggó Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar töpuðu leikjum sínum í Meistaradeildinni í handbolta í dag, en það kom ekki að sök því Flensburg og Gummersbach eru bæði komin áfram í riðlum sínum í keppninni. Handbolti 11.11.2006 21:22
Bayern lagði Leverkusen í æsilegum leik Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen voru hætt komnir í viðureign sinni við Leverkusen í úrvalsdeildinni í dag, en eftir að hafa lent undir 2-1 þegar 10 mínútur lifðu leiks, náðu meistararnir að snúa leiknum sér í hag og vinna 3-2 á útivelli. Fótbolti 11.11.2006 21:07
Klitschko mætir Calvin Brock Sjónvarpsstöðin Sýn verður í kvöld með beina útsendingu frá bardaga Wladimir Klitschko og Calvin Brock, þar sem Úkraínumaðurinn ver heimsmeistaratitil sinn hjá IBF sambandinu. Bardaginn fer fram í Madison Square Garden í New York og auk þungavigtarbardagans verður m.a. Laila Ali í sviðsljósinu, en hún er dóttir Muhammad Ali. Sport 11.11.2006 20:59
Sjötti sigur Man Utd í röð Manchester United endurheimti þriggja stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum 1-0 útisigri á Blackburn í lokaleik dagsins. Louis Saha skoraði sigurmark United um miðjan síðari hálfleikinn eftir góða sendingu frá Ryan Giggs, en þetta var fyrsti sigur United á Ewood Park í átta ár. Enski boltinn 11.11.2006 19:10
Drogba er besti framherji í heimi Jose Mourinho hrósaði framherja sínum Didier Drogba í hástert í dag þegar hann skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 4-0 sigri Chelsea á Watford í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho segir engan framherja í heiminum vera að spila betur en Drogba þessa dagana. Enski boltinn 11.11.2006 18:43
Fram lá fyrir Sandefjord Framarar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 31-28 tap fyrir norsku meisturunum í Sandefjord á heimavelli sínum í dag. Jóhann Gunnar Einarsson og Sigfús Sigfússon skoruðu 5 mörk hvor fyrir Fram, sem þýðir að Fram vermir botnsætið í riðli sínum án sigurs. Handbolti 11.11.2006 18:18
Valsmenn aftur á toppinn Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Valsmenn skelltu sér aftur á topp deildarinnar með 31-25 sigri á ÍR. Markús Máni Michaelsson var markahæstur hjá Val með 7 mörk en Davíð Georgsson skoraði 8 fyrir botnlið ÍR. Handbolti 11.11.2006 17:51
Jafnt í hálfleik Staðan í leik Fram og Sandefjord í Meistaradeildinni í handbolta er jöfn 12-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Markvörður norska liðsins hefur reynst Frömurum erfiður í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Handbolti 11.11.2006 17:34
Drogba með þrennu í sigri Chelsea Englandsmeistarar Chelsea tóku Watford í bakaríið 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem framherjinn Didier Drogba fór á kostum og skoraði þrennu. Enski boltinn 11.11.2006 17:02
Tveir leikir í beinni í kvöld Tveir leikir verða sýndir beint úr spænska boltanum á Sýn í kvöld, en sjónvarpsstöðin er með sannkallaða íþróttaveislu í beinum útsendingum í dag og nótt. Leikur Atletico Madrid og Villarreal verður sýndur klukkan 18:50 og klukkan 20:50 tekur Valencia á móti Atletico Bilbao. Fótbolti 11.11.2006 16:40
Fram - Sandefjord í beinni á Sýn Síðari leikur Fram og Sandefjord í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 16:50 í dag. Fram bíður erfitt verkefni því norska liðið vann fyrri leikinn með tíu mörkum og leikurinn í dag ræður úrslitum um það hvort liðið kemst áfram upp úr riðlinum. Handbolti 11.11.2006 16:36
Valsstúlkur á toppnum Kvennalið Vals hefur náð þriggja stiga forystu á toppi DHL deildarinnar eftir öruggan 28-20 sigur á Fram í Laugardalshöllinni í dag. Haukar lögðu Akureyri á útivelli 27-21. Valur hefur þriggja stiga forskot á Gróttu á toppi deildarinnar. Handbolti 11.11.2006 16:31
Drogba í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba er búinn að skora bæði mörk Chelsea sem hefur yfir 2-0 gegn Watford á heimavelli. Wigan hefur yfir gegn Charlton 2-0 og Aston Villa er yfir 1-0 á Goodison Park gegn Everton. Markaskorara í dag má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni. Enski boltinn 11.11.2006 15:52
Portland og Atlanta koma á óvart Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og ekki er hægt að segja annað en að deildarkeppnin fari forvitnilega af stað, því á meðan nokkur af bestu liðum deildarinnar hafa átt erfitt uppdráttar í byrjun - eru minni spámenn á borð við Portland og Atlanta að koma á óvart. Körfubolti 11.11.2006 15:14
Liverpool mætir Arsenal Í dag var dregið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þar ber hæst að Liverpool fékk heimaleik gegn Arsenal, Newcastle mætir Chelsea, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Wycombe og þá tekur Tottenham á móti liði Southend í 1. deildinni sem óvænt sló Manchester United úr keppni á dögunum. Enski boltinn 11.11.2006 15:08
Auðunn Jónsson heimsmeistari Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð í dag heimsmeistari í kraftlyftingum í 125 kg flokki þegar hann lyfti samanlagt 1040 kg á heimsmeistaramótinu í Stavangri í Noregi. Auðunn lyfti 20 kg meira en næsti maður í samanlögðu og tók hann 395 kg á hnébeygju, 280 á bekknum og 365 kg í réttstöðulyftu. Sport 11.11.2006 15:00
Jafnt hjá City og Newcastle Manchester City og Newcastle skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en gestirnir frá Newcastle sýndu ekki lífsmark fyrr en á lokamínutum leiksins, þar sem þeir voru klaufar að tryggja sér ekki sigurinn. Enski boltinn 11.11.2006 14:49
Páll Axel stigahæsti Íslendingurinn Tim Ellis hjá Keflavík er stigahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar leiknar hafa verið sex umferðir, en hann skorar að meðaltali 29,3 stig í leik. Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 21,7 stig í leik. Körfubolti 10.11.2006 19:29
Scholes og Ferguson bestir í október Sir Alex Ferguson og Paul Scholes hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum og hefur þriggja stiga forskot á Chelsea á toppnum. Þetta er í 18 skipti sem Ferguson fær þessi verðlaun á ferlinum. Enski boltinn 10.11.2006 19:10
New Jersey - Miami í beinni á Sýn í kvöld Sjónvarpsstöðin Sýn heldur í kvöld áfram að sýna beint frá NBA körfuboltanum en klukkan eitt eftir miðnætti verður á dagskrá leikur New Jersey Nets og meistara Miami Heat. Körfubolti 10.11.2006 18:45
Vill verða alvöru heimsmeistari Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko segir að enn sé nokkuð í það að hann geti kallað sig alvöru heimsmeistara í þungavigt, en hann mætir Bandaríkjamanninum Calvin Brock í beinni útsendingu á Sýn annað kvöld. Sport 10.11.2006 18:26