Íþróttir

Fréttamynd

Rooney yfirheyrður vegna áfloga

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United verður á næstu dögum færður til yfirheyrslu í kjölfar þess að ráðist var á ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Manchester þann 15. október sl. Rooney verður væntanlega ekki handtekinn vegna þessa, en maðurinn hlaut ekki sár eftir árásina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lennon og Jenas ekki með gegn Hollendingum

Tottenham leikmennirnir Jermaine Jenas og Aaron Lennon hafa báðir dregið sig út úr landsliðshópi Englendinga sem mætir Hollendingum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Lennon er meiddur á hné, en Kieran Richardson hjá Manchester United leysir Jenas af hólmi þar sem hann er meiddur á kálfa.

Fótbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari á Spáni

Birgr Leifur Hafþórsson úr GKG náði sér ekki á strik á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina í dag þegar hann lauk keppni á þremur höggum yfir pari og er því samanlagt á pari vallar. Hann er sem stendur í kring um 30. sætið á mótinu og á góða möguleika á því að komast í gegn um frekari niðurskurð.

Golf
Fréttamynd

Solskjær knattspyrnumaður ársins

Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United var í gær kosinn knattspyrnumaður ársins í Noregi og landi hans Steffen Iversen hjá Rosenborg var kjörinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þeir Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann og Veigar Páll Gunnarsson hjá Stabæk voru valdir í lið ársins í úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Áfall fyrir Barcelona

Spánar- og Evrópumeistarar Barcelona urðu fyrir enn einu áfallinu í gær þegar í ljós kom að Argentínumaðurinn Lionel Messi þarf í aðgerð eftir að hafa meiðst í leik Barcelona og Zaragoza í gærkvöldi. Messi er með brákað bein i fætinum og getur ekki spilað með liðinu næstu þrjá mánuðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimmti sigur LA Clippers í röð

LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar.

Körfubolti
Fréttamynd

Lehmann dregur sig úr landsliðshópnum

Jens Lehmann getur ekki leikið með Þjóðverjum gegn Kýpurbúum í undankeppni EM í næstu viku vegna flensu. Þetta var tilkynnt í dag eftir að markvörðurinn missti af leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það verður Robert Enke hjá Hannover sem mun taka sæti hans í liðinu, en Timo Hildebrand hjá Stuttgart verður væntanlega í byrjunarliðinu. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni til þessa.

Fótbolti
Fréttamynd

Gravesen skoraði þrennu

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen fór á kostum í dag þegar Glasgow Celtic lagði St. Mirren auðveldlega 3-1 á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. Gravesen skoraði þrennu fyrir liðið, en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leik Íslendinga og Dana í undankeppni EM í haust. Celtic er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Haukar úr leik

Karlalið Hauka er úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 29-19 tap fyrir Paris Handball á heimavelli sínum í kvöld. Haukar töpuðu fyrri leiknum með 10 marka mun og sáu því vart til sólar í einvíginu. Fyrr í dag féllu Fylkismenn úr Áskorendakeppni Evrópu eftir naumt tap gegn St. Otmar frá Sviss.

Handbolti
Fréttamynd

Sýning hjá Ronaldinho

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho undirstrikaði það í kvöld að enginn knattspyrnumaður í heiminum stenst honum snúning þegar hann er í essinu sínu. Hann tryggði Barcelona 3-1 sigur á Zaragoza með því að skora tvö marka liðsins og leggja það þriðja upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Grindavík og KR á toppnum

Grindvíkingar og KR-ingar sitja á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins, en Snæfell og Njarðvík eiga leik til góða og geta komist upp að hlið þeirra með sigri í næsta leik. KR ingar unnu auðveldan sigur á ÍR í Seljaskóla 81-66 og Grindavík lagði Tindastól á Sauðárkróki 101-82. Þá vann Þór í Þorlákshöfn góðan sigur á Fjölni 97-95.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers - Memphis í beinni

Leikur LA Lakers og Memphis Grizzlies verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld klukkan 2:30. Kobe Bryant er nú kominn á fullt með liði Lakers á ný eftir meiðsli, en hefur þó haft mjög hægt um sig í stigaskorun í síðustu leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Palermo á toppnum

Palermo situr í toppsæti ítölsku A-deildarinnar eftir leiki dagsins, en liðið vann 3-0 sigur á Torino í dag. Í kvöld mættust Parma og Inter í æsilegum og dramatískum leik, þar sem Inter tryggði sér sigur á lokamínútunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuttgart á toppinn

Stuttgart skellti sér í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Hannover 2-1 á útivelli, eftir að hafa lent undir 1-0. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Stuttgart nær á toppinn í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt á Nou Camp í hálfleik

Staðan í leik Barcelona og Zaragoza er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés á Nou Camp í Barcelona. Gestirnir komust yfir með marki frá varnarmanninum Gabriel Milito á 15. mínútu en Ronaldinho jafnaði metin á 30 mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Eiður Smári er í liði Barcelona og hefur átt ágæta spretti í fyrri hálfleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurinn á Liverpool var mjög mikilvægur

Arsene Wenger var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið skellti Liverpool 3-0 á Emirates vellinum. Hann sagði sigurinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Powell og Richards best á árinu

Frjálsíþróttamennirnir Asafa Powell og Sanya Richards voru í dag útnefnd frjálsíþróttamenn ársins 2006 af Alþjóða Frjálsíþróttasambandinu. Jamaíkumaðurinn Powell jafnaði heimsmeitið í 100 metra hlaupi og vann öll 16 mótin sem hann keppti á í ár og Richards, sem er frá Bandaríkjunum, var sömuleiðis ósigrandi í 400 m hlaupi og sló 22 ára gamalt bandarískt met í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Henin-Hardenne sigraði í Madríd

Belgíska tenniskonan Justine Henin-Hardenne tryggði stöðu sína sem stigahæsta tenniskona heims í dag þegar hún lagði Amelie Mauresmo frá Frakklandi í úrslitaleik meistaramótsins í Madrid á Spáni 6-4 og 6-3, eftir að hafa borið sigurorð af Mariu Sharapovu í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Barcelona á ný

Nú klukkan 20 hefst í beinni útsendingu á Sýn toppslagur Barcelona og Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inn í byrjunarlið Katalóníurisans á ný eftir meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy fór hamförum

Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy minnti rækilega á sig í dag þegar hann skoraði öll fjögur mörk Real Madrid í 4-1 útisigri liðsins á Osasuna í beinni útsendingu á Sýn. Úrslitin gefa reyndar ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn í Osasuna höfðu lengst af í fullu tré við risana í Madrid, en segja má að Ruud Van Nistelrooy hafi riðið baggamuninn með markaveislu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Akureyri skellti Stjörnunni

Akureyri vann nokkuð sigur á Stjörnunni í Ásgarði í leik kvöldsins í DHL deild karla í handknattleik 23-22, eftir að heimamenn höfðu 5 marka forskot í hálfleik. Akureyri skaust með sigrinum í 3. sæti deildarinnar og hefur hlotið 7 stig í 5 leikjum, en Stjarnan er í 5. sæti með 4 stig.

Handbolti
Fréttamynd

Fylkir úr leik

Fylkir er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir annað naumt 30-29 tap fyrir svissneska liðinu St. Otmar ytra, en fyrri leik liðanna lauk með sama markamun í gær og því er íslenska liðið úr leik.

Handbolti
Fréttamynd

Skallagrímur lagði Hauka

Skallagrímsmenn lögðu Hauka 98-79 á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Darrell Flake átti stórleik fyrir Skallana, skoraði 27 stig og hirti 18 fráköst og Jovan Zdravevski skoraði 23 stig. Roni Leimu skoraði 27 stig fyrir Hauka, Kevin Smith 17 og Kristinn Jónasson skoraði 15 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var fimmti sigur Skallagríms í röð í deildinni eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin Jol reiður út í sína menn

Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arsenal burstaði Liverpool

Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Liverpool í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas skoruðu mörk Arsenal í dag og fyrir vikið er liðið komið í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig og á leik til góða á efstu lið, en Liverpool situr eftir í 9. sætinu með 17 stig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Seattle - St.Louis í beinni

Leikur Seattle Seahawks og St. Louis Rams verður sýndur á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 21:50 eða beint að loknum leik Barcelona og Zaragoza í spænska boltanum. Bæði lið eru í baráttunni um sigur í NFC Vesturdeildinni og því verður væntanlega hart barist í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í beinni í dag og í kvöld

Knattspyrnuveislan á Spáni heldur áfram á Sýn í dag, en eftir að stöðin sýndi tvo leiki beint í gær, eru þrír leikir í beinni í kvöld. Fjörugum eik Racing og Sevilla er senn að ljúka en þar er staðan enn 0-0. Klukkan 18 er leikur Osasuna og Real Madrid í beinni og veislunni lýkur í kvöld með leik Barcelona og Zaragoza klukkan 20.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal yfir í hálfleik

Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var Mathieu Flamini sem skoraði mark heimamanna skömmu fyrir leikhlé, en eitt mark hefur verið dæmt af Liverpool vegna rangstöðu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Haukar lögðu Keflavík

Íslandsmeistarar Hauka lögðu Keflvíkinga í stórleik dagsins í kvennakörfunni 90-81. Haukaliðið hafði 8 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og hélt forystu sinni jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Haukar hafa unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni, en þetta var fyrsta tap Keflvíkinga.

Körfubolti
Fréttamynd

Birgir Leifur í 11. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í mjög góðri stöðu eftir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni. Birgir lék á pari í dag og er því enn á þremur höggum undir pari sem skilar honum 11. sæti. Eftir frábæra byrjun í dag fataðist honum reyndar flugið og fékk hann tvo skolla á 16. og 17. braut.

Golf