Lögreglan

Fréttamynd

Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári.

Innlent
Fréttamynd

Einar Guð­berg lög­reglu­full­trúi látinn

Einar Guðberg Jónsson lög­reglu­full­trúi er látinn 45 ára að aldri. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­ala í Kópa­vogi hinn 5. sept­em­ber. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bleikur ráð­herrafíll í um­ferðinni

Fyrr í vikunni barst mér til eyrna að hjón í Hveragerði hafi bæði verið handtekin sama kvöldið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Umrætt fíkniefni reyndist þó vera ADHD lyfið Elvanse sem bæði taka samkvæmt læknisráði og að fenginni ADHD greiningu.

Skoðun
Fréttamynd

Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu

Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði.

Innlent
Fréttamynd

Út­skýrir vinnu­brögð lög­reglunnar í hand­tökunni í Hvera­gerði

Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum

Hjónin Valdimar og Hanna María Rand­rup, í­búar í Hvera­gerði, voru hand­tekin í fyrra­kvöld þar sem am­feta­mín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvan­se sem þau eru á. Fjór­tán ára sonur þeirra varð eftir heima. For­maður ADHD sam­takanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri inn­viða­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra á­byrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi aðgerð tókst bara prýðilega“

Formaður Landssambands lögreglumanna vísar samlíkingu annars mótmælandans um borð í hvalveiðiskipum Hvals, þar sem lögreglunni hér á landi er líkt við lögregluna í Íran, á bug. Hann telur aðgerðir lögreglu í tengslum við mótmælin hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Segja við­brögð lög­reglunnar við mót­mælunum ó­á­sættan­leg

Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er óafsakanlegt“

Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mann­réttinda­brot“

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“

Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent

Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári.  Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent.  Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Fangar lýsa baráttu við fíkniefni, fangelsi og fjölmiðla

„Ég vil meina að fangavist skemmi þig andlega og líkamlega. Þegar ég fór í fyrsta skipti þá var nánast vitað að ég færi aftur. Þú í raun og veru kannt ekkert annað og það er ekkert unnið með þér. Þér er ekki kennt neitt og það er ekkert sem grípur þig. Þá ferðu bara í það sem þú kannt og heldur því áfram og allir vinir þínir verða fyrrverandi fangar,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánað hefur fleiri en einn fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn vilja nafnleynd vegna hótana

Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur og hafa áhyggjur því að meiri alvara sé á bak við hótanir við handtökur og yfirheyrslur. Stungið er á dekk, bílar rispaðir og nýlega var kveikt í bíl lögreglukonu fyrir utan heimili hennar.

Innlent
Fréttamynd

„Við höfum á­hyggjur af krökkunum“

Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. 

Innlent
Fréttamynd

Hinseginvænt samfélag og lögreglan

Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Við­bragðs­aðilar taka gos­hléi fagnandi

Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 

Innlent