Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 22:07 Lögfræðingur mótmælendanna veltir fyrir sér af hverju ummæli lögreglumanna hafi ekki komið fram í fyrri störfum eftirlitsnefndar. Þá spyr hann sig hvort unnið hafi verið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu. Vísir/Ívar Fannar Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19