Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 28. janúar 2025 23:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“ Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Þetta sagði Þorbjörg á ríkisstjórnarfundi í morgun, þriðjudag. Í ljós hefur komið að þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári síðan hefur enginn þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni. Er það vegna þess að slík bönd eru ekki til. Sjá einnig: Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara „Ég get í sjálfu sér lítið gert í því sem gerðist fyrir mína tíð en mín afstaða sem dómsmálaráðherra er algjörlega skýr með það að þessi ökklabönd þau eiga að vera í notkun. Þau eiga að vera í notkun í tengslum við nálgunarbann,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði eitt af því sem hún hefði lagt áherslu á í embætti væru aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. „Við vitum að nálgunarbann er nátengt þeim veruleika kvenna, að sæta ofsóknum,“ sagði Þorbjörg. Hún sagðist ætla að beita sér í því að ökklabönd verði keypt og þau tekin í notkun. Þegar kemur að því hvaðan peningarnir fyrir ökklaböndum munu koma sagði Þorbjörg það til skoðunar hvort þeir hafi þegar verið veittir til ríkislögreglustjóra eða ekki. „Afstaða mín er algjörlega skýr um það að ef það er eitthvað sem upp á vantar verður því breytt.“ Þorbjörg sagðist ætla að láta að skoða löggjöf og framkvæmd þegar kemur að nálgunarbanni og umsáturseinelti. Hluti af því væri að skoða hvernig ökklaböndum sé beitt í slíkum tilvikum. „Þannig að ég ætla að fara í heildstæða skoðun á þessum pakka öllum saman. Síðan er það annað samtal að þetta á líka við í samhengi við fangelsin. Að það sé hægt að beita þeim þar í stað vægari refsinga.“ Þorbjörg sagðist ætla í aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og hún ætli að beita sér þar. „Það á ekki að vera þannig á Íslandi að það teljist til einhverra mannréttinda að fá að ofsækja fólk og það mun ekki líðast á minni vakt.“ Hún sagði að um níutíu til hundrað mál, þar sem nálgunarbann sé ítrekað brotið, eigi sér stað hér á landi á ári hverju. „Það eru stórar tölur. Þetta er veruleiki allt of margra þolenda og við ætlum að berjast gegn þessu.“
Kynbundið ofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Fangelsismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira