Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 20:04 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi er mjög ánægður með nýju lögreglustöðina í Vík í Mýrdal og allan aðbúnað þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný lögreglustöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal, sem mikil ánægja er með enda tilgangurinn að efla löggæslu á svæðinu og tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Sex lögreglumenn starfa á stöðinni. Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira
Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira