Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 20:04 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi er mjög ánægður með nýju lögreglustöðina í Vík í Mýrdal og allan aðbúnað þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný lögreglustöð hefur verið opnuð í Vík í Mýrdal, sem mikil ánægja er með enda tilgangurinn að efla löggæslu á svæðinu og tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Sex lögreglumenn starfa á stöðinni. Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Húsnæði nýju lögreglustöðvarinnar er við Ránarbraut 1 á neðri hæðinni þar sem Arion banki og ÁTVR voru áður með starfsemi sína. Fjölmenni mætti í opið hús í nýju lögreglustöðinni í vikunni og voru allir hæstánægðir með nýju húsakynnin. „Það eru sex lögreglumenn á þessu svæði eins og staðan er í dag og við auðvitað vonumst til að getað eflt okkar starfsemi núna enn frekar þegar við erum komin með aðstöðu á svæðinu. Það er ekki sólarhringsvakt hérna en það eru bakvaktir á nóttunni en vakt yfir daginn og fram á kvöld,” segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Fjölmenni mætti á opna húsið á lögreglustöðinni í Vík síðasta fimmtudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Mýrdalshrepps fagnar að sjálfsögðu nýju lögreglustöðinni. „Þessi glæsilega aðstaða hérna er auðvitað algjör bylting fyrir starfsfólk Lögreglunnar á Suðurlandi og ég hef bara væntingar til þess að þetta verði til þess að fjölga lögreglumönnum hér á svæðinu og auka öryggi okkar og allra ferðamanna, sem að koma hérna um,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps færði lögreglunni glæsilega mynd frá Vík, sem Grímur tók á móti og verður hengd upp á vegg á nýju lögreglustöðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru sex lögreglumenn í Vík, eru þetta bestu lögreglumenn landsins eða hvað? „Já, ég held að það megi örugglega kalla þá bestu lögreglumenn landsins því þeir þurfa oft að standa vaktina hérna undir gríðarlega erfiðum kringumstæðum, glíma við náttúruöflin, óreynda oft erlenda ökumenn, sem eru að koma mikið til okkar og ég er afskaplega þakklátur fyrir þeirra góðu störf,” segir Einar Freyr. Reynir Ragnarsson var lögreglumaður í Vík í 20 ára. Hann er alsæll með nýju lögreglustöðina. „Mér líst bara vel á hana, mjög vel. Það er annað heldur en þegar maður byrjaði hérna í lögreglunni en ég var nú fyrsti fastráðni lögreglumaðurinn hérna í sýslunni og þá var engin aðstaða neins staðar,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson starfaði í um 20 ára í lögreglunni í Vík og var fyrsti fastráðni starfsmaðurinn þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja lögreglustöðin er til húsa á neðri hæðinni við Ránarbraut 1 í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Lögreglan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira