„Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 00:23 Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari og formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands gagnrýndi Úlfar Lúðvíksson harðlega í ræðu sinni við viðtökur á verðlaunum fyrir mynd ársins 2024. Fjölmiðlar hafi gert mikinn óleik að hafa hlýtt yfirvaldinu. Vísir/Vilhelm/Vilhelm Formaður blaðaljósmyndarafélags Íslands segir duttlunga Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, hafa gert það að verkum að einn stærsti fréttaviðburður síðustu áratuga, tæming Grindvíkinga á húsum sínum, var nánast ekkert ljósmyndaður. Slík embættisafglöp megi ekki endurtaka sig. Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gagnrýndi Úlfar í ræðu sinni eftir að hafa tekið á móti verðlaunum fyrir mynd ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, meinaði fjölmiðlafólki að fara inn í Grindavík í nóvember 2023 þegar Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Öllum fjölmiðlum nema einum var þá meinaður aðgangur að svæðinu og átti þessi eini fjölmiðill að deila myndefni með öðrum miðlum. Rökstuðningur lögreglunnar var að um viðkvæmar aðgerðir væri að ræða og að vernda þyrfti íbúa og viðbragðsaðila en Blaðamannafélagið kærði ákvörðun lögreglustjórans til dómsmálaráðuneytisins. Sjá einnig: Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Í febrúar 2024 fengu bæjarbúar Grindavíkur að vitja eigna sinna í nokkra daga í allt að sex klukkutíma í senn án eftirlits, og var þeim hleypt inn í bæinn í hópum. Var fjölmiðlum þá algjörlega meinaður aðgangur að svæðinu. Þessa ákvörðun tók Golli fyrir og gagnrýndi í ræðu sinni. Einum embættismanni fannst nóg komið „Þrátt fyrir að það hangi hundrað magnaðar fréttamyndir upp á veggjunum er samt ekki ein einasta mynd af stærsta fréttaatburði síðasta áratugs á Íslandi hér inni. Það er ekki dómefndunum að kenna því það kom engin þannig mynd til dómnefndarinnar,“ sagði Golli í upphafi ræðu sinnar. Hann sagði ástæðuna vera einfalda en um leið skelfilega fyrir fjölmiðla á Íslandi, ömurlega fyrir samfélagið og hræðilega fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. „Ástæðan er sú að yfirvaldinu, einum embættismanni á Reykjanesi fannst við hafa myndað nóg. Það vantaði bara ekkert upp á heimildaöflun, það væri komið gott, það væri engin ástæða til að við fengjum að fylgja hundruðum íbúa Grindavíkur inn í bæinn dagana sem þeir tæmdu húsin sín, dagana sem þeir yfirgáfu margir heimili sín í síðasta sinn,“ sagði Golli í ræðunni. „Embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig“ „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi. Ástæðan var ekki til að tryggja öryggi okkar, það voru hundruðir manns inni í bænum á sama tíma. Þetta voru bara duttlungar eins manns með ofurvald á svæðinu,“ sagði hann. „Þetta er skandall, þetta er hreinn skandall. Við getum ekki leyft þjóðfélag þar sem pirraður embættismaður segir fjölmiðlafólki að það sé búið að ná í nægar upplýsingar, finna nægar sögur, fá nægar frásagnir og smella nægum myndum en hefur um leið vald til að halda okkur frá því sem þarf til að nauðsynlega dókúmentera.“ Sagði Golli að með því að hlýða slíku yfirvaldi værum við að gera samfélagi okkar og framtíð óleik. „Það getur vel verið að margir Grindvíkingar hafi á þessum tíma verið pirraðir út í fjölmiðla og einhverjir hvatt lögreglustjórann til að halda okkur frá. En það er algjörlega á hreinu að sagan mun ekki dæma okkur fyrir að hafa myndað of margar myndir og nógu margar myndir af því sem þarna gekk á þessa örlagaríku daga,“ sagði Golli. „Þegar loks jörðin hættir að rísa, hraunið að renna og rykið fellur þá áttar þjóðin sig á því að þetta voru embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig.“ Loks sagði hann að Íslendingar skulduðu framtíðinni að geta sagt sögu samtímans á skilmerkilegan hátt án þess að notað væri til þess myndefni búið til af gervigreind. Nógu erfið væri baráttan við falsið og gervið. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að Kjartan hefði í ræðu sinni fjallað um takmarkanir á aðgengi fjölmiðla að Grindavík í nóvember 2023. Hann átti hins vegar við takmarkanir þremur mánuðum síðar í febrúar 2024. Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gagnrýndi Úlfar í ræðu sinni eftir að hafa tekið á móti verðlaunum fyrir mynd ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, meinaði fjölmiðlafólki að fara inn í Grindavík í nóvember 2023 þegar Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Öllum fjölmiðlum nema einum var þá meinaður aðgangur að svæðinu og átti þessi eini fjölmiðill að deila myndefni með öðrum miðlum. Rökstuðningur lögreglunnar var að um viðkvæmar aðgerðir væri að ræða og að vernda þyrfti íbúa og viðbragðsaðila en Blaðamannafélagið kærði ákvörðun lögreglustjórans til dómsmálaráðuneytisins. Sjá einnig: Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum Í febrúar 2024 fengu bæjarbúar Grindavíkur að vitja eigna sinna í nokkra daga í allt að sex klukkutíma í senn án eftirlits, og var þeim hleypt inn í bæinn í hópum. Var fjölmiðlum þá algjörlega meinaður aðgangur að svæðinu. Þessa ákvörðun tók Golli fyrir og gagnrýndi í ræðu sinni. Einum embættismanni fannst nóg komið „Þrátt fyrir að það hangi hundrað magnaðar fréttamyndir upp á veggjunum er samt ekki ein einasta mynd af stærsta fréttaatburði síðasta áratugs á Íslandi hér inni. Það er ekki dómefndunum að kenna því það kom engin þannig mynd til dómnefndarinnar,“ sagði Golli í upphafi ræðu sinnar. Hann sagði ástæðuna vera einfalda en um leið skelfilega fyrir fjölmiðla á Íslandi, ömurlega fyrir samfélagið og hræðilega fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. „Ástæðan er sú að yfirvaldinu, einum embættismanni á Reykjanesi fannst við hafa myndað nóg. Það vantaði bara ekkert upp á heimildaöflun, það væri komið gott, það væri engin ástæða til að við fengjum að fylgja hundruðum íbúa Grindavíkur inn í bæinn dagana sem þeir tæmdu húsin sín, dagana sem þeir yfirgáfu margir heimili sín í síðasta sinn,“ sagði Golli í ræðunni. „Embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig“ „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi. Ástæðan var ekki til að tryggja öryggi okkar, það voru hundruðir manns inni í bænum á sama tíma. Þetta voru bara duttlungar eins manns með ofurvald á svæðinu,“ sagði hann. „Þetta er skandall, þetta er hreinn skandall. Við getum ekki leyft þjóðfélag þar sem pirraður embættismaður segir fjölmiðlafólki að það sé búið að ná í nægar upplýsingar, finna nægar sögur, fá nægar frásagnir og smella nægum myndum en hefur um leið vald til að halda okkur frá því sem þarf til að nauðsynlega dókúmentera.“ Sagði Golli að með því að hlýða slíku yfirvaldi værum við að gera samfélagi okkar og framtíð óleik. „Það getur vel verið að margir Grindvíkingar hafi á þessum tíma verið pirraðir út í fjölmiðla og einhverjir hvatt lögreglustjórann til að halda okkur frá. En það er algjörlega á hreinu að sagan mun ekki dæma okkur fyrir að hafa myndað of margar myndir og nógu margar myndir af því sem þarna gekk á þessa örlagaríku daga,“ sagði Golli. „Þegar loks jörðin hættir að rísa, hraunið að renna og rykið fellur þá áttar þjóðin sig á því að þetta voru embættisafglöp sem ekki mega endurtaka sig.“ Loks sagði hann að Íslendingar skulduðu framtíðinni að geta sagt sögu samtímans á skilmerkilegan hátt án þess að notað væri til þess myndefni búið til af gervigreind. Nógu erfið væri baráttan við falsið og gervið. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð að Kjartan hefði í ræðu sinni fjallað um takmarkanir á aðgengi fjölmiðla að Grindavík í nóvember 2023. Hann átti hins vegar við takmarkanir þremur mánuðum síðar í febrúar 2024.
Fjölmiðlar Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira