Lögreglan

Fréttamynd

Hætt að af­henda lög­­reglu ­vott­orð hælis­­leit­enda í bili

Ó­vissa er uppi um hvort Heilsu­gæslan á höfuð­borgar­svæðinu megi af­henda lög­reglu bólu­setningar­vott­orð ein­stak­linga eins og stofnunin gerði í til­felli tveggja Palestínu­manna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsu­gæslan hefur á­kveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lög­reglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta at­riði.

Innlent
Fréttamynd

Solaris kvarta til Um­boðs­manns vegna Út­lendinga­stofnunar og lög­reglu

Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína

Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags.

Innlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Innlent
Fréttamynd

Pírataframapotarar

Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli”

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé við­kvæmt blóm

„Fyrstu við­brögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níels­son kynnti sér málin að­eins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, þegar hann var inntur eftir við­brögðum við grein Brynjars Níels­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, sem birtist á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fimm álmur Ás­mundar­salar

Ásmundarsalarmálið er orðið eins og frekar ólystugt lasagna. Eftir því sem málinu hefur undið fram hafa bæst við ný lög af dómgreindarbresti og gagnrýniverðri hegðun, og eftir sitjum við með óbragði í munni.

Skoðun
Fréttamynd

Traust til lögreglu

Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­­tal lög­­reglu­mannanna hafi lýst for­dómum

For­maður nefndar um eftirlit með lög­reglu (NEL) segir ljóst að sam­tal lög­reglu­mannanna tveggja við Ás­mundar­sal, sem nefndin taldi á­mælis­vert, hafi ekki verið per­sónu­legt. Það hafi snúið beint að þeim sem lög­regla hafði af­skipti af á vett­vangi, lýst for­dómum og því fullt til­efni fyrir nefndina að fjalla sér­stak­lega um það.

Innlent
Fréttamynd

Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars.

Innlent
Fréttamynd

Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Þegar sumir eru jafnari en aðrir

Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Telur mögu­legt að lög­regla hafi átt við fleiri upp­tökur

Nefnd um eftir­lit með lög­reglu skoðar nú hvort til­efni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lög­reglan getur sjálf átt við upp­tökur búk­mynda­véla sinna. Skúli Þór Gunn­steins­son, for­maður nefndarinnar, vill ekki upp­lýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið form­lega á­kvörðun um fram­haldið.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna

Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum

Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent