„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 13:32 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Egill Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. Sigríður var gestur í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í morgun þar sem hún ræddi meðal annars hópárásina og hnífstunguna í Bankastræti fimmtudagskvöldið 17. nóvember. Aðspurð um það hvort það væri rétt að samfélagið væri orðið óöruggara en Íslendingar hafi upplifað það fyrir örfáum dögum, sagði Sigríður erfitt að svara því í stuttu máli því viðfangsefnið væri flókið. Hún sagði vopnaburð hafa aukist smátt og smátt en það þyrfti að fara rólega í að draga ályktanir og skoða þyrfti hver þróunin væri. Hún velti því upp hvort að lítill kjarni fólks hefði komið að árásinni í Bankastræti og meðfylgjandi átökum. Hún væri ekki tilbúin til að tala um gengjaátök. Seinna í þættinum talaði hún svo um að í hópunum væri að tala um kjarnafólk sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu og sömuleiðis ungmennahóp sem skoða þyrfti betur og styrkja. „Vissulega skil ég að fólk sé hrætt við þessar fréttir og þessa atburði,“ sagði Sigríður. „En við erum örugg þjóð. Við erum það í samanburði við alla. Þannig að við megum ekki gleyma því og láta óttann ná tökum á okkur.“ Lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðbænum um helgina en þó virðist sem tiltölulega lítið hafi verið um að vera og fámennt hafi verið. „Við erum ekkert að missa þessa borg“ Sigríður var spurð út í skilaboð sem gengu manna á milli í vikunni um að hópar manna ætluðu sér meðal annars að stinga fólk af handahófi og það að sendiráð Bandaríkjanna varaði bandarískt fólk við því að vera í miðbænum. Hún var sérstaklega spurð að því hvort þetta væri óðagot eða hvort tilefni væri til hræðslu. Hún sagði lögregluna hafa staðið sig vel um helgina með auknum viðbúnaði og sýnilegu viðbragði. „Við erum ekkert að missa þessa borg. Það er ekkert þannig. Við erum ekki þar.“ Þá sagðist hún hafa átt óformlegt samtal við starfsmann sendiráðs Bandaríkjanna um að þetta hefði í raun bara átt að vera pen viðvörun. „Ég hef alltaf sagt það, og við öll, að ef við teljum ástæðu til að hvetja fólk til að halda sig heima þá gerum við það. Við gerum það þegar ógn steðjar að. Hvort sem það er óveður eða ótti um ofbeldisverk.“ Sigríður sagði einnig að hún hafi heyrt í morgun að ærslabelgir og óróaseggir hafi virst halda sig heima um helgina. Helgin hafi verið í rólegri kantinum. Hún sagði málið hins vegar vera hluta af stærra máli og að það væri unga fólk landsins og forvarnarhlutverk lögreglu. Það þurfi að stíga fyrr inn í mál þeirra og passa að ungt fólk finni sér ekki einhverja samsvörun inn í neikvæðri menningu. Það þyrfti að hjálpa þeim úr slíkum aðstæðum. Raunveruleg ógn frá skipulagðri brotastarfsemi Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði í vikunni „stríð“ gegn skipulagðri brotastarfsemi og átak hjá lögreglunni. Sagði hann að mögulega yrðu stigin umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögregluþjóna. Sigríður sagði lögregluna þurfa að vera með fleiri frumkvæðisverkefni og rannsóknir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Jón hefði að hluta til verið að bregðast við ákalli frá lögreglunni þar að lútandi. „Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar,“ sagði Sigríður. Vísaði hún til fjármunabrota, efnahagsbrota og í rauninni alls kyns alvarlega brotastarfsemi. Sigríður sagði þörf á meira fólki og meira fjármagni í skipulagða brotastarfsemi. Þar vildu forsvarsmenn lögreglunnar bæta í. Einnig þyrfti að bæta forvarnir því þar hefði verið dregið úr í kjölfar hrunsins 2008. Á einum tímapunkti nefndi Sigríður að hlúa þyrfti betur að ungum drengjum í skólakerfinu. „Við þurfum bara að hlúa að þessum hópi. Ef við gerum það, þá fáum við betra samfélag. Það er bara enginn vafi.“ Lögreglustjórar hafi áhyggjur af sínu fólki Aðspurð um hvort það væri einhver lausn að vopna lögregluna betur sagði Sigríður það vera flókna spurningu. „Það er enginn að tala um að lögreglan fari að bera skotvopn að staðaldri,“ sagði Sigríður. Hún sagði það einungis eiga við sérsveitina og þá ekki alltaf heldur samkvæmt hættumati. Hún sagði forsvarsmenn lögreglunnar hins vegar bera ábyrgð á eigin fólki. Þegar notkun stunguvopna væri orðin svo mikil að það þyrfti að huga að öryggi fólks. Þá mætti alveg skoða hvort til dæmis rafmagnsbyssur gætu verið eitt af tækjum og tólum lögregluþjóna. Lögreglustjórar hefðu lengi kallað eftir því vegna áhyggja af öryggi lögregluþjóna. Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Sigríður var gestur í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í morgun þar sem hún ræddi meðal annars hópárásina og hnífstunguna í Bankastræti fimmtudagskvöldið 17. nóvember. Aðspurð um það hvort það væri rétt að samfélagið væri orðið óöruggara en Íslendingar hafi upplifað það fyrir örfáum dögum, sagði Sigríður erfitt að svara því í stuttu máli því viðfangsefnið væri flókið. Hún sagði vopnaburð hafa aukist smátt og smátt en það þyrfti að fara rólega í að draga ályktanir og skoða þyrfti hver þróunin væri. Hún velti því upp hvort að lítill kjarni fólks hefði komið að árásinni í Bankastræti og meðfylgjandi átökum. Hún væri ekki tilbúin til að tala um gengjaátök. Seinna í þættinum talaði hún svo um að í hópunum væri að tala um kjarnafólk sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu og sömuleiðis ungmennahóp sem skoða þyrfti betur og styrkja. „Vissulega skil ég að fólk sé hrætt við þessar fréttir og þessa atburði,“ sagði Sigríður. „En við erum örugg þjóð. Við erum það í samanburði við alla. Þannig að við megum ekki gleyma því og láta óttann ná tökum á okkur.“ Lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðbænum um helgina en þó virðist sem tiltölulega lítið hafi verið um að vera og fámennt hafi verið. „Við erum ekkert að missa þessa borg“ Sigríður var spurð út í skilaboð sem gengu manna á milli í vikunni um að hópar manna ætluðu sér meðal annars að stinga fólk af handahófi og það að sendiráð Bandaríkjanna varaði bandarískt fólk við því að vera í miðbænum. Hún var sérstaklega spurð að því hvort þetta væri óðagot eða hvort tilefni væri til hræðslu. Hún sagði lögregluna hafa staðið sig vel um helgina með auknum viðbúnaði og sýnilegu viðbragði. „Við erum ekkert að missa þessa borg. Það er ekkert þannig. Við erum ekki þar.“ Þá sagðist hún hafa átt óformlegt samtal við starfsmann sendiráðs Bandaríkjanna um að þetta hefði í raun bara átt að vera pen viðvörun. „Ég hef alltaf sagt það, og við öll, að ef við teljum ástæðu til að hvetja fólk til að halda sig heima þá gerum við það. Við gerum það þegar ógn steðjar að. Hvort sem það er óveður eða ótti um ofbeldisverk.“ Sigríður sagði einnig að hún hafi heyrt í morgun að ærslabelgir og óróaseggir hafi virst halda sig heima um helgina. Helgin hafi verið í rólegri kantinum. Hún sagði málið hins vegar vera hluta af stærra máli og að það væri unga fólk landsins og forvarnarhlutverk lögreglu. Það þurfi að stíga fyrr inn í mál þeirra og passa að ungt fólk finni sér ekki einhverja samsvörun inn í neikvæðri menningu. Það þyrfti að hjálpa þeim úr slíkum aðstæðum. Raunveruleg ógn frá skipulagðri brotastarfsemi Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði í vikunni „stríð“ gegn skipulagðri brotastarfsemi og átak hjá lögreglunni. Sagði hann að mögulega yrðu stigin umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögregluþjóna. Sigríður sagði lögregluna þurfa að vera með fleiri frumkvæðisverkefni og rannsóknir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Jón hefði að hluta til verið að bregðast við ákalli frá lögreglunni þar að lútandi. „Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar,“ sagði Sigríður. Vísaði hún til fjármunabrota, efnahagsbrota og í rauninni alls kyns alvarlega brotastarfsemi. Sigríður sagði þörf á meira fólki og meira fjármagni í skipulagða brotastarfsemi. Þar vildu forsvarsmenn lögreglunnar bæta í. Einnig þyrfti að bæta forvarnir því þar hefði verið dregið úr í kjölfar hrunsins 2008. Á einum tímapunkti nefndi Sigríður að hlúa þyrfti betur að ungum drengjum í skólakerfinu. „Við þurfum bara að hlúa að þessum hópi. Ef við gerum það, þá fáum við betra samfélag. Það er bara enginn vafi.“ Lögreglustjórar hafi áhyggjur af sínu fólki Aðspurð um hvort það væri einhver lausn að vopna lögregluna betur sagði Sigríður það vera flókna spurningu. „Það er enginn að tala um að lögreglan fari að bera skotvopn að staðaldri,“ sagði Sigríður. Hún sagði það einungis eiga við sérsveitina og þá ekki alltaf heldur samkvæmt hættumati. Hún sagði forsvarsmenn lögreglunnar hins vegar bera ábyrgð á eigin fólki. Þegar notkun stunguvopna væri orðin svo mikil að það þyrfti að huga að öryggi fólks. Þá mætti alveg skoða hvort til dæmis rafmagnsbyssur gætu verið eitt af tækjum og tólum lögregluþjóna. Lögreglustjórar hefðu lengi kallað eftir því vegna áhyggja af öryggi lögregluþjóna.
Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira