„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 21:36 Birgir Rúnar Halldórsson er einn af eigendum skemmtistaðarins Lúx í Austurstræti. vísir/stöð 2 Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. „Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt. Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Sjá meira
„Þetta mun vonandi ganga betur en í gær. Þetta gekk ekki nógu vel eða eins og þetta gengur venjulega hjá okkur. En það er mjög skiljanlegt að fólk sé hrætt og fólk hafi ekki þorað í bæinn en lögregla var úti um allt og það var mikill viðbúnaður. Og vonandi verður þetta betra í kvöld,“ sagði Birgir Rúnar Halldórsson, einn eigenda skemmtistaðarins Lúx, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður ræddi við hann. Mörgum skemmtistaðaeigendum þykir of mikið gert úr sögusögnum af mögulegum árásum í miðbænum þessa helgina í tengslum við deilur tveggja hópa í undirheimum sem hafa verið að magnast upp á síðustu vikum. Þær deilur náðu auðvitað hámarki sínu með hnífstunguárásinni á Bankastræti Club á fimmtudaginn fyrir viku. „Þetta er mjög alvarlegt. Lögregla þarf að taka mikið á þessu. En ég tel að þetta hafi verið mjög blásið upp af fjölmiðlum, því miður. Og það er að bitna bæði á fólki sem ætlaði að skemmta sér um helgina á jólahlaðborðum hjá vinnustöðum og okkur líka, veitingamönnum sem erum að reka staði og klúbba niðri í bæ,“ segir Birgir Rúnar. Afar fáir voru á ferli í bænum í gær og urðu sumir skemmtistaðir að bregða á það ráð að loka fyrr. Prikið lokaði til dæmis klukkan hálf tvö og Bankastræti Club klukkan eitt.
Næturlíf Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Sjá meira
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent