Steingrímur J. Sigfússon Ísland og erlendir kröfuhafar Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Skoðun 12.4.2013 16:59 Viðburðaríkir dagar! Það hafa verið viðburðaríkir dagar að undanförnu, svo sannarlega. Alþingi kom saman um miðjan janúar og hóf störf með endanlegri afgreiðslu Rammaáætlunar; en margt annað hefur orðið tíðinda. Góðu fréttirnar eru þar yfirgnæfandi að mínu mati og árið 2013 fer í heild vel af stað á Íslandi þótt blikur sé víða á lofti í helstu viðskiptalöndum okkar, þar af leiðandi einnig hjá okkur, því við erum ekki eyland heldur hluti af samþættum heimi. Þar til viðbótar er við okkar heimatilbúna og sjálfskapaða vanda að etja sem hrunið olli. Skoðun 12.2.2013 16:19 Fleiri konur við stjórnvölinn Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Skoðun 8.2.2013 09:28 Olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um "hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands“. Skoðun 11.1.2013 16:35 Metár í ferðaþjónustu Nú liggur fyrir að árið 2012 verður algert metár í íslenskri ferðaþjónustu. Flest bendir til að fjöldi erlendra ferðamanna verði nálægt 670 þúsund á yfirstandandi ári. Skoðun 14.12.2012 17:10 Birta eða myrkur ! "Inni er bjart við yl og söng úti svarta myrkur.“ Skoðun 11.12.2012 16:21 Spámaður snýr aftur! Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni. Skoðun 6.12.2012 21:53 Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Skoðun 4.9.2012 21:44 Lesum í sporin! Í eðlilegri gremju sinni og vonbrigðum með hrunið og eftirköst þess beina margir óánægju sinni að sitjandi valdhöfum, okkur sem tókum við keflinu 1. febrúar 2009, og finnst að hægt hafi gengið að kippa hlutunum í lag. Og með rétti má segja að almenningur hafi hvoru tveggja, mikið til síns máls og rök fyrir sinni óánægju. Auðvitað hefur gengið hægt og hægar en við öll vildum að komast út úr erfiðleikunum. Samt er það þannig að ef raunsær mælikvarði og sanngjarn er lagður á hlutina var vart við öðru að búast. Áfallið hér var risavaxið og horfurnar satt best að segja svo dapurlegar fram eftir og út árið 2009 og inn á árið 2010 að séð í því ljósi er bjart yfir Íslandi nú. Óveðurský þjóðargjaldþrots, efnahagslegrar bráðnunar, stórfellds landflótta eða annarra stórhörmunga, sem ýmsir spáðu, eru að baki. Skoðun 22.8.2012 17:43 Ríkissjóður okkar og annarra Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. k Skoðun 1.8.2012 21:34 Endurreisn efnahagslífsins er að heppnast Efnahagshrun af þeirri stærðargráðu sem varð hér á landi árið 2008 hefur óumflýjanlega fjölþætt neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þegar tvennt gerist samtímis, harkalegt fall verður í tekjum ríkissjóðs og útgjöld stóraukast, þarf ekki að sökum að spyrja. Tekjufallið skýrist einkum af því að froðutekjur ofþensluáranna hurfu eins og dögg fyrir sólu og samdráttur í hagkerfinu varð nálægt 11% á tveimur árum. Einnig var tekjuöflunarkerfi ríkisins, hinir almennu og stöðugu skattstofnar, þannig á sig komið eftir nýfrjálshyggjutímann að það gat ekki staðið undir lágmarkssamneyslu. Skoðun 24.7.2012 17:06 Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Skoðun 16.7.2012 17:04 Atvinnuvegafjárfesting tekur vel við sér Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skoðun 9.7.2012 22:13 Enn birtir til í efnahagslífinu Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Skoðun 22.6.2012 21:22 Batinn rækilega staðfestur Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar Skoðun 8.6.2012 14:38 Tveir og hálfur milljarður í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur – það munar um minna Tugþúsundir húseigenda um allt land fengu fjármuni frá ríkissjóði inn á bankareikninga sína nú um síðustu mánaðamót. Mörgum í þeim hópi hefur eflaust komið þetta ánægjulega á óvart. Eðli málsins samkvæmt er fólk vanara því að meira fari út af reikningunum vegna íbúðarlána en að eitthvað skili sér inn á þá. Skoðun 9.5.2012 17:01 Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Nýjustu tíðindi af vorralli Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gefa tilefni til bjartsýni en stofnvísitala þorsks mældist sú hæsta í 27 ár. Ábatinn miðað við þetta sýnir að það var rétt hjá stjórnvöldum að forðast þann freistnivanda sem var til staðar á fyrrihluta árs 2009 við að auka kvóta, þegar Ísland var í heljargreipum verstu kreppu lýðveldistímans. Á þeim tíma hefði kvótaaukning þýtt að sjálfbærni veiða væri stefnt í hættu. Sem betur fer kusum við að fara skynsamlega leið við ákvörðun kvótans á þessum viðkvæma tímapunkti. Skoðun 17.4.2012 16:52 Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja langt komin! Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Skoðun 16.4.2012 16:54 Ferðaþjónustan á fljúgandi siglingu Eftir efnahagsáföllin miklu árið 2008 hefur reynt á hefðbundnar gjaldeyrisskapandi greinar landsins, raunhagkerfið íslenska, sem stóð eftir þegar bólan sprakk. Skoðun 3.4.2012 22:00 Jöfnuður eykst Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Skoðun 27.3.2012 17:03 Hjólin snúast Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Skoðun 8.3.2012 16:39 Áætlun um efnahagslegt öryggi Við forsvarsmenn sex vinstriflokka á Norðurlöndunum krefjumst þess að reglur verði settar um fjármálamarkaði til að koma í veg fyrir að skattborgarar borgi reikninginn þegar bjarga á bönkum. Það þarf að gera greinarmun á þeirri bankastarfsemi sem er nauðsynleg í hverju samfélagi annars vegar og spákaupmennsku hins vegar og að auki að tryggja að geta bankanna til að standa við skuldbindingar sínar aukist til muna. Skoðun 1.2.2012 16:54 Betra samfélag Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Skoðun 31.1.2012 16:30 Ódýrar talnakúnstir Viðskiptaráðs Það er til marks um að Viðskiptaráð Íslands, áður Verslunarráð, sé að komast til fyrri heilsu frá því fyrir hrun að nú er þar emjað með gamalkunnum hætti yfir breytingum á sköttum. Í anda, að því er virðist lítt endurskoðaðra nýfrjálshyggjugilda, er ræða viðskiptaráðs eintóna kveinstafir um háa skatta. Það sem verra er; Viðskiptaráð grípur til óvandaðra einfaldana í framsetningu fremur en að reyna að finna orðum sínum stað með rökum. Skoðun 13.1.2012 16:24 Sterk staða Íslands Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Skoðun 31.12.2011 13:00 Ótvíræður árangur Ánægjulegt er að nú sér senn fyrir endann á gríðarlega erfiðum árum í rekstri ríkissjóðs Íslands. Á sama tíma berast okkur fréttir um baráttu ríkisstjórna í fjölmörgum ríkjum heimsins fyrir því að koma erfiðum og í senn mikilvægum aðgerðum á sviði ríkisfjármála í framkvæmd. Þessar ríkisstjórnir eru nú margar hverjar í svipaðri stöðu og núverandi ríkisstjórn var í þegar hún tók við í byrjun febrúar 2009 þó mér sé til efs að nánast nokkrar þeirra hafa þurft að glíma við viðlíka aðstæður og komu upp hér á landi. Skoðun 8.12.2011 23:02 Nýsköpun í atvinnumálum Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Skoðun 8.11.2011 16:23 Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Skoðun 9.10.2011 22:12 Tilbúningur á Kögunarhóli! Fyrrverandi ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra Þorsteinn Pálson mundar reglulega penna í Fréttablaðinu og kennir skrif sín við Kögunarhól. Það er vel til fundið því á Kögunarhóla ganga menn og litast um, ekki síst var það til að huga að skipakomum hér áður fyrr. Skoðun 15.8.2011 17:40 Ísland á réttri leið Skoðun 17.5.2011 17:38 « ‹ 1 2 3 ›
Ísland og erlendir kröfuhafar Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Skoðun 12.4.2013 16:59
Viðburðaríkir dagar! Það hafa verið viðburðaríkir dagar að undanförnu, svo sannarlega. Alþingi kom saman um miðjan janúar og hóf störf með endanlegri afgreiðslu Rammaáætlunar; en margt annað hefur orðið tíðinda. Góðu fréttirnar eru þar yfirgnæfandi að mínu mati og árið 2013 fer í heild vel af stað á Íslandi þótt blikur sé víða á lofti í helstu viðskiptalöndum okkar, þar af leiðandi einnig hjá okkur, því við erum ekki eyland heldur hluti af samþættum heimi. Þar til viðbótar er við okkar heimatilbúna og sjálfskapaða vanda að etja sem hrunið olli. Skoðun 12.2.2013 16:19
Fleiri konur við stjórnvölinn Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð. Skoðun 8.2.2013 09:28
Olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um "hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands“. Skoðun 11.1.2013 16:35
Metár í ferðaþjónustu Nú liggur fyrir að árið 2012 verður algert metár í íslenskri ferðaþjónustu. Flest bendir til að fjöldi erlendra ferðamanna verði nálægt 670 þúsund á yfirstandandi ári. Skoðun 14.12.2012 17:10
Spámaður snýr aftur! Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni. Skoðun 6.12.2012 21:53
Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Skoðun 4.9.2012 21:44
Lesum í sporin! Í eðlilegri gremju sinni og vonbrigðum með hrunið og eftirköst þess beina margir óánægju sinni að sitjandi valdhöfum, okkur sem tókum við keflinu 1. febrúar 2009, og finnst að hægt hafi gengið að kippa hlutunum í lag. Og með rétti má segja að almenningur hafi hvoru tveggja, mikið til síns máls og rök fyrir sinni óánægju. Auðvitað hefur gengið hægt og hægar en við öll vildum að komast út úr erfiðleikunum. Samt er það þannig að ef raunsær mælikvarði og sanngjarn er lagður á hlutina var vart við öðru að búast. Áfallið hér var risavaxið og horfurnar satt best að segja svo dapurlegar fram eftir og út árið 2009 og inn á árið 2010 að séð í því ljósi er bjart yfir Íslandi nú. Óveðurský þjóðargjaldþrots, efnahagslegrar bráðnunar, stórfellds landflótta eða annarra stórhörmunga, sem ýmsir spáðu, eru að baki. Skoðun 22.8.2012 17:43
Ríkissjóður okkar og annarra Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. k Skoðun 1.8.2012 21:34
Endurreisn efnahagslífsins er að heppnast Efnahagshrun af þeirri stærðargráðu sem varð hér á landi árið 2008 hefur óumflýjanlega fjölþætt neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þegar tvennt gerist samtímis, harkalegt fall verður í tekjum ríkissjóðs og útgjöld stóraukast, þarf ekki að sökum að spyrja. Tekjufallið skýrist einkum af því að froðutekjur ofþensluáranna hurfu eins og dögg fyrir sólu og samdráttur í hagkerfinu varð nálægt 11% á tveimur árum. Einnig var tekjuöflunarkerfi ríkisins, hinir almennu og stöðugu skattstofnar, þannig á sig komið eftir nýfrjálshyggjutímann að það gat ekki staðið undir lágmarkssamneyslu. Skoðun 24.7.2012 17:06
Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Skoðun 16.7.2012 17:04
Atvinnuvegafjárfesting tekur vel við sér Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skoðun 9.7.2012 22:13
Enn birtir til í efnahagslífinu Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Skoðun 22.6.2012 21:22
Batinn rækilega staðfestur Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar Skoðun 8.6.2012 14:38
Tveir og hálfur milljarður í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur – það munar um minna Tugþúsundir húseigenda um allt land fengu fjármuni frá ríkissjóði inn á bankareikninga sína nú um síðustu mánaðamót. Mörgum í þeim hópi hefur eflaust komið þetta ánægjulega á óvart. Eðli málsins samkvæmt er fólk vanara því að meira fari út af reikningunum vegna íbúðarlána en að eitthvað skili sér inn á þá. Skoðun 9.5.2012 17:01
Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Nýjustu tíðindi af vorralli Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gefa tilefni til bjartsýni en stofnvísitala þorsks mældist sú hæsta í 27 ár. Ábatinn miðað við þetta sýnir að það var rétt hjá stjórnvöldum að forðast þann freistnivanda sem var til staðar á fyrrihluta árs 2009 við að auka kvóta, þegar Ísland var í heljargreipum verstu kreppu lýðveldistímans. Á þeim tíma hefði kvótaaukning þýtt að sjálfbærni veiða væri stefnt í hættu. Sem betur fer kusum við að fara skynsamlega leið við ákvörðun kvótans á þessum viðkvæma tímapunkti. Skoðun 17.4.2012 16:52
Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja langt komin! Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Skoðun 16.4.2012 16:54
Ferðaþjónustan á fljúgandi siglingu Eftir efnahagsáföllin miklu árið 2008 hefur reynt á hefðbundnar gjaldeyrisskapandi greinar landsins, raunhagkerfið íslenska, sem stóð eftir þegar bólan sprakk. Skoðun 3.4.2012 22:00
Jöfnuður eykst Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Skoðun 27.3.2012 17:03
Hjólin snúast Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Skoðun 8.3.2012 16:39
Áætlun um efnahagslegt öryggi Við forsvarsmenn sex vinstriflokka á Norðurlöndunum krefjumst þess að reglur verði settar um fjármálamarkaði til að koma í veg fyrir að skattborgarar borgi reikninginn þegar bjarga á bönkum. Það þarf að gera greinarmun á þeirri bankastarfsemi sem er nauðsynleg í hverju samfélagi annars vegar og spákaupmennsku hins vegar og að auki að tryggja að geta bankanna til að standa við skuldbindingar sínar aukist til muna. Skoðun 1.2.2012 16:54
Betra samfélag Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Skoðun 31.1.2012 16:30
Ódýrar talnakúnstir Viðskiptaráðs Það er til marks um að Viðskiptaráð Íslands, áður Verslunarráð, sé að komast til fyrri heilsu frá því fyrir hrun að nú er þar emjað með gamalkunnum hætti yfir breytingum á sköttum. Í anda, að því er virðist lítt endurskoðaðra nýfrjálshyggjugilda, er ræða viðskiptaráðs eintóna kveinstafir um háa skatta. Það sem verra er; Viðskiptaráð grípur til óvandaðra einfaldana í framsetningu fremur en að reyna að finna orðum sínum stað með rökum. Skoðun 13.1.2012 16:24
Sterk staða Íslands Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Skoðun 31.12.2011 13:00
Ótvíræður árangur Ánægjulegt er að nú sér senn fyrir endann á gríðarlega erfiðum árum í rekstri ríkissjóðs Íslands. Á sama tíma berast okkur fréttir um baráttu ríkisstjórna í fjölmörgum ríkjum heimsins fyrir því að koma erfiðum og í senn mikilvægum aðgerðum á sviði ríkisfjármála í framkvæmd. Þessar ríkisstjórnir eru nú margar hverjar í svipaðri stöðu og núverandi ríkisstjórn var í þegar hún tók við í byrjun febrúar 2009 þó mér sé til efs að nánast nokkrar þeirra hafa þurft að glíma við viðlíka aðstæður og komu upp hér á landi. Skoðun 8.12.2011 23:02
Nýsköpun í atvinnumálum Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Skoðun 8.11.2011 16:23
Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum? Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist. Skoðun 9.10.2011 22:12
Tilbúningur á Kögunarhóli! Fyrrverandi ritstjóri, alþingismaður, ráðherra og sendiherra Þorsteinn Pálson mundar reglulega penna í Fréttablaðinu og kennir skrif sín við Kögunarhól. Það er vel til fundið því á Kögunarhóla ganga menn og litast um, ekki síst var það til að huga að skipakomum hér áður fyrr. Skoðun 15.8.2011 17:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent