Aukning þorskafla hefur jákvæð áhrif Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. apríl 2012 06:00 Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hækkar Samkvæmt upplýsingum Hafró hefur stofnvísitala þorsks hækkað fimmta árið í röð og þar með ekki verið hærri frá 1985. Hækkun vísitölunnar undanfarin ár má einkum rekja til þess að æ meira hefur fengist af stórum þorski og hélst sú þróun áfram í ár. Fyrsta mat á 2011 árgangi þorsks bendir til að hann sé á meðal stærstu árganga frá 1985. Hann kemur í kjölfar lítils árgangs frá 2010, en árgangarnir frá 2008 og 2009 hafa mælst yfir meðallagi. Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur farið hækkandi undanfarin ár og er nú um og yfir meðaltali hjá flestum aldurshópum. Gott holdafar þorsksins undanfarin ár er í samræmi við það að meira hefur fengist af loðnu í þorskmögum og var loðna langmikilvægasta bráð þorsksins eins og títt er á þessum árstíma.Langtímasýn og ábyrgðar veiðar Margt og mikið hefur verið skrifað um það hvernig hámörkun auðlindar sjávar, fiskistofnanna okkar, sé best tryggð. Að mínu mati eru sjónarmið langtímahagsmuna lykilatriði. Annars vegar vegna sjálfbærni fiskistofnanna, vaxtar og viðgangs, þeirra en hins vegar vegna framtíðarhagsældar okkar samfélags. Samþætting efnahagslegra sjónarmiða annars vegar og verndarsjónarmiða hins vegar er í þessu samhengi áhugavert viðfangsefni. Of oft er að mínu viti litið svo á að hér sé um andstæða póla að ræða. Ég held að efnahagsleg- og verndarsjónarmið geti farið vel saman eins og nú sést á uppbyggingu þorskstofnsins.Betri aflabrögð – minni sóknarkostnaður Borðleggjandi er að við hóflega nýtingu nást efnahagsleg og rekstrarleg markmið betur en ef stofnar eru veiddir of stíft. Það helgast af því að þannig verða sveiflur í afla minni og þar með búa útgerð og vinnsla við meiri stöðugleika en ella. Með hóflegri sókn í þorskveiðum undanfarin ár hefur nú fengist mikill efnahagslegur ávinningur í lægri útgerðarkostnaði, ekki síst minni eldsneytiskostnaði, sem sannarlega hefur farið vaxandi á síðustu árum. Minni fyrirhöfn við veiðar á þorski hefur komið sér vel fyrir atvinnugreinina undanfarið. Nýtingarstefna sú sem mörkuð hefur verið fyrir þorskveiðar við Ísland miðast við að nýta stofninn með því veiðiálagi sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og vera jafnframt í samræmi við alþjóðlegar kröfur um varúðarsjónarmið. Því er mikilvægt að fylgja vel fyrirfram markaðri stefnu í okkar þorskveiðum og huga að svipaðri stefnumótun í öðrum fiskistofnum þar sem því verður við komið. Skynsöm nýtingarstefna er forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar og samstaða um þá stefnu tryggir hagsæld þjóðar. Aukinn afli í þorski mun hafa jákvæð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á þeim tíma þegar mikið liggur við.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar