Ferðaþjónustan á fljúgandi siglingu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 4. apríl 2012 06:00 Eftir efnahagsáföllin miklu árið 2008 hefur reynt á hefðbundnar gjaldeyrisskapandi greinar landsins, raunhagkerfið íslenska, sem stóð eftir þegar bólan sprakk. Sem betur fer hafa þær greinar staðið undir nafni. Það staðfesta tölur um ferðamannafjölda, verðmæti sjávarafurða og nýlegar hagvaxtartölur. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að fylgjast með mikilli aukningu umsvifa í ferðaþjónustutengdum greinum úti um allt land. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 nam aukningin í komu erlendra ferðamanna 22% frá fyrra ári. Aukningin í mars einum mældist 26%. Til marks um umskiptin voru ferðamenn í nýliðnum mars tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002. Þessi aukni straumur til landsins nú yfir vetrartímann skilar sér í vaxandi mæli til alls landsins. Umsvif í vetrarferðamennsku hafa t.a.m. aukist talsvert á Norðurlandi í vetur. Í ár gæti fjöldi erlendra ferðamanna orðið nálega 620 þúsund. Mitt mat er reyndar að hann gæti orðið allt að 650 þúsund þegar upp verður staðið.„Ísland allt árið" og skemmtiferðaskip Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi á erlendum mörkuðum hefur gengið vel. Þar hefur farið saman gott samstarf fyrirtækja í greininni og stjórnvalda. Þar ber einna hæst markaðsátakið „Inspired by Iceland". Ferðaþjónustuaðilar eru einnig sammála um mikinn árangur nú þegar af sameiginlegu átaki stjórnvalda og greinarinnar í vetrarferðamennskuátakinu „Ísland allt árið". Á komandi sumri verður metfjöldi innlendra og erlendra flugfélaga með áætlunarflug til landsins. Nýjasta fréttin í því sambandi er tilkynning EasyJet um heilsársflug frá London til Íslands. Ákvörðun EasyJet að veðja á Ísland sem nýjan áfangastað er sérlega áhugaverð fyrir íslenska ferðaþjónustu þar sem félagið er 10. stærsta flugfélag í heimi og það 5. stærsta í Evrópu með þétt net um allt meginlandið og raunar víðar. Íslensku flugfélögin eru einnig á mikilli siglingu eins og sést hefur á nýlegum fréttum af stækkuðum flugflota og auknu framboði Icelandair til Bandaríkjanna, aukinni stundvísi og breyttu skipulagi Iceland Express og tilkomu WoW air inn á markaðinn. Þá stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa til landsins á komandi sumri. Samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna hafa nú þegar 77 erlend skemmtiferðaskip tilkynnt um komu sína komandi sumar. Áætlun Faxaflóahafna miðar við 100 þúsund erlenda gesti með skemmtiferðaskipum í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferðaskipa. Þessi aukning mun ekki mælast í opinberum tölum um fjölda erlendra ferðamanna þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Það jákvæða við þessa þróun er sú að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólarhringa.Fjárfesting í innviðum Mikil fjárfesting hefur átt sér stað innan ferðaþjónustu á síðustu árum. Hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað mikið víða um land og mun fjölga enn frekar. Þá hefur fjölbreyttum þjónustufyrirtækjum fjölgað. Nú geta erlendir ferðamenn valið um margar tegundir afþreyingar þegar þeir heimsækja landið, t.d. fjallaleiðsögn, hvalaskoðun og svo framvegis. Tilkoma Hörpunnar og væntanlegs hótels við hlið hennar mun skapa ný tækifæri innan greinarinnar, sérstaklega til að halda stórar ráðstefnur. Eftir hraðan vöxt ferðaþjónustunnar á síðustu árum er ein helsta ógnunin mikill ágangur á vinsæla staði. Til að ferðaþjónustan geti áfram vaxið og dafnað þarf að fjölga þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja, dreifa álaginu og einnig og ekki síður bæta innviðina. Það verður sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna í greininni og stjórnvalda. Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna. Vaxandi umsvif munu skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífskjör í landinu – ekki veitir af upplífgandi tíðindum og vonandi að sem flestir finni sig í að taka þeim vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir efnahagsáföllin miklu árið 2008 hefur reynt á hefðbundnar gjaldeyrisskapandi greinar landsins, raunhagkerfið íslenska, sem stóð eftir þegar bólan sprakk. Sem betur fer hafa þær greinar staðið undir nafni. Það staðfesta tölur um ferðamannafjölda, verðmæti sjávarafurða og nýlegar hagvaxtartölur. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að fylgjast með mikilli aukningu umsvifa í ferðaþjónustutengdum greinum úti um allt land. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 nam aukningin í komu erlendra ferðamanna 22% frá fyrra ári. Aukningin í mars einum mældist 26%. Til marks um umskiptin voru ferðamenn í nýliðnum mars tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002. Þessi aukni straumur til landsins nú yfir vetrartímann skilar sér í vaxandi mæli til alls landsins. Umsvif í vetrarferðamennsku hafa t.a.m. aukist talsvert á Norðurlandi í vetur. Í ár gæti fjöldi erlendra ferðamanna orðið nálega 620 þúsund. Mitt mat er reyndar að hann gæti orðið allt að 650 þúsund þegar upp verður staðið.„Ísland allt árið" og skemmtiferðaskip Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi á erlendum mörkuðum hefur gengið vel. Þar hefur farið saman gott samstarf fyrirtækja í greininni og stjórnvalda. Þar ber einna hæst markaðsátakið „Inspired by Iceland". Ferðaþjónustuaðilar eru einnig sammála um mikinn árangur nú þegar af sameiginlegu átaki stjórnvalda og greinarinnar í vetrarferðamennskuátakinu „Ísland allt árið". Á komandi sumri verður metfjöldi innlendra og erlendra flugfélaga með áætlunarflug til landsins. Nýjasta fréttin í því sambandi er tilkynning EasyJet um heilsársflug frá London til Íslands. Ákvörðun EasyJet að veðja á Ísland sem nýjan áfangastað er sérlega áhugaverð fyrir íslenska ferðaþjónustu þar sem félagið er 10. stærsta flugfélag í heimi og það 5. stærsta í Evrópu með þétt net um allt meginlandið og raunar víðar. Íslensku flugfélögin eru einnig á mikilli siglingu eins og sést hefur á nýlegum fréttum af stækkuðum flugflota og auknu framboði Icelandair til Bandaríkjanna, aukinni stundvísi og breyttu skipulagi Iceland Express og tilkomu WoW air inn á markaðinn. Þá stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa til landsins á komandi sumri. Samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna hafa nú þegar 77 erlend skemmtiferðaskip tilkynnt um komu sína komandi sumar. Áætlun Faxaflóahafna miðar við 100 þúsund erlenda gesti með skemmtiferðaskipum í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferðaskipa. Þessi aukning mun ekki mælast í opinberum tölum um fjölda erlendra ferðamanna þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Það jákvæða við þessa þróun er sú að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólarhringa.Fjárfesting í innviðum Mikil fjárfesting hefur átt sér stað innan ferðaþjónustu á síðustu árum. Hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað mikið víða um land og mun fjölga enn frekar. Þá hefur fjölbreyttum þjónustufyrirtækjum fjölgað. Nú geta erlendir ferðamenn valið um margar tegundir afþreyingar þegar þeir heimsækja landið, t.d. fjallaleiðsögn, hvalaskoðun og svo framvegis. Tilkoma Hörpunnar og væntanlegs hótels við hlið hennar mun skapa ný tækifæri innan greinarinnar, sérstaklega til að halda stórar ráðstefnur. Eftir hraðan vöxt ferðaþjónustunnar á síðustu árum er ein helsta ógnunin mikill ágangur á vinsæla staði. Til að ferðaþjónustan geti áfram vaxið og dafnað þarf að fjölga þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja, dreifa álaginu og einnig og ekki síður bæta innviðina. Það verður sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna í greininni og stjórnvalda. Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna. Vaxandi umsvif munu skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífskjör í landinu – ekki veitir af upplífgandi tíðindum og vonandi að sem flestir finni sig í að taka þeim vel.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar