Sterk staða Íslands Steingrímur J. Sigfússon skrifar 31. desember 2011 13:00 Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Fyrir Ísland, sem og heimsbyggðina alla, eru þetta alvarlegir atburðir, en það vill gleymast að Evrópa er lang mikilvægasti markaðurinn fyrir útflutningsafurðir okkar. Vandi margra þjóða í Evrópu og fremur dauflegar horfur sýnir að það er hægara sagt en gert að sigrast á djúpstæðum efnahagserfiðleikum, hvað þá hruni eins og hér varð í október 2008. Á heimsvísu var árið 2011 ár bæði vona og vonbrigða. Vonir um aukið lýðræði og manneskjulegra stjórnarfar vöknuðu í nokkrum löndum arabaheimsins, en í baráttunni við loftslagsbreytingar tókst með naumindum að afstýra algerri uppgjöf. Fjölmiðlar fluttu sinn venjulega skammt af fréttum um átök, hungur og náttúruhamfarir í bland við glansmynda- og hneykslismál ríka og fræga fólksins. Hvernig hinum venjulegu meðal Jónum og Gunnum heimsins vegnar er erfiðara að segja. Svo mikið er víst að sameiginlega bíða mannkynsins gríðarleg úrlausnarefni og tíminn til að takast á við þau gengur hratt til þurrðar.Út úr kreppunni Ef við lítum okkur nær og reynum að svara spurningunni; hvernig stendur Ísland að vígi undir lok árs 2011, þá er svarið í mínum huga nokkuð ljóst. Íslandi hefur tekist það sem í mörgum öðrum Evrópulöndum ríkir tvísýna um, þ.e. að ná tökum á erfiðleikum sínum með trúverðugum hætti. Og árangur Íslands er enn markverðari í ljósi þess að hrunið á Íslandi var það umfangsmesta í álfunni, því um var að ræða allt í senn: bankahrun, gjaldmiðla- og skuldakreppu. Landið og stjórnvöld höfðu glatað öllum trúverðugleika sínum og hávær umræða var um að ekkert annað en þjóðargjaldþrot biði Íslendinga. Munurinn á stöðu landsins þá og nú er sláandi eins og fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar hafa bent á, m.a. á ráðstefnu fyrr í vetur um lærdóma Íslands af hruninu. Á næsta ári stefnir í að afgangur á venjubundnum rekstri ríkisins, svonefndur frumjöfnuður, verði upp á 40 mia. kr. sem þýðir að ríkissjóður getur farið að grynnka á þeim ógnarskuldum sem hann tók á sig við hrunið. Þannig mun skuldastaða ríkissjóðs fara lækkandi á næstu árum.Lífskjarasóknin hafin Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs var sterkari en nokkur þorði að vona eða vöxtur upp á 3,7%. Með auknum krafti í efnahagslífinu og tímamótasamningum á vinnumarkaði síðastliðið sumar hefur staða almennings rést við þegar er litið er til launaþróunar. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar en vísitala kaupmáttar launa var 111,2 í nóvember sem er svipað og hún var um áramótin 2004-2005. Á þeim 31 mánuði sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar tók við völdum hefur kaupmáttur launa aukist um 3,3%. Í fyrsta sinn um langt árabil fara nú skuldir heimilanna lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Það ásamt fjárhagslegri endurskipulagningu þúsunda fyrirtækja leggur grunn að áframhaldandi og frekari efnahagsbata. Undirstöður og innviðir íslensks þjóðarbúskapar eru þrátt fyrir allt sem hér gerðist sterkar. Við erum ríkulega búin af auðlindum sem á komandi áratugum geta orðið uppspretta velsældar ef rétt er á málum haldið í heimi þar sem fæða þarf sífellt fleiri munna og endurnýjanleg orka verður gulli betri.Forgangsmál að draga úr atvinnuleysi Á nýju ári verður forgangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Og það sem mikilvægast er, í hagkerfinu eru nú farin að skapast störf aftur. Síðan atvinnuleysið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til 5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að aðstoða fólk af atvinnuleysisskrá. Þannig hefur náðst markverður árangur í baráttunni við atvinnuleysið þó það sé vissulega enn okkar mesta böl ásamt með erfiðri skuldastöðu margra heimila. Með batnandi efnahag vonum við að sú staða breytist jafnframt til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgdina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ársins 2011 verður tæpast minnst með söknuði í Evrópu almennt séð. Á efnahagssviðinu hafa hrannast upp óveðursský og fátt bendir til annars en áframhaldandi glímu við mikla efnahagserfiðleika álfunnar sem í vaxandi mæli smita yfir á heimsbúskapinn. Ekki er lengur eingöngu rætt einangrað um vandamál ríkja eins og Grikklands, Portúgals, Írlands, Ítalíu og Spánar. Nú er spurt hvaða ríki kunni næst að lenda í vandræðum, hver verði framtíð evrunnar og hverju þurfi til að kosta efnahagslega og pólitískt, eigi að takast að bjarga henni. Fyrir Ísland, sem og heimsbyggðina alla, eru þetta alvarlegir atburðir, en það vill gleymast að Evrópa er lang mikilvægasti markaðurinn fyrir útflutningsafurðir okkar. Vandi margra þjóða í Evrópu og fremur dauflegar horfur sýnir að það er hægara sagt en gert að sigrast á djúpstæðum efnahagserfiðleikum, hvað þá hruni eins og hér varð í október 2008. Á heimsvísu var árið 2011 ár bæði vona og vonbrigða. Vonir um aukið lýðræði og manneskjulegra stjórnarfar vöknuðu í nokkrum löndum arabaheimsins, en í baráttunni við loftslagsbreytingar tókst með naumindum að afstýra algerri uppgjöf. Fjölmiðlar fluttu sinn venjulega skammt af fréttum um átök, hungur og náttúruhamfarir í bland við glansmynda- og hneykslismál ríka og fræga fólksins. Hvernig hinum venjulegu meðal Jónum og Gunnum heimsins vegnar er erfiðara að segja. Svo mikið er víst að sameiginlega bíða mannkynsins gríðarleg úrlausnarefni og tíminn til að takast á við þau gengur hratt til þurrðar.Út úr kreppunni Ef við lítum okkur nær og reynum að svara spurningunni; hvernig stendur Ísland að vígi undir lok árs 2011, þá er svarið í mínum huga nokkuð ljóst. Íslandi hefur tekist það sem í mörgum öðrum Evrópulöndum ríkir tvísýna um, þ.e. að ná tökum á erfiðleikum sínum með trúverðugum hætti. Og árangur Íslands er enn markverðari í ljósi þess að hrunið á Íslandi var það umfangsmesta í álfunni, því um var að ræða allt í senn: bankahrun, gjaldmiðla- og skuldakreppu. Landið og stjórnvöld höfðu glatað öllum trúverðugleika sínum og hávær umræða var um að ekkert annað en þjóðargjaldþrot biði Íslendinga. Munurinn á stöðu landsins þá og nú er sláandi eins og fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar hafa bent á, m.a. á ráðstefnu fyrr í vetur um lærdóma Íslands af hruninu. Á næsta ári stefnir í að afgangur á venjubundnum rekstri ríkisins, svonefndur frumjöfnuður, verði upp á 40 mia. kr. sem þýðir að ríkissjóður getur farið að grynnka á þeim ógnarskuldum sem hann tók á sig við hrunið. Þannig mun skuldastaða ríkissjóðs fara lækkandi á næstu árum.Lífskjarasóknin hafin Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs var sterkari en nokkur þorði að vona eða vöxtur upp á 3,7%. Með auknum krafti í efnahagslífinu og tímamótasamningum á vinnumarkaði síðastliðið sumar hefur staða almennings rést við þegar er litið er til launaþróunar. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 3,7% undanfarna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar en vísitala kaupmáttar launa var 111,2 í nóvember sem er svipað og hún var um áramótin 2004-2005. Á þeim 31 mánuði sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar tók við völdum hefur kaupmáttur launa aukist um 3,3%. Í fyrsta sinn um langt árabil fara nú skuldir heimilanna lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Það ásamt fjárhagslegri endurskipulagningu þúsunda fyrirtækja leggur grunn að áframhaldandi og frekari efnahagsbata. Undirstöður og innviðir íslensks þjóðarbúskapar eru þrátt fyrir allt sem hér gerðist sterkar. Við erum ríkulega búin af auðlindum sem á komandi áratugum geta orðið uppspretta velsældar ef rétt er á málum haldið í heimi þar sem fæða þarf sífellt fleiri munna og endurnýjanleg orka verður gulli betri.Forgangsmál að draga úr atvinnuleysi Á nýju ári verður forgangsverkefni að ná niður atvinnuleysi. Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins hefur vaxið um 13% frá fyrra ári. Og það sem mikilvægast er, í hagkerfinu eru nú farin að skapast störf aftur. Síðan atvinnuleysið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til 5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að aðstoða fólk af atvinnuleysisskrá. Þannig hefur náðst markverður árangur í baráttunni við atvinnuleysið þó það sé vissulega enn okkar mesta böl ásamt með erfiðri skuldastöðu margra heimila. Með batnandi efnahag vonum við að sú staða breytist jafnframt til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgdina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar