Píratar

Fréttamynd

Rang­færslur ráð­herra

Í viðtali í Morgunútvarpinu í gær, þann 24. maí 2022, fór Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, með ýmsar rangfærslur varðandi fyrirhugaða fjöldabrottvísun flóttafólks sem fjallað hefur verið um í fréttum upp á síðkastið.

Skoðun
Fréttamynd

Form­legar meiri­hluta­við­ræður hefjast í Reykja­vík í dag

Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokanir vinstri­flokka hafi komið í veg fyrir við­ræður til vinstri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja hefja form­legar við­ræður við Fram­sókn í Reykja­vík

Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju ekki Dóra?“

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. 

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutarnir fimm sem eru í boði

Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík. 

Innlent
Fréttamynd

Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ

Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson

Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. 

Innlent
Fréttamynd

How to Kill an Ecosy­stem in 10 Steps or Less

The impending climate catastrophe – the effects of which can already be directly felt in various environments across the globe – strikes some people as wildly urgent and others as a problem for some undefined later time. Part of this wide difference in people’s sense of urgency is explained by how close they are to the problem.

Skoðun
Fréttamynd

„Við fórum yfir stöðuna og á­kváðum að halda saman“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 

Innlent
Fréttamynd

Opin fyrir sam­­starfi með Fram­­sóknar­­flokknum

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Kjörið tækifæri

Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú?

Skoðun