Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 09:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, birti greinargerðina í sumar. Vísir/Arnar Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði í marga mánuði að birta greinargerðina en þingmaður Pírata gerði það svo óvænt í sumar. Deilur höfðu þá staðið um birtingu greinargerðarinnar mánuðum saman. Tvær nefndir Alþingis höfðu haft málið til skoðunar en í ljósi þess að greinargerðin hefur nú verið birt hefur forsætisnefnd fellt málið niður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málefni Lindarhvols ehf. hins vegar enn til umfjöllunar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá apríl 2020. Það kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar segir að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. frá júlí 2018 en að málið megi rekja til ákvörðunar nefndarinnar frá 2021 um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar. Þá var beiðni blaðamanns á Viðskiptablaðinu um aðgang að greinargerðinni synjað. „Í ljósi þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefur þegar verið birt opinberlega eru brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Er málinu því lokið af hálfu forsætisnefnda,“ segir að lokum um það í tilkynningunni. Málinu er þó að öllum líkindum ekki lokið því það situr á borði héraðssaksóknara eins og stendur. Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu. Birting Þórhildar Sunnu á greinargerðinni var nokkuð umdeild. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lögðust gegn því að greinargerðin yrði birt og núverandi ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Píratar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði í marga mánuði að birta greinargerðina en þingmaður Pírata gerði það svo óvænt í sumar. Deilur höfðu þá staðið um birtingu greinargerðarinnar mánuðum saman. Tvær nefndir Alþingis höfðu haft málið til skoðunar en í ljósi þess að greinargerðin hefur nú verið birt hefur forsætisnefnd fellt málið niður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málefni Lindarhvols ehf. hins vegar enn til umfjöllunar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. frá apríl 2020. Það kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Alþingis í gær. Þar segir að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. frá júlí 2018 en að málið megi rekja til ákvörðunar nefndarinnar frá 2021 um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar. Þá var beiðni blaðamanns á Viðskiptablaðinu um aðgang að greinargerðinni synjað. „Í ljósi þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefur þegar verið birt opinberlega eru brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Er málinu því lokið af hálfu forsætisnefnda,“ segir að lokum um það í tilkynningunni. Málinu er þó að öllum líkindum ekki lokið því það situr á borði héraðssaksóknara eins og stendur. Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. Eftir að nýr ríkisendurskoðandi var skipaður tók hann málið yfir en Sigurður skilaði forseta Alþingis greinargerð um hans skoðun á málinu. Birting Þórhildar Sunnu á greinargerðinni var nokkuð umdeild. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lögðust gegn því að greinargerðin yrði birt og núverandi ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Píratar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10 Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01 Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23. júlí 2023 12:10
Óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um Lindarhvolsmálið opinberlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir umfjöllun um Lindarhvolsmálið ekki lokið af hálfu nefndarinnar og að báðar skýrslur málsins liggi á borðinu. Hún telur óheppilegt að fyrrverandi og núverandi ríkisendurskoðandi deili um málið opinberlega. 15. júlí 2023 12:01
Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. 14. júlí 2023 20:00