Jafnrétti hefur ekki verið náð í Kópavogi Indriði Ingi Stefánsson, Árni Pétur Árnason, Matthías Hjartarson og Þorgeir Lárus Árnason skrifa 24. október 2023 08:30 Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Kvennaverkfall Píratar Indriði Stefánsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun