„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. september 2023 16:36 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru sammála um að verðbólgan yrði fyrirferðarmikil á Alþingi í haust. Vísir/Arnar Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann. Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann.
Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira