Miðflokkurinn

Fréttamynd

Hingað og ekki lengra. En hvað svo?

Þingmaður sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Hingað og ekki lengra“. Þar fer hann ófögrum orðum um að langlundargeð hans sé endanlega þrotið gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu. Að framganga VG sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ráð­herra neita að af­henda gögn um bókun 35

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Mið­flokksins

„Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“

Lífið
Fréttamynd

Framtíðarkvíði er ekki gott vega­nesti

Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta rann­sókn á mútu­­málinu á Sel­­fossi

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur birtist fyrir­vara­laust

Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp.

Lífið
Fréttamynd

....og þá var eins og blessuð skepan skildi.....

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun“ í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur góður sessu­nautur af því að hann mæti sjaldan

„Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna.

Innlent
Fréttamynd

Skyn­semis­hyggja Mið­flokksins hvarf hratt

Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Valda­tafl Skák og Mát!

Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna.

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn: fjar­verandi í landi tæki­færanna

Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill leggja sitt af mörkum og taka þátt í stjórnmálum. Öflugar ungliðahreyfingar veita stjórnmálaöflum nauðsynlegt aðhald og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðunni er lýðræðinu mikilvæg.

Skoðun
Fréttamynd

Skyn­semi Mið­flokksins

Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju.

Skoðun
Fréttamynd

Er Mið­flokkurinn fyrir ungt fólk?

Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu.

Skoðun
Fréttamynd

Það er verið að hafa okkur að fíflum.

Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman.

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn mark­tækt stærri en Sjálf­stæðis­flokkurinn

Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við fylgi sitt og nýtur nú marktækt meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Svandís Svavarsdóttir, sem tilkynnti framboð sitt til formanns Vinstri grænna í dag, telur eðlilegt að framtíð stjórnarsamstarfsins verði rædd á landsfundi hreyfingarinnar í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Anton Sveinn McKee til liðs við Mið­flokkinn

Anton Sveinn McKee, fyrrverandi sundmaður og Ólympíufari, hefur verið kjörinn formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi sem stofnuð var 20. september síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Af­leitt“ að sjá Yazan gerðan að leik­soppi í deilum ráð­herra

Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur segir fjöl­menninga­stefnuna komna í þrot

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur verið gestur í hlaðvörpum undanfarna daga og fer mikinn. Enda virðist vindur í segl hans nú. Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar í málefnum Yazans litla verða ekki til að draga úr því.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður Mið­flokksins rak augun í undar­lega grein

Þingmanni Miðflokksins finnst undarlegt að gert sé ráð fyrir aukinni aðkomu stjórnvalda að rekstri borgarlínu, umfram það sem gert væri ráð fyrir í nýundirrituðu samkomu lagi ríkis og sveitarfélaga. Samgöngumálin voru rædd í tengslum við fjárlög næsta árs á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Á­höfnin sér loksins til lands

Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.

Innlent