Franski boltinn

Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara
Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins.

Gæti fengið bann sem gildir um allan heim
Paulo Fonseca, hinn portúgalski þjálfari Lyon í Frakklandi, er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og ógnað dómara leiks við Brest um helgina.

„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David
Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu.

Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París
Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club.

Messi var óánægður hjá PSG
Lionel Messi segir að hann hafi ekki notið áranna tveggja sem hann lék með Paris Saint-Germain.

Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka
Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur.

Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus
Stórlið PSG og Juventus unnu góða útisigra í leikjum kvöldsins í franska og ítalska boltanum.

Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár
Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1.

Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú
Hákon Arnar Haraldsson var hetja Lille í dag þegar liðið mætti Monaco á heimavelli. Lille á í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni
Nabil Bentaleb, samherji Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille, skoraði í fyrsta leik sínum eftir að hafa farið í hjartastopp á síðasta ári.

Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona
Franska liðið Paris Saint-Germain er í mjög góðum málum eftir fyrri leik sinn í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta.

Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu
Hákon Arnar Haraldsson kom boltanum í netið fyrir Lille en markið fékk ekki að standa. Leiknum lauk með 1-2 sigri Le Havre, sem var fyrir leik í neðsta sæti deildarinnar.

Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti
Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille unnu sterkan 4-1 sigur er liðið tók á móti St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“
Hákon Arnar Haraldsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með franska liðinu Lille í bestu deild Evrópu. Hákon er orðaður við mörg stórlið í álfunni en lætur sjálfur sögusagnirnar ekki hafa áhrif á sig og einblínir fremur á það að gera betur, stefna hærra.

Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært
Hákon Arnar Haraldsson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með liði Lille á leiktíðinni. Í leik gegn Nice í frönsku deildinni á dögunum voru njósnarar enskra stórliða í stúkunni að fylgjast með.

Hákon skoraði í endurkomusigri Lille
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille unnu góðan 2-1 sigur á Nice í frönsku fótboltadeildinni í kvöld.

Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi
Að sögn Neymars breyttist Kylian Mbappé þegar Lionel Messi gekk í raðir Paris Saint-Germain 2021. Frakkinn varð afbrýðisamur út í Argentínumanninn.

Hákon og Mannone hetjurnar
Hákon Arnar Haraldsson var í stóru hlutverki í Marseille í gær þar sem hann skoraði eina mark Lille í venjulegum leiktíma, í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik
Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn í svekkjandi markalausu jafntefli liðs hans Lille við Auxerre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026
Didier Deschamps mun samkvæmt erlendum fréttamiðlum hætta sem þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta eftir heimsmeistarakeppnina sumarið 2026.

Kahn gæti eignast fallið stórveldi
Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur hafið samningaviðræður um kaup á fallna, franska stórveldinu Bordeaux.

Liverpool hefur áhuga á framherja PSG
Franski landsliðsmaðurinn Randal Kolo Muani, sem er úti í kuldanum hjá Paris Saint-Germain, er orðaður við ýmis félög, meðal annars Liverpool.

Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala
Gianluigi Donnarumma, markvörður Paris Saint Germain, þurfti að fara af velli eftir samstuð við leikmann Mónakó í frönsku deildinni í kvöld.

United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG
Manchester United hefur áhuga á Randal Kolo Muani, framherja Paris Saint-Germain.

Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem gerði 1-1 jafntefli gegn Marseille á útivelli í frönsku deildinni í dag. Lille er í 4. sæti Ligue 1-deildarinnar.

Hákon skoraði í sigri Lille
Lille vann 3-1 sigur á Brest í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson var á skotskónum í liði heimamanna.

Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum
Frakklandsmeistarar PSG þurftu að sætta sig við óvænt 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Nantes í 13. umferð frönsku deildarinnar í kvöld.

Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum
Franska stórblaðið L'Équipe hefur miklar áhyggjur af besta fótboltamanni Frakka, það er manninum sem átti að vera einn sá besti í heimi en hefur hvorki verið fugl né fiskur á síðustu vikum.

Hákon mættur aftur til leiks
Hákon Arnar Harlaldsson, landsliðsmaður í fótbolta, lék sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði í dag þegar hann spilaði með Lille í frönsku 1. deildinni.

Amorim vill að United fái Gomes aftur
Manchester United íhugar að fá Angel Gomes aftur til félagsins, fjórum árum eftir að hann yfirgaf það. Rúben Amorim, nýr knattspyrnustjóri United, hefur mikið álit á Gomes.