Um land allt

Fréttamynd

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin

Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.

Innlent
Fréttamynd

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Innlent
Fréttamynd

Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði

Hjónin Oddný Harðardóttir alþingismaður og Eiríkur Hermannsson, fyrrverandi fræðslustjóri, segja frá ættasamfélaginu og pólitíkinni í Garði í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Íhaldið hefur alltaf verið mjög sterkt hérna,“ segir Eiríkur og rifjar upp að vinstri menn og óháðir hafi þó tvisvar náð meirihluta.

Lífið
Fréttamynd

Stóri vinningurinn þegar dæturnar tóku við búinu

Svartárkot í Suður-Þingeyjarsýslu var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum en er núna fjölmennasta býli Bárðardals, þótt jörðin sé við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Sagan er sögð í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Tryggvi Snær lýsir stóra ævintýri sveitastráksins

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsir Tryggvi Snær Hlinason ævintýrinu þegar hann á undraskömmum tíma fór frá því að vera sveitastrákur í Bárðardal í það að verða atvinnumaður í körfuknattleik í sterkustu deild Evrópu.

Lífið
Fréttamynd

Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds

Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.

Innlent
Fréttamynd

Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi

Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Lífið