Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2020 11:45 Jóna Kristín Sigurðardóttir, frá Karlsstöðum í Berufirði, starfar núna sem gæðamatsmaður í Búlandstindi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti vorið 2014 að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Saga endurreisnarinnar og hvernig nýjum stoðum var hleypt undir samfélagið á sunnanverðum Austfjörðum er rakin í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við erum bara í góðum málum í dag. Þökk sé eldislaxinum. Við hefðum ekki neitt ef við hefðum ekki laxeldið. Það er bara þannig. Þetta er lífæðin okkar hérna,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, gæðamatsmaður í Búlandstindi, sem er meðal þeirra sem rætt er við. Jóna Kristín er frá Karlsstöðum í Berufirði en hefur búið á Djúpavogi í þrjátíu ár. Francisco Vides er í hópi margra erlendra starfsmanna en hann flutti til Íslands alla leið frá Mið-Ameríku, frá Hondúras. Hann talar íslensku og segist ekki vera á leið til baka, fjölskyldunni líði vel á Djúpavogi, hann sé að verða Íslendingur. Francisco Gomez Vides, starfsmaður Búlandstinds, flutti frá Hondúras en býr á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundnum fiskveiðum. Slátrun og vinnsla á eldislaxi er nýr grunnur starfseminnar. Jafnframt sinnir Búlandstindur hefðbundinni vinnslu á þorski og öðrum botnfiski. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, lýsir því markmiði fyrirtækisins að verða sláturhús fyrir allt fiskeldi á Austurlandi. Árið 2019 fóru um tvöþúsund tonn af veiddum bolfiski í gegnum húsið en 7-8 þúsund tonn af eldislaxi og gerir hann ráð fyrir að laxinn tvöfaldist á þessu ári. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umsvifin í höfninni hafa líka breyst. Komin er ný tegund skipa, sem sérhæfð eru til að þjóna fiskeldinu, eins og brunnbátur á stærð við togara, sem sækir laxinn í kvíarnar. Það er liðin tíð á Djúpavogi að togarinn komi með mesta aflann til vinnslu í landi, núna er það brunnbáturinn. Þátturinn er sá fyrri af tveimur frá Djúpavogi og verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Seinni þátturinn verður svo frumsýndur næstkomandi mánudag kl. 19.10. Hér má sjá kafla úr fyrri þættinum: Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti vorið 2014 að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Saga endurreisnarinnar og hvernig nýjum stoðum var hleypt undir samfélagið á sunnanverðum Austfjörðum er rakin í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við erum bara í góðum málum í dag. Þökk sé eldislaxinum. Við hefðum ekki neitt ef við hefðum ekki laxeldið. Það er bara þannig. Þetta er lífæðin okkar hérna,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, gæðamatsmaður í Búlandstindi, sem er meðal þeirra sem rætt er við. Jóna Kristín er frá Karlsstöðum í Berufirði en hefur búið á Djúpavogi í þrjátíu ár. Francisco Vides er í hópi margra erlendra starfsmanna en hann flutti til Íslands alla leið frá Mið-Ameríku, frá Hondúras. Hann talar íslensku og segist ekki vera á leið til baka, fjölskyldunni líði vel á Djúpavogi, hann sé að verða Íslendingur. Francisco Gomez Vides, starfsmaður Búlandstinds, flutti frá Hondúras en býr á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundnum fiskveiðum. Slátrun og vinnsla á eldislaxi er nýr grunnur starfseminnar. Jafnframt sinnir Búlandstindur hefðbundinni vinnslu á þorski og öðrum botnfiski. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, lýsir því markmiði fyrirtækisins að verða sláturhús fyrir allt fiskeldi á Austurlandi. Árið 2019 fóru um tvöþúsund tonn af veiddum bolfiski í gegnum húsið en 7-8 þúsund tonn af eldislaxi og gerir hann ráð fyrir að laxinn tvöfaldist á þessu ári. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umsvifin í höfninni hafa líka breyst. Komin er ný tegund skipa, sem sérhæfð eru til að þjóna fiskeldinu, eins og brunnbátur á stærð við togara, sem sækir laxinn í kvíarnar. Það er liðin tíð á Djúpavogi að togarinn komi með mesta aflann til vinnslu í landi, núna er það brunnbáturinn. Þátturinn er sá fyrri af tveimur frá Djúpavogi og verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Seinni þátturinn verður svo frumsýndur næstkomandi mánudag kl. 19.10. Hér má sjá kafla úr fyrri þættinum:
Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30