Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2020 22:15 Bændurnir á Heiðarbæ eitt, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir. Stöð 2/Einar Árnason. Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45