Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2020 22:30 Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir nú mikil bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu, Búlandstindi, eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum, þegar tilkynnt var um lokun þess. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Sveitarstjórinn Gauti Jóhannesson rifjar upp höggið þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka Búlandstindi. Frá Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við urðum fyrir því þarna 2015 þá misstum við 90 prósent af kvótanum úr þorpinu og það var mikið áfall. Þá fækkaði okkur töluvert,“ segir Gauti. Íbúafjöldinn fór úr 470 manns niður í 420. „Það var verið að leggja niður stærsta fyrirtækið á staðnum og þar unnu fimmtíu manns. Og auðvitað fluttu margir í burtu,“ segir Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., sem fór fyrir endurreisn fyrirtækisins. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Anna Czeczko frá Póllandi og íslenskur eiginmaður hennar frá Djúpavogi voru meðal þeirra sem þáðu boð Vísis um vinnu í Grindavík. „En við komum aftur hér. Það var bara betra fyrir okkur að vera hér. Við viljum vera hér,“ segir Anna. Anna Czeczko, starfsmaður veitingahússins Við Voginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grunnurinn að endurreisn Djúpavogs er fiskeldið og vinnslan sem því fylgir í Búlandstindi en þar starfa núna sextíu manns. Þar er lax unninn frá tveimur laxeldisfyrirtækjum, en jafnframt er haldið áfram hefðbundinni botnfiskvinnslu. Ólöf Rún Stefánsdóttir, gæðastjóri hjá Fiskeldi Austfjarða, segir fiskeldið hafa stækkað mjög hratt. „Uppbyggingin síðasta ár er búin að vera rosaleg,“ segir Ólöf. Sjá einnig: Stækkun fiskeldis fyrir austan Ólöf Rún Stefánsdóttir, gæðastjóri Fiskeldis Austfjarða.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundum fiskveiðum. Breytingin sést líka á skipunum í höfninni. Þar er enginn togari lengur, í staðinn eru komnir laxeldisbátar. Sjá einnig: Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hlutfall barna er með því hæsta sem gerist. Núna eru íbúarnir um 480 talsins, þar af eru um 80 börn á grunnskólaaldri og um 30 á leikskólaaldri. „Og þeim mun fjölga enn frekar næsta haust. Og það er með nýju fólki,“ segir Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla. Þorbjörg Sandholt aðstoðarskólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það var bara snúið hér vörn í sókn. Það er óhætt að segja að allir hafi lagst á eitt með það og það varð bara til alveg ofboðslegur kraftur í þessu samfélagi, sem við höfum nýtt til góðs, tel ég,“ segir Þorbjörg Sandholt aðstoðarskólastjóri. Fjallað var um uppganginn á Djúpavogi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog en sá seinni verður sýndur næstkomandi mánudag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Hvernig Djúpivogur reis við á ný eftir kvótamissi Tilkynningin fyrir sex árum, um að fiskvinnslu Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, yrði hætt og fimmtíu störf flutt burt, var reiðarslag fyrir Djúpavog. 23. febrúar 2020 08:44 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir nú mikil bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu, Búlandstindi, eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum, þegar tilkynnt var um lokun þess. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Sveitarstjórinn Gauti Jóhannesson rifjar upp höggið þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka Búlandstindi. Frá Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við urðum fyrir því þarna 2015 þá misstum við 90 prósent af kvótanum úr þorpinu og það var mikið áfall. Þá fækkaði okkur töluvert,“ segir Gauti. Íbúafjöldinn fór úr 470 manns niður í 420. „Það var verið að leggja niður stærsta fyrirtækið á staðnum og þar unnu fimmtíu manns. Og auðvitað fluttu margir í burtu,“ segir Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., sem fór fyrir endurreisn fyrirtækisins. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Anna Czeczko frá Póllandi og íslenskur eiginmaður hennar frá Djúpavogi voru meðal þeirra sem þáðu boð Vísis um vinnu í Grindavík. „En við komum aftur hér. Það var bara betra fyrir okkur að vera hér. Við viljum vera hér,“ segir Anna. Anna Czeczko, starfsmaður veitingahússins Við Voginn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grunnurinn að endurreisn Djúpavogs er fiskeldið og vinnslan sem því fylgir í Búlandstindi en þar starfa núna sextíu manns. Þar er lax unninn frá tveimur laxeldisfyrirtækjum, en jafnframt er haldið áfram hefðbundinni botnfiskvinnslu. Ólöf Rún Stefánsdóttir, gæðastjóri hjá Fiskeldi Austfjarða, segir fiskeldið hafa stækkað mjög hratt. „Uppbyggingin síðasta ár er búin að vera rosaleg,“ segir Ólöf. Sjá einnig: Stækkun fiskeldis fyrir austan Ólöf Rún Stefánsdóttir, gæðastjóri Fiskeldis Austfjarða.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundum fiskveiðum. Breytingin sést líka á skipunum í höfninni. Þar er enginn togari lengur, í staðinn eru komnir laxeldisbátar. Sjá einnig: Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hlutfall barna er með því hæsta sem gerist. Núna eru íbúarnir um 480 talsins, þar af eru um 80 börn á grunnskólaaldri og um 30 á leikskólaaldri. „Og þeim mun fjölga enn frekar næsta haust. Og það er með nýju fólki,“ segir Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla. Þorbjörg Sandholt aðstoðarskólastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það var bara snúið hér vörn í sókn. Það er óhætt að segja að allir hafi lagst á eitt með það og það varð bara til alveg ofboðslegur kraftur í þessu samfélagi, sem við höfum nýtt til góðs, tel ég,“ segir Þorbjörg Sandholt aðstoðarskólastjóri. Fjallað var um uppganginn á Djúpavogi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog en sá seinni verður sýndur næstkomandi mánudag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Hvernig Djúpivogur reis við á ný eftir kvótamissi Tilkynningin fyrir sex árum, um að fiskvinnslu Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, yrði hætt og fimmtíu störf flutt burt, var reiðarslag fyrir Djúpavog. 23. febrúar 2020 08:44 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Hvernig Djúpivogur reis við á ný eftir kvótamissi Tilkynningin fyrir sex árum, um að fiskvinnslu Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, yrði hætt og fimmtíu störf flutt burt, var reiðarslag fyrir Djúpavog. 23. febrúar 2020 08:44
Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01