Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2020 21:15 Hjónin í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson. Stöð 2/Einar Árnason. Silungsveiði í Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið og gefur mun betur af sér en sauðfjárræktin. Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir, eins og heyra mátti í frétt Stöðvar 2. Við áttum þess kost síðastliðið sumar við upptökur á þættinum Um land allt að fylgjast með hjónunum í Mjóanesi, þeim Rósu og Jóhanni, vitja silunganeta. Þau eru að mestu hætt sauðfjárbúskap og segja veiðina aðaltekjulindina. Bleikjan þykir verðmætasti nytjafiskurinn.Stöð 2/Einar Árnason. Eftir að niðursuðuverksmiðjan Ora hætti að kaupa murtuna er bleikjan verðmætust fyrir bændur. „Það er bleikjan, kuðungableikja og sílableikja. Svo er urriðinn að fjölga sér rosalega mikið. Það þarf að passa að hann yfirtaki ekki bleikjuna,“ segir Rósa. Þau segja að veiðin hafi verið góð undanfarin ár og svo reyndist einnig nú. Þau komu með að landi þrjú full kör af silungi, en það tók þau aðeins um klukkustund að tína fiskinn úr netunum fyrir landi Mjóaness. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Og þegar þau lyftu vænum urriða á bryggjuna, sem okkur þótti nokkuð stór, þá var auðheyrt að þeim þótti hann ekki merkilegur. „Við höfum fengið mikið, mikið stærri.“ -Telst þessi virkilega ekki stór? „Nei, þetta er ekki nema 7-8 punda fiskur.“Sjá meira hér: Þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Jörðin Nesjar í Grafningi er við suðvestanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Hjá Erni Jónassyni á Nesjum í Grafningi er veiðin úr Þingvallavatni einnig aðalmálið. „Við nytjum það mikið. Það er stóra kistan,“ segir Örn bóndi. -Er kannski veiðin að borga með sauðfjárbúskapnum? „Já, það gerir það.“ Heima í stofu getur Örn sýnt gestum dæmi um hvað Þingvallaurriðinn getur orðið stór. Þar er einn uppstoppaður uppi á vegg, sem okkur þykir risastór. Örn Jónasson með urriðan uppstoppaðan á veggnum.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara tittur.“ -Hvað er þessi stór? „23 pund“ -Hefurðu séð þá stærri? „Mikið stærri. Bara upp í 36,“ svarar Örn. Fjallað var um Þingvallasveit í þættinum Um land allt síðastliðinn mánudag, sem endursýndur verður á Stöð 2 á morgun, laugardag, kl. 15.45. Næsti þáttur á mánudag er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Stangveiði Um land allt Tengdar fréttir Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01 Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00 Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Silungsveiði í Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið og gefur mun betur af sér en sauðfjárræktin. Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir, eins og heyra mátti í frétt Stöðvar 2. Við áttum þess kost síðastliðið sumar við upptökur á þættinum Um land allt að fylgjast með hjónunum í Mjóanesi, þeim Rósu og Jóhanni, vitja silunganeta. Þau eru að mestu hætt sauðfjárbúskap og segja veiðina aðaltekjulindina. Bleikjan þykir verðmætasti nytjafiskurinn.Stöð 2/Einar Árnason. Eftir að niðursuðuverksmiðjan Ora hætti að kaupa murtuna er bleikjan verðmætust fyrir bændur. „Það er bleikjan, kuðungableikja og sílableikja. Svo er urriðinn að fjölga sér rosalega mikið. Það þarf að passa að hann yfirtaki ekki bleikjuna,“ segir Rósa. Þau segja að veiðin hafi verið góð undanfarin ár og svo reyndist einnig nú. Þau komu með að landi þrjú full kör af silungi, en það tók þau aðeins um klukkustund að tína fiskinn úr netunum fyrir landi Mjóaness. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Og þegar þau lyftu vænum urriða á bryggjuna, sem okkur þótti nokkuð stór, þá var auðheyrt að þeim þótti hann ekki merkilegur. „Við höfum fengið mikið, mikið stærri.“ -Telst þessi virkilega ekki stór? „Nei, þetta er ekki nema 7-8 punda fiskur.“Sjá meira hér: Þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Jörðin Nesjar í Grafningi er við suðvestanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Hjá Erni Jónassyni á Nesjum í Grafningi er veiðin úr Þingvallavatni einnig aðalmálið. „Við nytjum það mikið. Það er stóra kistan,“ segir Örn bóndi. -Er kannski veiðin að borga með sauðfjárbúskapnum? „Já, það gerir það.“ Heima í stofu getur Örn sýnt gestum dæmi um hvað Þingvallaurriðinn getur orðið stór. Þar er einn uppstoppaður uppi á vegg, sem okkur þykir risastór. Örn Jónasson með urriðan uppstoppaðan á veggnum.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara tittur.“ -Hvað er þessi stór? „23 pund“ -Hefurðu séð þá stærri? „Mikið stærri. Bara upp í 36,“ svarar Örn. Fjallað var um Þingvallasveit í þættinum Um land allt síðastliðinn mánudag, sem endursýndur verður á Stöð 2 á morgun, laugardag, kl. 15.45. Næsti þáttur á mánudag er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Stangveiði Um land allt Tengdar fréttir Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01 Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00 Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01
Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00
Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44
Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15