Sjálfstæðisflokkurinn

Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana í setningarræðu sinni á landsfundi. Hann skoraði á flokksmenn að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans.

Hvernig skiptast fylkingarnar?
Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja.

Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag og lýkur á sunnudag þegar í ljós kemur hver verður næsti formaður flokksins. Öllum ræðum á fundinum verður streymt í beinni útsendingu.

Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman
Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn.

„Rosalega íslensk umræða“
Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum.

„Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“
Barátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum hefur verið drengileg, segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur.

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir mikilvægu vali sem móta mun framtíð sína næstu helgi. Til að tryggja öflugan og stóran Sjálfstæðisflokk, sem mætir þörfum allra kynslóða, þurfum við leiðtoga sem skilur ungar konur, virðir eldri kynslóðir og getur brúað bilið á milli þeirra. Sá leiðtogi er Guðrún Hafsteinsdóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur fram yfir helgi. Á fundinum verður nýr formaður kjörinn og nýr varaformaður.

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er.

Látum verkin tala
Sjálfboðastörf eru ein mikilvægasta stoð hvers samfélags. Þau fela í sér óeigingjarnt starf án persónulegra hagsmuna. Slík störf auka ekki einungis velferð þeirra sem njóta aðstoðarinnar heldur styrkja þau persónulegan vöxt og leiðtogahæfni þeirra sem þeim sinna.

Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum
Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, arftaka hans í embættinu, eigna sér árangur hans og gera lítið úr árangri þeirra sem á undan henni komu.

Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða
Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið.

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu.

„Við skulum aðeins róa okkur, fókus“
Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa, að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna?

Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði
Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala.

Venjuleg kona úr Hveragerði
Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi?

Hljóð og mynd fara ekki saman
Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti.

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Næstu helgi koma sjálfstæðismenn af landinu öllu saman til fundar og ráða ráðum sínum. Þar bera hæst þau mikilvægu verkefni að móta stefnu flokksins og kjósa nýja forystu til næstu ára.

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi.

Flokkur fólksins á niðurleið
Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu.

Leiðtogi nýrra tíma
Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins.

Tekur varaformannsslaginn
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í embætti varaformanns flokksins.

Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins?
Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu.

Jens er rétti maðurinn í brúna!
Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda.

Lukka Sjálfstæðisflokksins
„Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil.

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Nú um helgina ganga Sjálfstæðismenn til landsfundar og velja sér formann. Frambjóðendurnir tveir eru sérlega frambærilegir og mannvalið sýnir svo ekki verður um villst að flokkurinn er ríkur af hæfileikafólki.

Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið
„Það var haft samband við mig í október og ég beðinn um að vera á lista. Þetta var þá í raun bara varaþingmannssæti og ég ákvað að láta slag standa og kynnast nýju fólki og prófa að taka þátt í kosningabaráttu,“ segir Jón Pétur Zimsen, fyrrum kennari og skólastjóri, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er nú kominn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Diljá Mist boðar til fundar
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar annað kvöld. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum.