Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar

„Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi.  Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél neyddist til að lenda í Keflavík

Tæknileg bilun varð til þess að flugvél írska flugfélagsins Aer Lingus neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis á miðvikudag. Flugvélin var á leið frá Dublin til Boston.

Innlent
Fréttamynd

Páska­um­ferðin hefur gengið vel

Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja tíma bið eftir strætó­ferð til höfuð­borgarinnar

Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. 

Innlent
Fréttamynd

Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Á­rósa

Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

36 á­fanga­staðir hjá Icelandair næsta vetur

Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir af hverjum fimm frá Bret­landi og Banda­ríkjunum

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í febrúar árið 2020 og um 86 prósent af því sem þær voru í febrúar 2018 eða þegar mest var.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

K64 – ný fram­tíðar­sýn fyrir Suður­nesin

Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Vel gert herra strætómála­ráð­herra

Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli

Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur.

Innlent
Fréttamynd

Vélin lent og hættu­stigi aflýst

Hættustig var sett í gildi á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna flugvélar frá Icelandair sem snúa þurfti við. Vélinni hefur verið lent og hefur hættustigi verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Upp úr slitnað milli flug­mála­starfs­manna og SA

Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Til­­finninga­­þrungnir endur­­fundir móður og átta barna eftir fjögurra ára að­skilnað

Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. 

Innlent