Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 13:51 Skjáskot af myndbandinu, sem sjá má neðar í fréttinni. Aðsend Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan. Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan.
Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent