Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2024 12:14 Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Unnar Örn Ólafsson formaður FFR vona að samningar takist áður en boðaðar aðgerðir hefjast á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Einar Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í deilunni fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þegar fréttastofan leit þar við milli klukkan tíu og ellefu hafði enn ekki átt sér stað sameiginlegur fundur stéttarfélaganna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir ágreining um ófagtengd réttindi varðandi vinnutíma, orlof í fæðingarorlfi og greiðlu yfirvinnu sem þurfi að jafna innan Ísavía. Fyrstu aðgerðir hefjast klukkan 16 á fimmtudag með í ótímabundnu yfirvinnubanni allra starfsmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma hefst einnig ótímabundið þjálfunarbann. Ef samningar hafa síðan ekki tekist fyrir næst komandi föstudag leggur starfsfólk sem sinnir öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur að morgni föstudagsins til klukkan átta. Allar þessar aðgerðir geta raskað áætlunum flugfélaga. Dugi þetta ekki til leggja starfsmenn í öryggisleit einnig niður vinnu frá kl 4 til 8 fimmtudaginn 16. maí, föstudaginn 17. maí og mánudaginn 20. maí. Þóarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir ekki hægt að sætta sig við að kjör fólks í sömu störfum séu ólík milli stéttarfélaga.Stöð 2/Einar Þórarinn Eyfjörð segir stéttarfélögin hafa rætt deiluefnin við Ísavía um langt skeið í samningaviðræðum á undanförnum árum. „Það standa alltaf út af einhver atriði sem við verðum að fara að ná landi með. Það er að segja þetta eru hlutir sem við verðum núna að ná einhvers konar sammkomulagi um þannig að við getum haldið áfram inn í framtíðina. Og þær aðgerðir sem við höfum boðað eru til að knýja á um að hlutirnir séu í lagi,“ segir Þórarinn. Unnar Örn segir fólk í sömu störfum hjá Ísavía en í öðrum stéttarfélögum hafi ekki sömu vinnuskyldu eins og staðan væri nú. Þetta þyrfti að samræma. Þórarinn segir vinnuskylduna og greiðslurnar meira að segja ólíkar á millli félagsmanna Sameykis og FFR. Þetta fyrirkomulag gengi ekki upp og þyrfti að leiðrétta. Báðir segja þeir að ef þessum hindrunum væri rutt úr vegi gætu samningar tekist á skömmum tíma. „Launaliðurinn er kannski ekki alveg klár því það eru þarna flækjur í sambandi við töflu og fleira sem á að leysast. En við ætlum að vera vongóð og full af góðri trú um að við getum stigið yfir þær hindranir sem mæta okkur núna,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41 Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30 Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Fundað var í deilunni fram á kvöld í gær og deiluaðilar mættu aftur til ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Þegar fréttastofan leit þar við milli klukkan tíu og ellefu hafði enn ekki átt sér stað sameiginlegur fundur stéttarfélaganna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir samninga stranda á nokkrum atriðum sem ekki hafi tekist að koma áfram og því hafi verið ákveðið að hvíla viðræðurnar í gærkvöldi. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir ágreining um ófagtengd réttindi varðandi vinnutíma, orlof í fæðingarorlfi og greiðlu yfirvinnu sem þurfi að jafna innan Ísavía. Fyrstu aðgerðir hefjast klukkan 16 á fimmtudag með í ótímabundnu yfirvinnubanni allra starfsmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma hefst einnig ótímabundið þjálfunarbann. Ef samningar hafa síðan ekki tekist fyrir næst komandi föstudag leggur starfsfólk sem sinnir öryggisleit niður vinnu frá klukkan fjögur að morgni föstudagsins til klukkan átta. Allar þessar aðgerðir geta raskað áætlunum flugfélaga. Dugi þetta ekki til leggja starfsmenn í öryggisleit einnig niður vinnu frá kl 4 til 8 fimmtudaginn 16. maí, föstudaginn 17. maí og mánudaginn 20. maí. Þóarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir ekki hægt að sætta sig við að kjör fólks í sömu störfum séu ólík milli stéttarfélaga.Stöð 2/Einar Þórarinn Eyfjörð segir stéttarfélögin hafa rætt deiluefnin við Ísavía um langt skeið í samningaviðræðum á undanförnum árum. „Það standa alltaf út af einhver atriði sem við verðum að fara að ná landi með. Það er að segja þetta eru hlutir sem við verðum núna að ná einhvers konar sammkomulagi um þannig að við getum haldið áfram inn í framtíðina. Og þær aðgerðir sem við höfum boðað eru til að knýja á um að hlutirnir séu í lagi,“ segir Þórarinn. Unnar Örn segir fólk í sömu störfum hjá Ísavía en í öðrum stéttarfélögum hafi ekki sömu vinnuskyldu eins og staðan væri nú. Þetta þyrfti að samræma. Þórarinn segir vinnuskylduna og greiðslurnar meira að segja ólíkar á millli félagsmanna Sameykis og FFR. Þetta fyrirkomulag gengi ekki upp og þyrfti að leiðrétta. Báðir segja þeir að ef þessum hindrunum væri rutt úr vegi gætu samningar tekist á skömmum tíma. „Launaliðurinn er kannski ekki alveg klár því það eru þarna flækjur í sambandi við töflu og fleira sem á að leysast. En við ætlum að vera vongóð og full af góðri trú um að við getum stigið yfir þær hindranir sem mæta okkur núna,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41 Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30 Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5. maí 2024 22:41
Tíðindi í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna og bein útsending úr Bakgarðshlaupinu Ríkissáttasemjari hefur boðað samningsnefndir Sameykis, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnunefndir til fundar í Karphúsinu á hádegi. Formaður Sameykis er bjartsýnn á að sátt náist í deilunni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 5. maí 2024 11:30
Frestun verkfalla kemur til greina Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. 5. maí 2024 11:12
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02