Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2024 21:07 TF-FIH flaug síðast fyrir Icelandair Cargo í ágústmánuði. Flugvélin stóð síðan á þessu flugstæði á Keflavíkurflugvelli fram undir jól. Egill Aðalsteinsson Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessa einstöku flugvél. Hún var smíðuð í Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Washington-ríki og var eintak númer 273. Boeing smíðaði alls 1049 eintök af 757-vélinni á árunum 1982 til 2004. Fyrsta Boeing 757-þota Icelandair, TF-FIH, í smíðum í verksmiðju Boeing í Renton í Seattle snemma árs 1990.Icelandair/Boeing Hún kom fyrst til Íslands þann 10. apríl árið 1990, fór útsýnisflug yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík en Guðlaugur Helgason flugstjóri og áhöfn hans flugu henni heim. Áhöfn Boeing 757-200, TF-FIH, við komuna til Keflavíkur frá Seattle þann 10. april 1990. Frá vinstri: Guðlaugur Helgason flugstjóri, Skúli Guðjónsson flugmaður, Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja, Áslaug Pálsdóttir flugfreyja, Guðjón Guðnason flugþjónn, Halldóra Sigurðardóttir flugfreyja og Þórdís Thoroddsen flugfreyja.Pétur P. Johnson Við komuna gaf borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen henni nafnið Hafdís. Önnur samskonar vél bættist fljótlega í flotann en 757-þoturnar leystu í fyrstu DC-8 þoturnar af hólmi í rekstri Icelandair. Borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen gaf flugvélinni nafnið Hafdís. Eiginmaður hennar, Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, var heiðursgestur í fyrstu ferðinni frá Seattle, vinaborg Reykjavíkur.Pétur P. Johnson Þegar Icelandair frumsýndi nýtt útlit flugvéla sinna árið 1999 var það Hafdís, TF-FIH, sem fyrst var sýnd í nýju litunum við athöfn í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. 757-þoturnar voru þá orðnar burðarásinn í millilandaflugi Íslendinga. TF-FIH þjónaði sem farþegavél í sextán ár en árið 2006 var henni breytt í fraktvél fyrir Icelandair Cargo og bætti þá enn við sautján árum. Það er nánast hægt að bera lotningu fyrir þessari flugvél en rekstrarár hennar hjá Icelandair urðu rúmlega 33. TF-FIH í upprunalegu litunum yfir Reykjavíkurflugvelli árið 1990.Pétur P. Johnson En núna hefur TF-FIH lokið hlutverki sínu. Síðasta flug hennar fyrir Icelandair var í ágúst, hún stóð óhreyfð í Keflavík fram eftir vetri en var um síðustu áramót flogið til Arizona í flugvélakirkjugarðinn Pinal Airpark við borgina Marana. Leifur Magnússon verkfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrar- og tæknisviðs Icelandair, kom að kaupum 757-vélanna og innleiðingu þeirra hjá félaginu. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þær komu náttúrlega einstaklega vel út fjárhagslega. Okkur tókst þessi fyrstu ár að reka þessar vélar þannig að við vorum með heimsmet í árlegum nýtingartíma, allt upp í og yfir 5.000 tíma á ári. Meðalnýtingartími á svona vélum var þá í kringum 2.500 tíma,“ segir Leifur. Þær hafa núna þjónað félaginu í 34 ár, lengur en nokkur önnur tegund, og eiga enn nokkur ár eftir. Þristarnir áttu lengi metið í fjölda ára í þjónustu hjá Icelandair og forverum þess. Hér er Gunnfaxi Flugfélags Íslands á Skógasandi.Snorri Snorrason „Þannig að það er algert met. Næst í röðinni er gamli þristurinn, sem var hérna í 28 ár. Boeing 727 var í 23 ár og DC-8 í 20 ár. Þetta eru eiginlega allt aðrar tölur,“ segir Leifur. 757-þotur hafa verið vinnutæki Lindu Gunnarsdóttur, yfirflugstjóra Icelandair, í yfir tuttugu ár. Hún segir tegundina farsæla. Hún sé kraftmikill vinnuhestur, sem þurfi stutta braut. Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, í flugstjórasæti Boeing 757.Egill Aðalsteinsson „Hún er með mjög stóran væng. Hún er með kraftmikla mótora og hún er ofboðslega áreiðanleg,“ segir Linda. Flugfreyjum líkar við hana. Ásgerður Óskarsdóttir yfirflugfreyja um borð í 757.Egill Aðalsteinsson „757 er bara heima, ef það er hægt að kalla það. Mér líður alltaf best hérna, það er bara þannig,“ segir Ásgerður Óskarsdóttir, yfirflugfreyja hjá Icelandair. „Mjög gott vinnuumhverfi og gott að vinna í henni. Þetta er svona mitt uppáhald,“ segir Ásgerður. Og flugvirkjarnir meta hana. Kristján Þór Svavarsson flugvirki hefur annast viðhald 757-vélanna frá því þær komu til Íslands.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara súpervélar. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt. Þessi er bara númer eitt,“ segir Kristján Þór Svavarsson, sem starfað hefur sem flugvirki hjá Icelandair í 43 ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. 27. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessa einstöku flugvél. Hún var smíðuð í Boeing-verksmiðjunum í Seattle í Washington-ríki og var eintak númer 273. Boeing smíðaði alls 1049 eintök af 757-vélinni á árunum 1982 til 2004. Fyrsta Boeing 757-þota Icelandair, TF-FIH, í smíðum í verksmiðju Boeing í Renton í Seattle snemma árs 1990.Icelandair/Boeing Hún kom fyrst til Íslands þann 10. apríl árið 1990, fór útsýnisflug yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík en Guðlaugur Helgason flugstjóri og áhöfn hans flugu henni heim. Áhöfn Boeing 757-200, TF-FIH, við komuna til Keflavíkur frá Seattle þann 10. april 1990. Frá vinstri: Guðlaugur Helgason flugstjóri, Skúli Guðjónsson flugmaður, Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja, Áslaug Pálsdóttir flugfreyja, Guðjón Guðnason flugþjónn, Halldóra Sigurðardóttir flugfreyja og Þórdís Thoroddsen flugfreyja.Pétur P. Johnson Við komuna gaf borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen henni nafnið Hafdís. Önnur samskonar vél bættist fljótlega í flotann en 757-þoturnar leystu í fyrstu DC-8 þoturnar af hólmi í rekstri Icelandair. Borgarstjórafrúin Ástríður Thorarensen gaf flugvélinni nafnið Hafdís. Eiginmaður hennar, Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, var heiðursgestur í fyrstu ferðinni frá Seattle, vinaborg Reykjavíkur.Pétur P. Johnson Þegar Icelandair frumsýndi nýtt útlit flugvéla sinna árið 1999 var það Hafdís, TF-FIH, sem fyrst var sýnd í nýju litunum við athöfn í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. 757-þoturnar voru þá orðnar burðarásinn í millilandaflugi Íslendinga. TF-FIH þjónaði sem farþegavél í sextán ár en árið 2006 var henni breytt í fraktvél fyrir Icelandair Cargo og bætti þá enn við sautján árum. Það er nánast hægt að bera lotningu fyrir þessari flugvél en rekstrarár hennar hjá Icelandair urðu rúmlega 33. TF-FIH í upprunalegu litunum yfir Reykjavíkurflugvelli árið 1990.Pétur P. Johnson En núna hefur TF-FIH lokið hlutverki sínu. Síðasta flug hennar fyrir Icelandair var í ágúst, hún stóð óhreyfð í Keflavík fram eftir vetri en var um síðustu áramót flogið til Arizona í flugvélakirkjugarðinn Pinal Airpark við borgina Marana. Leifur Magnússon verkfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrar- og tæknisviðs Icelandair, kom að kaupum 757-vélanna og innleiðingu þeirra hjá félaginu. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þær komu náttúrlega einstaklega vel út fjárhagslega. Okkur tókst þessi fyrstu ár að reka þessar vélar þannig að við vorum með heimsmet í árlegum nýtingartíma, allt upp í og yfir 5.000 tíma á ári. Meðalnýtingartími á svona vélum var þá í kringum 2.500 tíma,“ segir Leifur. Þær hafa núna þjónað félaginu í 34 ár, lengur en nokkur önnur tegund, og eiga enn nokkur ár eftir. Þristarnir áttu lengi metið í fjölda ára í þjónustu hjá Icelandair og forverum þess. Hér er Gunnfaxi Flugfélags Íslands á Skógasandi.Snorri Snorrason „Þannig að það er algert met. Næst í röðinni er gamli þristurinn, sem var hérna í 28 ár. Boeing 727 var í 23 ár og DC-8 í 20 ár. Þetta eru eiginlega allt aðrar tölur,“ segir Leifur. 757-þotur hafa verið vinnutæki Lindu Gunnarsdóttur, yfirflugstjóra Icelandair, í yfir tuttugu ár. Hún segir tegundina farsæla. Hún sé kraftmikill vinnuhestur, sem þurfi stutta braut. Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, í flugstjórasæti Boeing 757.Egill Aðalsteinsson „Hún er með mjög stóran væng. Hún er með kraftmikla mótora og hún er ofboðslega áreiðanleg,“ segir Linda. Flugfreyjum líkar við hana. Ásgerður Óskarsdóttir yfirflugfreyja um borð í 757.Egill Aðalsteinsson „757 er bara heima, ef það er hægt að kalla það. Mér líður alltaf best hérna, það er bara þannig,“ segir Ásgerður Óskarsdóttir, yfirflugfreyja hjá Icelandair. „Mjög gott vinnuumhverfi og gott að vinna í henni. Þetta er svona mitt uppáhald,“ segir Ásgerður. Og flugvirkjarnir meta hana. Kristján Þór Svavarsson flugvirki hefur annast viðhald 757-vélanna frá því þær komu til Íslands.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara súpervélar. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt. Þessi er bara númer eitt,“ segir Kristján Þór Svavarsson, sem starfað hefur sem flugvirki hjá Icelandair í 43 ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. 27. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12
Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757. 1. desember 2022 14:14
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00
Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. 27. nóvember 2015 20:15