Sagðist ætla að nota tíu milljón króna kókaín allt sjálfur Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 23:37 Málið varðaði tæplega 700 grömm af kókaíni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hlaut í dag sextán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja til landsins tæplega 700 grömm af kókaíni. Maðurinn játaði að hafa flutt efnin til Íslands, en vildi meina að þau hefðu verið til einkaneyslu. Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt. Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt.
Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira