Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

„Bara sjálf­boða­liðar og engir diplómatar“

María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Full­trúar utan­ríkis­ráðu­neytisins í Kaíró

Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Faðm­lög og gleði­tár í Leifs­stöð eftir fimm ára að­skilnað

Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn.

Innlent
Fréttamynd

„Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær“

Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir mikinn greinarmun á flóttafólki sem kemur til landsins til að vinna og þeim sem hanga á spena íslenska ríkisins. Meirihluti starfsfólks hans sé af erlendu bergi brotið. Hann gefur svokölluðu „góða fólki“ langt nef.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við þurfum inn­flytj­enda­stefnu

Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu.

Skoðun
Fréttamynd

„Við gefumst aldrei upp“

Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldið tekið niður

Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því.

Innlent
Fréttamynd

„Við rekum at­vinnu­greinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir kostnað við um­sóknir fimm­tán milljarða á ári

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni hellir sér yfir Semu

Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Börnin okkar allra

Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur ör­væntinguna en segir málið flókið og í skoðun

Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna.

Innlent
Fréttamynd

Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austur­velli

Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks.

Innlent