Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 22:43 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra fluttu ræður í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. „Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent