Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 22:43 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra fluttu ræður í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. „Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
„Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira