Palestínufánar í Mosfellsbæ vekja upp misgóð viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 13:43 Haldin var samkoma í Mosfellsbæ í gær þar sem flóttafólk frá Palestínu var boðið velkomið til landsins. Hanna Símonar Í gær birti Hanna Símonardóttir mynd á X, áður Twitter, þar sem sjá má nokkra Palestínufána blakta ásamt fána með merki Mosfellsbæjar og íslenska fánanum. Yfirskrift Hönnu var „dagurinn sem Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar“, en færslan hefur vakið misgóð viðbrögð. Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“ Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“
Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira